Til Hönnu Birnu til eftirbreytni - Hrein torg - fögur borg

Síðan Feisarinn eða Fésið eins og menn kalla það, gerðist mönnum svo hugleikið að þar fara fram öll helstu samskipti fólks sem tjáir skoðanir sínar í fáum orðum, hefur bloggið borið skaraðan hlut frá borði.

Ég hef til að mynda lítið bloggað undanfarið ár eða jafnvel tvö. Bæði er það ómeðvitað og með vilja gert. Ég tók þá ákvörðun að láta af skrifum og skoðunarskiptum um tíma, eða þar til heilsa mín væri orðin það góð að ég þyrfti liítið fyrir skrifum að hafa.

Nú er svo komið að Eyjólfur er heldur að hressast og gott betur. Ætti að vera vinnufær og er því um  tíma hálfflutt til Reykjavíkur til að byggja mig upp félagslega og hitta fólk. Ég kann því vel að geta gengið með hundana um götur borgarinnar. En það sem hefur komið mér sérstaklega á óvart er hve borgin gangstéttir og götur eru illa þrifnar.

Þær gotur sem ég geng hvað helst er um Holtin, Njálgsata, Grettisgata, Barónstígur og þar um kring. Og mér hreinlega ofbýður hvernig gangstéttirnar líta út svo ekki sé talað um göturæsin.

Sjálf bjó ég við Njálsgötu í þriðja húsi frá Klapparstíg fyrir margt löngu. Líklega á tímabili Geirs Hallgrímssonar þáverandi borgarstjóra. Þá var slagorðið sem glumdi í eyrum manna; Hrein torg - fögur borg. Ég var unglingur á þessum árum en ég man eins og gerst hafi í gær hve ég tók þetta til mín. Upp voru settar ruslatunnur á ljósastaura og mér hefði aldrei dottið í hug aðkasta frá mér umbúðum utan af sælgæti eða einu né neinu nema í þær tunnur.

Ég var gangandi enda átti maður ekki bíl á þeim árum. Gekk í Valsheimilið nánast daglega og niður á Torg í strætó í skólann. Borgin var að vísu minni, en miðborgin var sú sama að mestu leyti sem nú. Hún var hrein og það unnu götusóparar á hverju horni og sópuðu rennusteina og gangstéttar.

Þeir sjást ekki lengur en á atvinnuleysisskrá eru tugir þusunda. Ég skora því á Hönnu Birnu borgarstjóra sem líklega var barn að alast upp í Hafnarfirði og man ekki þessa tíma, að kynna sér þessi mál. Það hlýtur að vera hægt að fletta upp í skrám og finna hvernig Geir útfærði þetta átak sem skilaði virkilegum árangri. Svo miklum að enn stendur þetta í mér og ég kasta aldrei frá mér rusli á götur eða gangstéttir; svo ríkt er þetta í mér. Hrein torg - fögur borg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil bara benda ykkur á , sem búið í 101 og virðist ekki sjá aðra staði, að lýsingin gæti verið í öðrum hverfum borgarinnar.

Því miður virðist fólkið sem á leið um borgina vera upp til hópar sóðar varðandi umbúðir sem það hendir.  Ég geng mikið um göngustíga í borginni.  Þar eru tvö atriði sem ég vil minna á.  Fyrst eru það þeir sem eru hlaupandi eða hjólandi á malarstígum.  Þið verðið umgangast þessa göngustíga betur.  Fólk sem hleypur virðist ekki kunna að hlaupa á möl !

Svo eru það hundaeigendur, hvers vegna nennið þið ekki að hirða upp hundaskítin?  Það er varla hægt að labba suma stíga vegna hundaskíts !

JR (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Ekki veit ég hver þú ert JR, en ekki þorir þú að koma fram undir nafni. Þeir sem ekki gera það hafa að mínu viti veikan málstað að styðja.

Þú hlýtur að vita að hundaeigendur eru ekki allir snýttir útúr sömu nös, fremur en sóðarnir. En því miður eru til hundaeigendur sem ekki þrifa upp eftir hunda sína og eru okkur hinum sem ævinlega gerum það til mikillar skammar, því auðvitað fáum við á okkur sökina öllsömul. En það eru aðeins þeir fávísu sem flokka hundaeigendur  alla sem einn í sama flokkinn, rétt eins og svarta, hvíta gula eða aðra menn og konur svo ekki sé talað um útlendinga.

Því getum við aldrei sett alla undir sama hatt og bent á hóp þeirra sem eiga jeppa  eða Toyotur og sagt; þið eruð eins. Þannig er það ekki og getur það bara aldrei orðið.

Ég tek þetta ekki til mín því ég tek jafnan upp eftir aðra líka ef ég geng fram á hundskít. Ef mig vantar poka af einhverjum orsökum, banka ég upp á í næsta húsi og fæ gefins poka og tek upp eftir minn hund. Auk þess reyni ég að vera með þurrkur á mér líka til að þurrka upp ef ég næ ekki öllu.

Því fyrirbíð ég mér þá ásökun þina að hundaeigendur séum allir eins. Það eru til slæmir og það eru til góðir hundaeignendur eins og heiðarlegir mog óheiðarlegir menn í samfélaginu almennt. En svona lýsa fordómarnir sér og hún er systir fáviskunnar...

Forvitna blaðakonan, 11.9.2009 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband