Guð forði þeim sem töluðu of hátt og töldu Davíð af; nú verða gerðar upp sakir.

Agga mín; hvernig dettur þér í hug að láta út úr þér svona fáviskumæli eins og í fréttum á áðan að útgefandi hefði fullyrt á fundi að stefna blaðsins muni ekki breytast með nýjum mönnum. Dómgreindin hefur beðið hnekki, nema eitthvað annað búi að baki. Bentu mér á einn fjölmiðill sem ekki hefur breyst við ritstjóraskipti, enda væru það meiri lyddurnar sem þar tækju við ef ekki fylgdu breytingar.

Hvaða sakleysishjal er þetta í þér, kona með reynslu. Þú veist betur en svo. Þú ert blaðamaður og átt að tala sem fréttamaður og fréttaskýrandi enn ekki í nafni útgefenda, þó að ég skilji þig að vissu leyti enda orðið sek að því sjálf í einfeldni minni.

En það var þá Agga og mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan. Þannig láta ekki góðir blaðamenn kaupa sig. Og þannig myndi ég ekki tala nú. Þú ert réttu megin línunnar núna enda hefur drottningaviðtal þitt við Davíð fyrir nokkrum vikum varla skaðað. En þú af öllum; seint hefði ég trúað að þú létir Óskar leggja línurnar og ofan í kaupð talað gegn eigin visku og sannfæringu fyrir hann í eigin hagsmunaskyni!

Þú veist jafn vel og ég og allir aðrir hvað er í gangi. Hvað ætti Davíð að vilja á Mogga annað en ná sér endanlega niður á Þeim sem hann þarf að hefna sín á.  Þeir eru ábyggilega nokkrir enn sem köstuðu í hann grjóti forðum daga og hann á óuppgert við, fyrir utan þá sem létu í sér heyra við síðustu stjórnarskipti.

Guð forði þeim sem eiga hefndarþorsta Davíðs yfir höfði sér.

Morgunblaðið verður ekki keypt lengur á mínu heimili;


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Látt'ekki svona kona, þú manst að í þekktu Kastljós viðtali sagði Davíð að hann væri ekki hefnigjarn (augljósar sættir á milli hans og Þorsteins Pálssonar t.d.) en hann hefði gott minni (Jón Ásgeir og múturnar).

Davíð hvað  með hann, hefur hann ekki alltaf verðið svo mikið fyrir að spyrja samstarfsmenn ráða ( eins og með yfirtöku Glitnis t.d.)

Davíð réði því sem hann vildi ráða og ætlaði sér að ráða í starfi: Borgarstjóra, Forsætisráðherra, Fjármálaráðherra, Seðlabankastjóra og sem formaður SjálfstæðisFLokksin. Hví skyldu verða breytingar á stjórnunarháttum hans sem æðstráðandi hjá Mogga. Nú þarf hann ekki að reka þá sem vitað er að eru á móti honum (það var  gert fyrir hann svo ekki væri hægt að benda á hann). Það óttast allir Davíð (líka Agnes Braga) og hvar hefur Davíð Oddsson ekki stjórnað þannig (með ótta)..... veistu ég held að heimilið hans sé sennilega það eina).

Annars áttu að njóta dagsins með hundunum þínum. Ég ætla að njóta dagsins í botn.... það er jú gott veður.

Sverrir Einarsson, 29.9.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband