Öruvísi mér áður brá - Björn Bjarnason með skemmtilegri mönnum

Forsíða Mallífs - BJörnÖðru vísi mér áður brá!  flaug í gegnum huga minn þegar mér var sagt frá ummælum Björns Bjarnasonar um mig á heimasíðu hans í vikunni. Tilefnið var viðtal sem ég tók við hann og birtist í splunkunýju Mannlífi sem kom út í gær.

Hvað sem okkar fyrri samskiptum líður, þótti  mér vænt um þau orð sem hann lét um mig falla á síðu sinni í gær. .En staðreyndin er sú að hvað sem allrir pólitík líður féll okkur Birni vel að tala saman. Ég vissi það fyrir, að þrátt fyrir allt er Björn með skemmtilegri mönnum þegar hann hefur kastaf af herðum sínum embættismannakuflinum og er bara hann sjálfur en hann hefur oftar en ekki komið mönnum fyrir sjónir sem þumbaralegur, húmorslaus og hreinlega leiðinlegur. Það er ekki furða að mönnum detti í hug að í honum leynist skemmtilegur húmor í lifandi manni með gamanyrði á vör.

Við Björn Bjarnason höfum ekki alltaf verið sammála og hann hefur heldur ekki skafið utan af því á síðu sinni þegar honum hefur mislíkað leiðaraskrif mín í DV. Björn hefur svarað þeim leiðurum á síðu sinni og var ekkert að spara háðið þegar hann benti fram á með rökum að ég hefði ekki alls kostar rétt fyrir mér í öllu. Mér var það ekkert nema mátulegt, að minnsta kosti þegar ég fór ekki rétt með staðreyndir í fljótfærni minni. Það kaupi ég hikstalaust, en eins og alvöru pólitíkus sæmir sneri hann út úr orðum mínum og var ekkert að upphefja mig fyrir það sem satt og rétt reyndist.

En Björn Bjarnason er alltaf málefnalegur í skrifum sínum og hann er ekki vanur að fara með rangt mál út í loftið í skrifum sínum á www.bjorn.is. Hann er ekki öllum sammála, en hann rökstyður sínar skoðanir og bendir á þekkingarleysi annarra í skrifum sínum. Ég kann alltaf að meta það þegar fólk segir hlutina hreint út og er ekki með neina tæpitungu.

En oflof er háð og það er um hálan ís að tipla ef maður ætlar ekki að falla í þá gryfju. Það er alls ekki mín meining; heldur aðeins að tæpa á hve Björn leynir á sér. Ég vissi það að vísu fyrir þegar ég hitti Björn skömmu fyrir páska, vegna viðtalsins í Mannlíf að mér myndi ekki leiðast. Mér var nefnilega í fersku minni viðtal sem ég tók við hann fyrir mörgum, mörgum árum; líklega 10-12 árum síðan þegar hann var ráðherra menntamála. Í löngu viðtali töluðum við nær eingöngu um menntamál og hvað betur mætti fara í þeim efnum. Og trúið mér, það var afskaplega gaman að spjalla við Björn um þau mál. Hann lék á alls oddi og kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Mig hefði aldrei grunað að hann gæti verið eins skemmtilegur og líflegur eins og hann var í samtalinu við mig þá. Og, já afslappaður í samræðum.

Björn var ekki síður afslappaður og skemmtilegur í viðtalinu við Mannlíf. Og öll samskipti við hann í kringum viðtalið voru sérlega þægilega og áreynslulaus. Aldrei neitt vesen eins og svo oft með viðmælendur í löngum viðtölum.

Ég vona bara að lesendum Mannlífs eigi eftir að falla vel þetta viðtal en þar sýnir Björn lesendum áður óþekktar hliðar; er hreinskilinn og ræðir mál sem hann hefur trúlega aldrei eða í það minnsta sjaldan komið inn á í blaðaviðtali. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla sem hafa áhuga að kynnast manneskjunni Birni og þeim hliðum sem snúa að eldamennskufærni hans og samvistunum við eigin börnin þegar þau voru lítil og uppeldinu í aristókratinu í Hliðunum þar sem sumir skólafélagar hans ólust við allt annað atlæti og bjuggu meira að segja sumir hverjir  í bröggum.

Og Björn talaði líka um veikindin sem hafa plagað hann og hvaða áhrif þau hafa haft. Og síðan og ekki síst viðhorf hans og virðingu sem hann bar fyrir föður sínum Bjarna heitnum og móður Sigríði sem hann missti langt fyrir aldur fram í hörmulegu slysi á Þingvöllum. Og svo auðvitað inn á milli er að finna slatta af pólitík og skoðunum hans á samfélaginu og því sem fram fer í kringum okkur eins á femínistum og fárinu vegna klámfólksins sem hér ætlaði að funda í mesta sakleysi.

Birni þakka ég afar skemmtilegt samstarf og ánægjuleg kynni og óska honum velfarnaðar í þeirrri endurhæfingu sem hann á fyrir höndum.

es. 

Verð að upplýsa hve ótrúlega vel á sig kominn Björn er, en að kvöldi aðgerðardags þegar hann hafði legið í fjöggurra klukkustunda brjóstholsskurði þar sem lungu hans voru meðhöndluð, fékk ég tölvupóst frá honum. Morguninn eftir hringdi hann; kýr skýr í höfðinu og ekki að heyra að maðurinn hefði verið eins stórri aðgerð og raun bar vitni. Ótrúlegt hörkutól Björn. Sjálf hefði ég verið meðvitundarlaus á gjörgæslu með morfín í æð og haldið mig komna í himnariíi nokkrum klukkustundum eftir viðlíka aðgerð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Björn er oft málefnalegur, ekki alltaf!

Óska honum góðs bata 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.4.2007 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband