Hundstungan græðir - kattartungan særir!

Hvolpar Emblu 050

Þessa skoðun höfðu menn á sínum tíma enda hefði ekki verið tekið svona til orða ef ekki væri fyrir það að menn hefðu reynslu af. Ég man eftir að af heyrt þetta orðatiltæki allt frá barnæsku. Velti því ekki sérstaklega fyrir mér en taldi að um gamlar kerlingabækur væri að ræða eins og svo margt annað sem gömul orðatiltæki eða málshættir segja.

 Copy of Hvolpar Emblu 038

 

En þegar ég síðan eignaðist hund á fullorðinsárum rifjaðist þetta upp fyrir mér. Ég lét því Birtu mína sleikja sár og auma bletti ef ég fékk þá enda þurfti ekki að bjóða henni blessaðri nema einu sinni upp á gott sleikerí. Og viti menn, sár greru óvenju fljótt en ég tek fram að ég hef einnig tröllatrú á Alovera og E- vítamíni sem ég jafnan ber á öll mín mein. Og það virkar - svo mikið veit ég.

Ég gat þó ekki sannað vísindalega hvort Alovera eða tunga Birtu minnar og síðar Gnár væri svo skjótt líknandi. Ég hafði þó grun um að tunga þeirra hefði meiri áhrif en menn vildu viðurkenna.

Í fyrra fékk ég óyggjandi sönnun þess að þetta gamla orðatiltæki væri ekki byggt á kreddum. Ég varð vitni að því að einn hvolpakaupandi minn sem hafði frá barnæsku átt við exem og sprungur á hælum, sem gjarnan vætlaði úr.Hún eins og aðrir höfðu reynt öll möguleg ráð án árangurs.

Það merkilega var að lækningin kom úr óvæntri átt og  fékk Inga bót meina sinna í fyrsta sinn frá því hún man eftir sér þegar hún fékk hvolp hjá mér. 

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá var Tara litla ekki komin inn á heimilið til að lækna fjölskylduna; þvert á móti bjuggust fleiri við versnandi ástandi og ofnæmi og guð má vita hverju.

Tara litla eins og aðrir hundar elska skeikerí og Inga eigandi hennar leyfði henni góðfúslega að sleikja á sér hælana bera þegar hún lá og slakaði á eða  horfði á sjónvarpið á kvöldin. Eftir nokkrar vikur var ekki að finna exemblett á nokkrum fjölskyldumeðlima sem öll höfðu þjáðst en mismikið þó.

Á kosningadaginn, hljóp Tara sem þá var liðleg ársgömul fyrir bíl á 25 kílómetra hraða en það breytti engu; dagar hennar hér á jörð urðu ekki fleiri. Mikið sorg ríkti meðal stórfjölskuldunnar og þegar Inga hringdi í mig daginn eftir var grátið á báðum enda línunar og ekki mikið mælt á meðan.

Svo vildi til að ég var með sex vikna hvolpa sem ég var ekki endanlega búin að gefa loforð fyrir og ég bauð Ingu hvolp. Við vissum báðar að annað hvort var að ákveða strax að fá annan hund - eða aldrei. Hún valdi fyrri kostinn og nú er litla geðgóða dísin mín Iðunn Týra komin til Eyja.

En það merkilega við þetta er að Inga sagði mér að um það bil tveimur þremur vikum eftir að Tara dó fór að bera á exemblettum að nýju hjá börnunum og hælar hennar voru að byrja að springa að nýju.

Nú var það ekki svo að heimilisfesta Töru hafi ein og sér orðið þess valdandi að exemið hvarf. O, nei, aldeilis ekki. Tara sótti í að sleikja exemblettina og móðir Ingu fékk næstum taugaáfall þegar hún sá að Inga leyfði henni að sleikja og hnusa í börnunum. En hún var fljót að skipta um skoðun þegar hún sá með eigin augum að börnin og Inga fengu bót meina sinna. Og það þurfti ekki vitnanna við þegar Tara féll frá og það fóru að myndast blettir að nýju.

Ég hef ekki hef gleymtt að spyrja Ingu hvort litli unginn, Iðunn Týra leikur sama leikinn, en ef ég þekki Cavalierhunda rétt þá á hún eftir að taka fjölskylduna í gegn og lækna af exemi með hundstungunni sinni. Hún er bara svo agnarsmá enn og ekki nema 13 vikna. En ég bý spennt, þó að ég þurfi ekki vitnana við því hundarnir mínir græða öll mín kaun á augabragði.

Því kemur manni það spánskt fyrir sjónir að lesa inn á doktor.is,hið gagnstæða. En sýnir kannski fyrst og síðast fordóma og þekkingarleysi sem enn ríkir hér á landi á hegðun og hreinlæti heimilishunda hér á landi nú til dags.

En sem betur fer eru til læknar sem mæla sérstaklega með að hundar alist upp með börnum til að styrkja ónæmiskerfi þeirra, en það hefur verið sýnt fram á með vísindalegum könnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband