Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Vilja mín í fóstur og söknuðurinn mikill - tárin fljóta og ég vakna ekki lengur við að lítið kríli vefur sig utan um hálsinn á mér og sleikir mig framúr.

vilja_009Ég tók þá örlagaríku ákvörðun að láta yndið mitt yngsta og besta, hana Vilju mína frá mér í fóstur. Ég hafði hugleitt það en gat ekki hugsað mér að sjá á eftir Það var því hrein og klár tilviljun að yndislegar mæðgur sem ég þekkti vel til og eru með stálpaðan son sem í mörg ár hafði dreymt um hund tóku hana til sín í fóstur. Þær fóstra hana og annast eins og þær eigi hana en tæpast á hún eftir að gleðja mig og bræða framar þó að ég eigi eftir að hitta hana þegar fram líða stundir og ég treysti mér til.

sleikir

 Vilja Jörð liðlega sjö mánaða. Það leynir sér ekki fagurt vaxtarlagið á þessari mynd þó að hún líti dálítið hátt þessi elska.

Atburðarrásin var mjög hröð og mér gafst ekki tími til að hugsa um söknuð og óyndi ef ég léti hana. Kannski eins gott; eða slæmt, eftir því hvernig á það er litið. En það góða við að láta hana er að fleiri fá að njóta og ég hef það fyrir víst að hún er sannkallaður engill á heimilinu. Gefur langtum meira en hún tekur.

En svona eftirá að hyggja býst ég við að ef ákvörðunin hefði ekki verið tekin með hraði, hefði ég aldrei horft eftir henni. Ávörðunin varð að taka en í hjarta mínu vildi ég alls ekki láta hana. En oft verður að gera annað og meira en gott þykir. Og það get ég fullyrt að gleðin og ánægjan sem hún veitir fósturfólkinu sínu fær mig hér um bil til að gleyma táraflóði mínu. En tómið sem hún skilur eftir í mínu hjarta veit ég að verður aldrei fyllt. Og, Guð einn veit hvað ég sakna hennar og hvað ég skældi fyrstu dagana. Gat ekki einu sinni talaða við nýju mömmuna í tvo daga því hún heyrði ekki annað en kjökrið sem án alls fyrirvara varð háværu skæli. Það hjálpaði mér mikið að vita hve innilega velkomin hún var á heimilið, hvað lífið á þessu fámenna heimili hefur lifnað við og breyst síðan þessi litla prinsessa sem bræðir hvaða hjarta sem er, kom til þeirra. Hún er elskuð af öllum og elskar að liggja í kjöltu ömmunnar á heimilinu og láta mjúkar hendur strjúka sig. Þeir sem vilja lesa meira um Vilju og hinar tíkurnar geta klikkað a www.sifjar.is

hvolpar%20Berglj%F3t%202007%20072-thumb Vilja Jörð lengst til vinstri um það bil átta vikna gömul. Það er ekki spurning, hún er fallegust á þessari mynd

Mörgum sinnum á dag hugsa ég til hennar; fjörkálfsins sem elskaði að koma með mér út i göngu. Og hlýðna stillta stelpan mín vissi að þrátt fyrir kátínuna myndi ég ekki festa á hana ólina fyrr en hún stæði grafkyrr. Tók dálítinn tíma og reyndist minni konu oftar en ekki erfitt. En hún var fljót að skilja að það þýddi ekki annað en standa kyrr, þó að að erfitt væri. Hún vissi að annars myndi ég standa til eilífðarnóns og hún fengi ekki sína gönguferð. Hún er nefnilega svo mikill fjörkálfur; sannkallaður Cavalier með skottið á fleygiferð

Hún verður sýnd næst og kannski áfram ef vel gengur og auðvitað er hún mín, þó að hún sé hundurinn þeirra. En líklega vakna ég aldrei framar við að hún vefur sér um hálsinn á mér og sleikir mig í framan, eða sest niður, horfir á mig brúnu fallegu augunum sínum og hallar undir flatt með þessum dásamlega svip sem fær hjartað í mér til að slá hraðar. Þá stenst ég hana ekki og tek hana og knúsa hana sundur og saman. Og ég segi það satt, henni þykir það ekki slæmt.. .

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband