Hundaeftirlitsmaðurinn í Hveragerði

CIMG2220

Svo það sé á hreinu, vil ég að það komi skýrt fram að þær breytingar sem ég gerði á því sem eftir mér var haft í samtali við blaðamann DV, hefur af einhverjum ástæðum ekki farið rétta boðleið og því er í fréttinni nokkrar rangfærslur sem eru mér ekki að skapi.  

Í þessari frétt í blaði dagsins í dag geri ég að umtalsefni vinnuaðferðir Kristjáns Jónssonar hundaeftirlitsmann í bænum.

 

 Smári með tvær umræddra tíka minna.

 

Ég tel eftir að hafa átt við hann samskpti vegna hunda minna að hann sé haldin, ofríki, ósanngirni og beiti valdníðslu gagnvart þeim hundaeigendur sem eiga við hann samskipt Minn texti sem ég breytti í nokkrum atriðum má lesa hér:

 

Í mínum huga er framganga hans í samskiptum við mig vegna hunda minna, hrein og klár valdníðsla,“ segir Bergljót Davíðsdóttir , hundaeigandi í Hveragerði um vinnubrögð hundaeftirlitsmanns bæjarins, Kristjáns Jónssonar.

Hún var fyrir því óhappi nýlega að allir fjórir hundarnir hennar sluppu út um hlið á girðingu sem umlykur garðinn við hús hennar. „Ég var að ryksuga og stússast og opið var út í garðinn. Ég var ekkert að velta hundunum fyrir mér,“ útskýrir hún. Það var ekki fyrr en vegfarandi renndi upp að húsi Bergljótar skömmu síðar, og spurði hvort hún ætti ekki Cavalier hunda, að hún áttaði sig á að hundarnir höfðu sloppið út fyrir girðinguna.

„Maðurinn sagðist hafa stöðvað bíl sinn niður við hundagerði þar tvæ stúlkur á bláum bíl voru að vandræðast með hundana. Þær óttuðust um að þeir færu sér að voða, tóku þá upp í bíl sinn og kváðust ætla að hringja í hundaeftirlitsmann og spyrjast fyrir um hver ætti þá.“ Bergljótu brá við þessar upplýsingar enda hafði hún átt ekki átt í farsælum samskiptum við hundaeftirlitsmanninn fram að þessu. En hann hafði tvisvar áður haft afskipti af hundum hennar með því að lokka þá til sín og loka inni hjá sér, en ein tíka hennar slapp í bæði þau skipti út, enda á hálóaríi.

 

Bergljót dreif sig heim til Kristjáns til að nálgast hundana sína en fékk þær upplýsingar að hann væri staddur í Reykjavík. „Ég hringdi með það sama í Kristján sjálfan og sagðist vel geta náð í mína hunda, hann þyrfti ekki að hafa fyrir því, bara gefa mér upp símanúmerið sem hringt var úr og málið væri dautt,“ segir Bergljót.

Kristján var þó ekki á þeim buxunum. „Hann sagði að það væri skylda sín að handsama hundana þar sem þeir hefðu verið lausir og það væri ótvírætt brot á reglunum.“ Í stað þess að geta sótt hundana sína til stúlknanna sem höfðu handsamað þá skömmu áður varð Bergljót því að gjöra svo vel að bíða eftir því Kristján kæmi aftur úr höfuðborginni. Hún var vægast sagt ósátt við þessa málavexti og fannst hundaeftirlitsmaðurinn flækja málið of óþarflega mikið.

 

Þegar Bergljótu var farið að lengja eftir því að Kristján hefði samband við hana setti hún sig sjálf í samband við hann og óskaði eftir því að fá að sækja hundana. „Hann svaraði hróðugur að nú gæti ég komið, borgað handsömunargjaldið, níu þúsund krónur fyrir þá tvo hunda sem voru skráðir, auk þess sem ég greiddi skráningargjaldið á staðnum í beinhörðum peningum fyrir þá tvo sem ekki væru skráðir.“

Samtals átti Bergljót að greiða hundaeftirlitsmanninum 53 þúsund krónur til að fá hundana sína aftur. Ástæða þess að tveir hundanna eru ekki skráðir er sú að Bergljót hefur aðeins haft þá hjá sér tímabundið, þar sem hún hefur síðustu ellefu ár ræktað Cavalier hunda og fylgist jafnan með þeim hundum sem hún lætur fara frá sér. Ef hún telur að þeim illa hjá eigendum sínum, eða þeir geti ekki haft þá af einhverjum ástæðum óskar hún eftir að fá þá til baka til að geta ráðstaf þeim sjálf til tryggra eigenda. Svo var með þær tvær sem óskráðar voru.

Eftir að Kristján setti sig í samband við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra Hveragerðisbæjar, lækkaði hann kostnaðinn töluvert. Hann felldi niður handsömunargjaldið fyrir skráðu hundana og lét Bergljótu fylla út skráningarblöð fyrir óskráðu hundana.

„Bæjarstjórinn hefur greinlega sagt honum að vera ekki með þessa hörku,“ segir Bergljót sem búið hefur í Hveragerði í tæp sjö ár og telur sig ábyrgan hundaeiganda og getur tæpast talist óábyrgt af hennar hálfu að í öll þessi ár hefur hundaeftirlitsmaðurinn aðeins tvisvar áður haft afskipti af hundum hennar. Í kjölfarið setti hún sig sjálf í samband við Aldísi og kvartaði yfir framgöngu Kristjáns í málinu.

Bergljót segir bæjarstjórann hafa tekið erindinu vel. "Aldís, bæjarstjóri tók á þessu máli af skynsemi. Hún veit að ég er ábyrgur hundaeigendur og hef vel girt í kringum mitt hús. Ábyrgustu hundaeigendur geta lent í því óhappi að einhver gleymi að loka hliðinu að baki sér og misst hunda sín frá sér. „Aldís taldi það sanngjarnt að fella niður handsömurnargjaldið kr. 9.000 á hvorn hund, þar sem hundaeftirlitsmaðurinn hafði alls ekki handsamað þá.

 

Eftir að ég útskýrði fyrir henni hvers vegna tvær tíkanna væru óskráðar fanst henni sanngjarnt að ég drifi í að taka ákvörðun um hvort ég héldi þeim áfram eða kæmi þeim í gott fóstur. þarngað til ég hefði gengið frá því máli, gaf hún mér frest til að skrá þær ef ég myndi halda þeim hjá mér. "Aldís tók á þessu máli af skynsemi, en það hefur varla verið henni auðvelt þar sem með því var hún að hnekkja ákvörðun starfsmanns bæjarins. bætir hún við

Bæjarstjórinn á hrós skilið, enda hefur Aldís augljóslega hæfileika til að hugsa með hjartanu þegar við á.," bendir Bergljót á , en leggur áherslu á að Kristján hundaeftirlitsmaður geti tæpast verið starfi sínu vaxinn, þar sem hann einblínir þröng á bókstaf reglana og hefur ekki hæfileika til að hugsa út fyrir rammann.

Ég geri athugasemd við framgöngu Kristjáns í þessu máli, þar sem fyrir lá að ég var komin að heimili hans um það bil tíu mínútum eftir að hundarnir sluppu og hann neitaði mér um upplýsingar um það hvernig ég gæti náð í hundana mína, sem þegar upp var staðið voru í göngufæri frá heimili mínu.

Í mínum huga er það hrein valdníðsla af hans hálfu að neita að segja mér hvar hundarnir voru og að sekta mig fyrir að "handsama" hundana sem hann gerði alls ekki. “


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það greinilegt að þessi handsömunarmaður Hveragerðis ætti að vera í einhverju öðru starfi og alls ekki vera í samskiptum við venjulegt fólk. Og bæjarstjóri "á" að hnekkja vitlausum ákvörðunum.

Eyjólfur Jónsson, 27.2.2013 kl. 18:26

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Flott grein, og allt önnur en ég las í DV. en hvernig gat hann réttlætt handsömunargjaldið þar sem það var ekki hann sem handsamaði hundana?....Ætti að setja einhvern annann í þessa vinnu sem þessi hundahandsömunarmaður er í í Hveragerði.

Sverrir Einarsson, 17.3.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband