Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þekkir þú þennnan fjallstopp ...?

Ég er að reyna að breyta toppmynd á síðu með þessum fábæra árangri sem sjá má. Ég myndi klóra mig áfram út í það endalausa í þrjóskunni og sýna fjallið í allri sinni dýrð ef ég mætti vera að því núna. Gæti nefnilega í þráakasti tekið nóttina alla.

Læt það ekki eftir mér núna og set bara gamla þemað á aftur á morgun. Þangað til læt ég þennan fjallstopp standa og spyr ykkur innipúkar landsins hvort þið þekkið toppinn?

Til þess að gefa smávísbendingu er myndin tekin frá fallegasta dal landsins ( mér finnst það en auðvita er dalurinn ekki eins í allra augum) og þetta fallega fjall er stolt síns fjórðungs.

Mjög margir ganga á þetta fagra fjall sem tiltölulega auðvelt er að komast að og er meira að segja hægt að aka góðan spöl til að stytta gönguna á toppinn en þar er feikilega fallegt útsýni.

Eftir nokkrar klukkustundir skal ég setja myndina alla inn og svala forvitni þeirra sem ekki þekkja sitt fagra land.

Bætt við kl. 01:30

Bjánin ég myndirnar eru hér til hliðar; áttaði mig ekkert á því. Þið hljótið að vita nú hvar þetta fallega fjall er staðsett á landinu.


Hafa baráttumál feminista snúist yfir í andhverfu sína - eða sjá þær ekki skóginn fyrir trjám?

 

Ég var ekki á landinu þegar dómur var kveðin upp í máli sem bróðir míns Ásgeir Þór á Goldfinger höfðaði gegn Ísafold, Jóni Trausta, mínum gamla starfsfélaga og Ingibjörgu Dögg um skrif þeirra um mansal og aðra óværu sem átti að fara fram á nektarstöðum.

Fyrirsögnin hér að ofan er ekki alveg út í loftið en ég velti því fyrir mér hvort vopnin sem feministar nota hafi ekki snúist í höndum þeirra. Ofstæki hefur aldrei verið neinum málstað til góðs þegar upp er staðið og litið yfir sviðið.

Skoðun mín er að tími sé til komin að feministar eða kvennfrelsisbaráttukonur setjist niður og ræði málin. Velti fyrir sér þeirri spurningu hví þær fái ekki fleiri konur til liðs við sig og hvers vegna barátta þeirrra sem snýr að öllum konum er ekki háð með þeim formerkjum að sem allra flestar konur standi fast við bakið á þeim.

Sjálf er ég jafnréttissinni en ég get ekki kallað mig feminista því ég skil merkingu orðsins sem kvennfrelsi. Æ. oftar finn ég fyrir því viðhorfi kynsystra minna að þær geti ekki fellt sig við ofstækisfulla framgöngu feminista sem eru fyrst og síðast með mansal á heilanum.

Ég er ekki sá kjáni að vita ekki að masal fer fram víðast hvar í heiminum og hví ekki á Íslandi líka: En hvað er mansal? Samkvæmt mínum skilningi er það þegar einhver er tekin nauðugur og og kvalari  - yfirboðari notar viðkomandi eins og hann eigi hann. Fórnarlambið hefur ekkert með það að gera hvað, hvar eða hvernig er farið með það.

Fyrir nokkrum árum birtist í DV frétt þes efnis að á hóteli í Garðabæ byggi stúlka sem seldi aðgang að líkama sínum. Ég var þá blaðamaður á DV og var með aðra höndina í þesu máli. Þegar fréttin birtist þá var stúlkunni umsvifalaust vikið út af hótelinu og stóð á götunni. Hún var með farseðil sem gilti ákveðinn tíma og varð að bíða þess að komast til síns heima.

Ég sem er afar aumingjagóð manneskja vorkenndi stúlkunni hræðilega og vildi helst af öllu taka hana heim með mér enda að líða að jólum. En ég bjó ekki ein og gat því annarra vegna tekið að mér stúlku sem ég vissi ekki haus né sporð á nema að hún var dönsk vændiskona. Ég var svo lánsöm að einn ættingja minna átti íbúð sem stóð auð með húsgögnum og hann treysti mér og þangað kom ég stúlkunni. En hver var saga hennar?

Jú, hún hafði hitt Íslending í Danmörku sem sagðist geta margfaldað tekjur hennar ef hún kæmi til landsins og seldi sig hér. Hún þyrfti ekki nema hálfan eða einn mánuð til að græða meira en allt árið í samkeppni við aðrar henni líkar í Danmörku.

Hann lofaði að greiða götu hennar með þeim skilmálum að hann fengi ágóða af gróðanum. Leigði herbergið, auglýsti og seldi síðan afnot af stúlkunni sem var að nótt sem dag enda eftirspurnin mikil. Maðurinn sveik hana ekki; hún fékk sitt og hann prósentur eins og alvöru melludólgur. Stúlkan var ánægð með viðskiptin og græddi vel á þeim þó vertíðin hafi staðið skemur en til stóð.

Femínistar myndu hrópa og kalla; mansal, mansal. En er þetta mansal eða hrein og klár viðskipti. Hér var hún að frjálsum og fúsum vilja og "viðskiptafélagi" hennar stóð við gerða samninga utan þess að hann gat ekki komið henni fyrir annarsstaðar og var reyndar fljótur að hlaupa á brott þegar DV birti frétt sína.

Raunverulegt mansal er hroðalegur verknaður og íslenskir sjónvarpáhorfendur hafa séð fræðslumyndir um hvernig hrenræktuð illmenni tæla eða hreinlega ræna ungum stúlkum og læsa þær inni í kynlífsþrælkun. Þeir hafa öll ráð í sínum höndum og þær eiga enga eða sáralitla von til að sleppa; vita tæplega hvar þær eru staddar. Viðlíka starfsemi hef ég ekki heyrt um að fari fram hér á landi. Ég veit ekki til annars en þær stúlkur sem selja sig hér geri það af eigin hvötum til að hagnast á því.

Því ættu femínistar að snúa sér frá ofstækinu og berjast fyrir því sem allir jafnréttissinnar vilja, hvors kyns sem þeir eru, að jafna launamun kynjanna og byggja upp sjálfsmynd kvenna sem enn halda að tímarnir séu eins og 1960-70 og það sé í þeirra verkahring að vinna úti, ala upp og sinna börnum, elda mat og þrífa og bíða með volga inniskóna bóndans þegar hann kemur þreyttur heimúr vinnu. Of margar konur á öllum aldri þekki ég til sem trúa að þannig eigi líf þeirra að vera.

 

En ég fagna niðurstöðu í máli bróður míns gegn Ísafold og co., þó að Hæstiréttur eigi eftir að taka málið fyrir og kveða upp sinn dóm. Vissulega er ég hlutdræg þar sem um bróður minn er að ræða sem ég þekki ekki nema af neinu góðu og gott betur því aumingjabetri mann er vart hægt að hugsa sér.

En ég er líka blaðamaður og hef starfað í faginu frá 1985. Meðal þeirra ritstjóra sem ég var undir handleiðslu hjá voru Indriði G. Þorsteinsson. Hann var þá á sínu síðari ferli á Tímanum en auk hans voru margir reyndir blaðamenn sem ég nýgræðingurinn lærði af og drakk til mín visku frá.

Á Tímanum var manni kennt að fara ekki af stað með fréttir nema heimildir væru traustar. Oftar en ekki þá var leitast við að sannreyna að viðkomandi heimildarmaður væri að segja rétt frá. Á tímann var ekki hægt að hringja og bulla eitthvað um Jón Jónsson sem síðan var birt athugasemdarlaust sem hver önnur frétt. Og ég býst við að flestir fréttamenn hafi lært einmitt það sama; sumsé að ana ekki að neinu þegar vinna skal fréttir sem fjalla um nafngreinda einstaklinga.

 

Aðal heimildarmaður Jóns Trausta og Ingibjargar Daggar var maður sem þóttist eiga harma að hefna. Það eru að minnsta kosti þrjú eða fjögur ár síðan hann tók að hringja í tíma og ótíma á ritstjórn DV með sögur um hve skelfilegur maður Ásgeir Þor væri. Þegar á reyndi þá fundust aldrei nein haldbær rök fyrir frásögnum mannsins en af tali hans máttráða hvílíka heift og hatur þegar hann talaði um Ásgeir Þór. Það þurfti því enga sérstaka dómgreind til að sjá í gegnum um manninn; hvað vakti fyrir honum og það væri fyrst og síðast hefndarhugur sem lagi að baki.

Ég hef talað við fjölmiðlamenn af öðrum fjölmiðlum sem fengu svipaðar hringingar aftur og aftur frá hefndarmanninum sem eitt sinn var dyravörður  hjá bróður mínum og þeir afgreiddu málið á sama hátt og við á DV. Ma'ðurinn gat ekki með nokkrum móti bent á að or hann væru sannleikanum samkvæm.

 

En til að selja Ísafold þurfti krassandi efni. Og Jón Trausti beit á agnið og hlustaði á þennan aumingja mann sem aðeins vildi nota fjölmiðla til að koma höggi á manninn sem hann hataði.

Fáir skilja eins vel og ég hve mikilvægt er að vera með efni sem selst og ég hef átt margar andvökunæturnar yfir hvernig ég gæti reddað forsíðu næsta blaðs. En aldrei hefur hvarflað að mér að skrifa greinar birtar á söguburði og illmælgi - jafnvel þó í örvæntingu væri og vissu um að bullið myndi seljast sem aldrei fyrr.

 

Jón Trausti lætur hafa eftir sér í Vísi eftir að dómur var uppkveðinn að málinu yrði áfrýjað enda séu þau  Ingibjörg ósammála niðurstöðunni, Og takið eftir:" ...og teljum hana gera blaðamennsku á Íslandi mikinn óleik."

Fróðlegt væri að fá að vita hvað Jón Trausti á við með þessum orðum. Gerir það blaðamennsku á Íslandi óleik að skrifa grein eftir sögusögnum og hefndarþorsta manns  sem leggur allt í sölurnar til að fá fullnægt þorsta sínum?

 

Ég er þeirrar skoðunar að þessi dómur hafi einmitt verið stéttinni til framdráttar. Að í framtíðinni skrifi blaðamenn greinar studdar rökum sannreyndum heimildum og staðreyndum en ekki sögusögnum og hefndarþorsta manns sem gerði í buxurnar sínar og var rekinn fyrir vikið.

Jón Trausti er sár yfir þeim fáu aurum sem eiga að renna til íþróttahreyfingarinnar ef  bróðir minn vinnur málið í hæstarétti.

Þar að auki finnst mér afar óviðeigandi að Geiri á Goldfinger fái hærri skaðabætur en fórnarlamb í nauðgunarmáli," segir Jón Trausti.

Og ég spyr; hvað kemur það málinu við?

Og til að bíta höfuðið af skömminni segir þessi skynsami strákur sem ég þekki ekki nema að góðu einu, en hefur augljóslega orðið fyrir óæskilegum áhrifum eða treyst einhverjum sér reyndari:

"Ljóst er að samkvæmt fyrirliggjandi dómi er búið að kippa fótunum undan umræðu um mansal á Íslandi, sem fagaðilar staðfesta að sé til staðar. Dómurinn er aðför að málfrelsinu og móðgun við þá sem starfa við baráttuna gegn mansali, sem og fórnarlömb þess."

Hvernig Jón Trausti kemst að þeirri niðurstöðu að búið sé að kippa fótunum undan umræðu um mansal er mér gjörsamlega hulið.

Strax á morgun gæti ég eða hver annar blaðamaður sem kærði sig um fjallað um mansal á Íslandi.. En sú umfjöllun yrði að vera byggð á rökum, sannreyndum heimildum, staðreyndum og vandaðri blaðamennsku.

 

 

En ég endurtek ég er ekki hlutlaus þar sem mér er málið tengt. Ég hef þó verið að reyna að horfa á það með blaðamannsaugum og kemst að þeirri niðurstöðu að greinin hafi verið afar illa unnin og í henni hafi ekki verið neitt nýtt sem ekki hefur verið slúðrað um manna á milli.

Hvað segja aðrir blaðamenn um þennan dóm?

 

 


Bandormar í Dalsmynnishundum - látið ekki heilbrigða hunda koma nærri þeim nýkomnu

Á þessari síðu : hundagallerí.is, sem er aðeins nokkra vikna gömul, segir kona farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sinum við Dalsmynnisliðið sem framleiðir hunda og veltir ekki fyrir sér dýravernd á nokkurn hátt. Þar eru hundarnir geymdir í búrum og fara aldrei út undir bert loft nema í afgirt gerði. Tíkur eru notaðar aftur og aftur og það er ekki hægt að treysta því að viðskiptavinir kaupi ekki köttinn í sekknum því hundarnir geta allt eins verið blandaðir.

Ég var fyrir nokkrum dögum hjá dýralækninum mínum og kom þá inn kona með lítinn sætan hund. Ég spurði hvaða tegund hann væri því ég þekkti ekki tegundina. Hún sagði hann vera Tjúa sem dóttir sín hefði fengið í Dalsmynni. "Einmitt, þá skil ég hvers vegna það liggur ekki í augum uppi hverrar tegundar hann er. Hann er augljóslega blandaður Pappilon enda líkist hann meira þeirri tegund en Tjúa. Bæði feldurinn og eyrun eru frá Papillon komin," benti ég konunni á og hún svaraði að henni hafi dottið í hug í hvert sinn sem hún sæi hreinræktaðan Tjúa að það væri ekki eðlilegt hve ólíkir þeir væru.

Hundurinn var yndislegur; það er ekki málið en þegar fólk borgar fyrir hreinræktaðan hund þá á það að fá hreinræktaðan hund með réttri ættbók. En dýraníðingurinn; frúin sjálf í Dalsmynni og dætur hennar sem virðast hafa erft viðhof móðurinnar til hundaræktunar en það er langur vegur á milli hundaframleiðslu og hundaræktunar. En þær velta því ekki fyrir sér í Dalsmynni mæðgur þrjár; græða og græða en eru fjandans sama hvar hvolpar þeirra lenda.Velta því ekki fyrir sér. Þær búa til ættbækurnar sjálfar og fáfróðir kaupendur trúa þeim enda eru þær yfirmáta almennilegar og dollaramerkin blika í augum þeirra þegar þær sjá að þær geta selt.

En aftur að konunni sem bjó til heimasíðuna til að vara fólk við að kaupa hunda frá Dalsmynni.  Hún keypti frá því í fyrrahaust þrjá hunda sem allir hafa verið nær dauða en lífi af sjúkdómum síðan. Tveir eru dánir en einn lifir en. Mér finnst ástæða til að vekja athygli hundaeigenda á þessari síðu svo þeir geti kynnt sér málin og falli ekki í þá gryfju að kaupa hunda frá Dalsmynni aðeins vegna þess að fólki liggur svo á að það má ekki vera að bíða eftir hundi frá góðum ræktanda. Lengi hefur hún stundað að selja fárveika hvolpa. Þegar kvartað er við hana þá er ekki sama blíðan í málrómnum og meðan hún er að selja. Og alltaf er hvolpum að fjölga sem deyja innan nokkurra daga eða mánaða vegna sýkinga, sjúkdóma og meðfæddra galla.

Alvarlegast af öllu er að þessir hundar frá dýraníðingnum í Dalsmynni sem fólk kaupir í góðri trú bera með sér alvarlega smitsjúkdóma sem þeir geta smitað heilbrigða hunda af frá góðum ræktendum.

Allt er fast í kerfinu út af þessari dýraníðslu þarna svo ekki sé meira sagt. Það hefur enginn þingmaður áhuga á að vinna að frumvarpi um breytingu á lögum um dýravernd. Þau eru svo gölluð að hvorki ráðuneytið né Umhverfisstofnun geta sett reglur um að bannað sé að reka hundaframleiðslu eins og hin Norðurlöndin og önnur siðmenntuð lönd í Evrópu hafa löngu gert. Í þeim löndum getur enginn rekið framleiðslu eins og í Dalsmynni nema í undirheimum því dýralögreglan í viðkomandi löndum væri ekki lengi að loka og ákæra viðkomandi sem síðan yrði dæmdur til fangavistar eða guð má vita hvað.

En svo mikið er víst að það er tekið hart á mönnum sem fara illa með dýr í öllum siðmenntuðum löndum, en ekki á Íslandi þar sem við státum okkur af að vera bestir í þessu eða hinu. En lokum svo báðum augum og gerum ekki neitt meðan þessi alræmda hundaframleiðsla heldur áfram að selja undir borðið hvolp eftir hvolp; greiðir enga skatta enda Dalsmynni gjaldþrota. Þá var bara skipt um nafn á nýrri kennitölu og haldið áfram að framleiða hunda sem annaðhvort eru fársjúkir, með skapgerðargalla eða eitthvað enn verra. .

Konan sem keypti hundana hafði verið vöruð við en hlustaði ekki. Hún stendur uppi með mörg hundruð þúsund í dýralæknakostnað eftir þessi flumbrukaup sín. En það er ekki hægt að ásaka hana; hún trúði ekki og vissi ekki.

Því hvet ég alla sem vilja eignast hund að láta sér ekki detta í hug að falla fyrir smjaðrinu í Dalsmynnisplögurunum, heldur bíða í rólegheitum og vanda valið. Góðir ræktendur eiga ekki hvolpa á lager og það kostar bið sem er mjög gott fyrir viðkomandi sem getur undirbúið sig vel áður en nýr heimilismeðlimur kemur inn í fjölskylduna.

Eftir krufningu hvolpanna kom í ljós að þeir voru ekki einu sinni sýktir af einum sjúkdómi heldur voru þeir fullir af óværu eins og niðurstaðan sýnir:

Bráð lifrarbólga með innlyksum

Jákvæð ónæmislitun fyrir smitandi lifrarbólgu(HCC) Blóðskortur Bráð lungnabólga Æðabólga Bandormasýking Bandormar fundust í mjógörn Einnig var fleira tekið fram s.s. mjög fölar slímhimnur, hjartað var fölt, samfallin svæði í lungum og meira til.

Meðal annars segir að hundurinn hafi verið með Bandorma. Ekki veit ég hvort um hin alræmda sull er að ræða en það er þá stórfrétt ef ástandið er orðið þannig að þar eru að brjótast út sjúkdómur sem ekki hefur orðið vart við í fjölda ára. Eins og sjá með stendur bandormasýking en það eru til þrjár teg. bandorma.

 

Það sem er að, er að lög um dýravernd er orðin mjög gömul og ekki er hægt að setja reglugerðir á grundvelli þeirra né setja reglur sem fara á eftir af viðkomandi stofnun því þær standast ekki lög. Ég vildi gjarnan vita hvað stjórnvöld ætla að trassa lengi að endurskoða dýraverndunarlög þannig að hægt sé að vinna eftir þeim. Hve margir hundar eigi að kveljast til bana áður en eitthvað verður afhafst og hve margir litlir krakkar gráta úr sér augun þegar hundurinn sem þau hafa hlakkað svo mikið til að fá deyr fyrir augum þeirra

 


Og svo fjölgar á heimilinu rétt fyrir Verslunarmannahelgi

 

Freyja mín er svo sannarlega með hvolpa. Hún er gengin með allt að sex vikur og á því ekki langt eftir. Mér finnst hún óvenjulega sver og ég má má hundur heita ef hún er ekki að minnsta kosti með sex hvolpa. Oft er ekki einu sinni farið að sjást á tíkum þetta langt gengnum, en það leynir sér ekki með Freyju mína.

Freyja í fangi Ragnheiðar.

Freyja og RaggaHún er líka engin krakki, orðin sex ára gömul og mjög ábyrg móðir sem gætir að sér á meðgöngu. Þessi kraftmikla og fjöruga tík lallar í rólegheitum með mér og hefur meira að segja vit á að vera ekki að stökkva fram úr rúmum og sófum að óþörfu. Enda er Freyja ein allra besta mamma sem ég hef átt og gott betur. Ég hef aldrei orðið vitni að þvi að tíkur séu eins ábyrgar mæður og hún. Ekki aðeins að hvolparnir fái frá henni ást og umhyggju, heldur er uppeldið svo markvist og ströng að hvolparnir undan henni eru afar fínir og einkar hlýðnir; Freyja kenndi sínu liði hver staða þess var og hvers þeir mættu vænta enda unun að horfa á hana ala litlu krílin sín upp. Faðirinn er Draumadrengur og mér er farið að förlast minnið ef hann heitir ekki Drauma Albert.

Ég hlakka sannarlega til að fá lítil kríli til að stússast í - eða gott betur því það er geypileg vinna að hugsa um hvolpa í tíu vikur. En ánægjan af samvistum við hvolpakríli er til þess vinnandi að leggja mikið á sig. Og svo er bara að krossa fingur og vona að allt gangi vel.


The day after

Fyrir margt löngu var mér gefin bók með þessum titli í jólagjöf. Bókina las ég aldrei enda fjallaði hún um, það ég helst man, daginn eftir kjarnorkusprengju.

Þessi titill kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til jarðskjálftans sem hér gekk yfir á fyrir þremur vikum.  Hvílík martröð en fram til þessa hef ég ekki verið smeyk við jarðskjálfta; jafnvel fundist dálítið spennandi að finna fyrir því magnaða náttúrufyrirbrigði og getað talað um það næstu daga við hina og aðra hvar þeir hafi verið staddir og hvernig þeim leið þegar þeir fundu skjálftann.

En þeir skjálftar sem ég og svo ótalmargir aðrir hafa fundið fyrir, fram að þessu eru hreint ekki annað en smá núningur miðað við það þá skelfilegu upplifun að sitja inn i húsi í mestu makindum þegar allt í einu eins og hendi sé veifað brýst fram sú ægilegasta orka sem maður hefur nokkru sinni fundið og líf manns og limir eru gjörsamlega undir valdi örlagana.

Þannig sat ég við þessa sömu tölvu og ég rita þessi orð á þegar titringurinn hófst. Rétt er að geta þess að sólarhringinn áður fann ég kippi annað slagið og sumir voru jafnvel mjög snarpir þannig að gler titraði og ekki var hjá því komist að verða skjálftanna var. En ég kippti mér ekki upp við það því hér í bæ er smávægilegur hristingur ekki til að nefna. Ég kippti mér ekki upp við það og hreyfði mig ekki.

Þennan föstudag sat ég einnig sem fastast þegar lætin hófust; bjóst við að um venjulegan skjálfta væri að ræða. En ég varð þess skjótt vör að það var eitthvað miklu meira á ferðinni en vanalega. Áður en ég gat snúið mér við þá nær féll yfir mig bókaskápur við hlið mér fullur af möppum með heimilisbókhaldi síðustu tíu ára eða svo. Skápurinn stóð af sér skjálftann en fleygði úr hillunum möppunum yfir mig. Húsið hristist og skalf dinglaði til og frá og hlutir féllu af skrifborðinu.

Ég varð ofsahrædd og sá fyrir mér mynd af annarri löpp minni sem aðeins var sýnileg í spýtnabraki þegar húsið hafði jafnast við jörðu. Ruslaði af mér möppunum og öðru smálegu og kallaði á hundana. Það eina sem komst að var að koma mér undir dyrastafinn og ég skreið á meðan bækurnar úr hillunum handan við mig hrundu yfir mig. Undir dyrastafinn komst ég loks og tíkurnar hnipruðu sér fast að mér. Ég man ekki hvað ég hugsaði annað en ég var þess nær fullviss að ég slyppi ekki lifandi frá þessu. 

En jafn skyndilega og þessi hörmung hófst, stöðvaðist allt. Og ég æpti á hundana út, út. Greip páfagaukinn og hljóp yfir pallinn og út í garð, en kötturinn var hvergi sjáanlegur. Allt var undarlega hljótt og eitt augnablik rann í gegnum hugann hvort ég hefði verið ein í þessum skjálfta. Greip símann á á borðinu á pallinum og hringdi í 112 og spurði hvort ég væri nokkuð að ímynda mér; hafði ekki verið jarðskjálfti? 

112 röddin var ekki alveg með á nótunum og sagði að slökkvibílinn væri áleiðinni! Taldi mig konu sem hafði hringt á slökkvibílil skömmu áður. Hann var nefnilega ekki búin að frétta af skjálftanum. En svo kom upp í mér fréttamaðurinn og ég fór af stað í einu taugakasti til að líta á ummerki í næstu húsum. Menn voru í sjokki rétt eins og ég en samt var allt hljótt; það heyrðist ekki í bíl, engir hamarslættir úr nýbyggingunum næst mér. Aðeins samtal okkar íbúana sem voru heima í botnlanganum mínum við Lyngheiðina. 

Ég fór aftur yfir  til mín og æddi um pallinn, út í garðinn og inn í húsið. Í hvert sinn sem ég reyndi það kom eftirskjálfti. Og það var eins og stungið væru hundrað nálum í endann á mér, svo snögg var ég að koma mér undir bert loft aftur. Skyndilega gerði ég mér ljóst að hundarnir voru hvergi sjáanlegir; ekki komust þeir út úr garðinum og ég kallaði inn í húsið en fékk ekkert svar. Ég áræddi því að fara inn og leita þeirra og auðvitað voru dýrin í einum hnapp við þvotthúsdyrnar, skjálfandi og titrandi. Af eðlislægum hvötum sínum viðist sem þeir hafi snúið inn í húsið án þess að ég yrði þess vör og sem leið lá að  þeirra vanalega útgangi  í þvottahúsinu. Það var ekki viðlit að fá þá í garðinn með mér; út skyldu þeir og það sem í þeirra huga var út í frelsið; dyrnar sem þær vanalega fara út um í gönguferðir Það eina í stöðunni var að koma þeim út í bíl.

Ég var heppin; bý líklega í vel byggðu húsi því ekki er að sjá annað en húsið hafi gefið vel eftir og það er eins heilt og það var fyrir þennan dag. Allar hurðir falla eðlilega að stöfum og skápahurðir standa ekki á sér. Skemmdir urðu hins vegar á öllu smálegu sem hrundi í gólfið niður á harðar steinflísarnar.

Nokkrum dögum síðar var ég komin af landi brott - og átti fyrir því.


"Amma það er út af andlitinu sem..."

 

Ég er mikill aðdáandi Ragnhildar Sverris, eða réttara sagt bloggsins hennar um dætur þeirra Kötu. Það verður ekki lítið gaman fyrir þær að lesa það sem mamma þeirra hefur skrifað um þær þegar þær verða eldri.

Smari med GnaÉg vildi að þessi tækni hefði verið fyrir hendi þegar ég var lítil svo ekki sé talað um myndbönd og annað sem börn samtímans eiga kost á að eiga um líf sitt þegar þau eldast.

Ragnhildur bloggaði um hundsaugu í vikunni og þar sem ég er mikil hundakona gat ég ekki þagað og skrifaði athugasemd sem var auðvitað allt of löngtog átti fremur heima á minni síðu. En það fer hér á eftir:

Hundar eru með augu sem lesa má úr skilyrðislausa ást; líttu inn á www.sifjar.is og þar eru mínir hundar sem horfa í myndavélina með einlægum hundsaugum, sem túlka ást tíkanna á mér og lesa má út úr augum þeirra "fyrir þig er ég reiðubúin að deyja."

Annars eru þessi börn yndisleg; held að dóttursonur minn sé á aldur við ykkar yndislegu dætur og ég bý við þau forréttindi að fá að hafa áhrif á uppeldi, samvistir og byggja upp karakter drengsins. Nú vanda ég mig og gæti þess að gera ekki sömu mistök og við uppeldi dætranna sem voru fleiri en ég hefði viljað.

Við matarborðið í vikunni ræddum við fótboltaæfinguna sem hann var að koma af og drengurinn talaði um vinsælan strák í liðinu. Ég spurði hvort hann væri bestur en svarið var að það væri hann ekki. "Og hvers vegna er hann þá vinsæll?," spurði fávís ég. Drengurinn sem verður átta ára í júlí hugsaði sig aðeins um og sagði: "Amma ég held ég viti það, ég uppgötvaði það í dag. Það er út af andlitinu," sagði hann og horfði íbyggin á mig.

"Andlitinu hvað meinarðu, er andlitið á þeim vinsælu örðuvísi?"

"Já, amma þú veist andlitið... "

Ertu að meina að andlitið á vinsælu krökkunum sé öðruvísi á litinn eða kannski fallegra?", spurði ég og það stóð ekki á svarinu að það væri einmitt það sem hann meinti."

Og mér varð hálfbrugðið og spurði hvort krakkarnir sem væru duglegastir að læra og stilltastir væru ekki vinsæl?  Nei, það skipti engu.

En þau sem best eru í íþróttum eða í tónlist eru þau ekki vinsæl ?

"Amma skilurðu þetta ekki, það er bara út af andlitinu," og ég spurði áfram hvort hann væri þá vinsæll. Hann varð dálítið kindarlegur og átti erfitt með að svara en sagði svo að eiginlega væri hann vinsæll og bætti svo við: "Og svo er það líka er unglingarnir tala oft við mann, þá er maður vinsæll."

Ég hef velt þessu talsvert fyrir mér og rifjað upp mína skólagöngu. Þá voru þau sem voru dugleg að læra metin og hin börnin báru ákveðna virðingu fyrir þeim. Sætu stelpurnar, þær ríku frá fínum heimilum og best klæddu voru líka vinsælar en í mínum gamla gaggó, Réttó voru þeir sem bestir voru í íþróttum langvinsælastir og skiptu litlu hvernig "andlit" þeirra var.  Ég naut þess í skóla enda æfði ég og spilaði handbolta með besta kvennaliði landsins í mörg ár; minnir að við höfum verið Íslandsmeistarar í ein tíu ár í röð hvort sem var inni eða úti. Og að vera valin í skólalið var mikil upphefð, (Agga Braga var með mér í Íþróttanefnd og í skólaliðinu). 

En að hafa það eitt sér til ágætis að vera snoppufríður finnst mér skelfileg afturþróun. Á heimi afa og ömmu sem alltaf hafa tíma til að útskýra og ræða málin hafa því farið fram miklar umræðir um vinsældir og áhrif; held að það sé aðeins að skila sér inn fyrir höfuðbein enda barnið afburða greint og vel gefið; hvað annað?

Geri mér samt ljóst að þrátt fyrir hæfileika þessa dásamlega dóttursonar til að meðtaka rök þá er við djöful að draga þegar útlitsdýrkunin er annars vegar.

Þakka þér svo Ragnhildur fyrir yndislegar frásagnir af ykkar vel uppöldu dætrum. Trúi ekki öðru en úr bloggi þínu verði hægt að draga saman texta í bráskemmtilega barnabók. Þú yrðir ekki lengi að rumpa því af svo út gæti komið fyrir jólin og afi Maggi gæti lesið fyrir barnabarnið "sögur af systrum úr Logalandi!

Tilvitnun líkur.

Við þetta vil ég bæta að vissulega var útlitsdýrkun allsráðandi á mínum yngri árum rétt eins um aldir eins og saga  mannkyns segir til um. Munurinn er þó sá að það þurfti sitthvað meira en aðeins snoppufrítt andlit til að ná athygli hinna. Andlegt atgervi var ekki síður metið auk þess að hafa eitthvað til að bera sem setti menn feti framar en hina; að skara framúr.

Kannski hefur maður bara gleymt enda eigum við ekki stílfærðar minningar um æsku okkar; maður man það sem maður vill helst muna en hefur gleymt hinu. En svo mikið er víst að snoppufríaðar stelpur og strákar áttu ekki eins angan vinsældarframa fyrir höndum og hin sem höfðu eitthvað meira til að bera.

Því skelfir það mig ef "andlitið" eitt eins og dóttursonur minn telur sig hafa uppgötvað að er hið eina sanna viðmið, þá finnst mér það ískyggileg þróun.


Kraftbirtingarhljómur guðdómsins - Hannes Hólmsteinn og skáldið frá Þröm

 

Það er ekki oft sem skoðanir okkar Hannesar Hólmsteins fara saman en breytir ekki því að ég ber virðingu fyrir hans skoðunum sem í engu þurfa að vera eitthvað rangari eða verri en mínar. Hef meira að segja oft mjög gaman af honum og geri mér fullljóst að ef manna eins og Hannesar Hólmsteins nyti ekki við væri lífið og tilveran grá.

Því get ég ekki annað en lýst yfir stuðningi við hann og hans sjónarmið við skrif á bók hans um Halldór Laxnes. Skáldið hef ég dýrkað allar götur frá því ég las fyrst Sölku Völku fyrir fermingu. Komst að því  smátt og smátt þegar ég las bækurnar hverja á eftir annarri að ég hafði í mínu tungutaki margar af skemmtilegustu orðuræðum persóna hans.

Þær komu frá föður mínum sem kunni Laxness bókstaflega utanbókar og fór með langar orðræður persóna úr bókum hans eins og væru hans eigin. Hann hefur af þeim sökum verið ritþjófur mikill því úr hans munni námum við systkinin og vissum ekki annað en um ósköp venjulega íslensku væri að ræða.

Mín uppáhalds bók hefur alltaf verið Heimsljós og ég held að ég hafi aldrei hrifist eins mikið af neinni bók eins og henni. Lengi vel hreyfði ég mig ekki út fyrir höfuðborgina nema hafa Ljósvíkinginn með í för til að glugga í hana fyrir háttinn. Bókin var af þeim sökum orðin nokkuð þvæld upplesin. Ragnheiður systir mín gaf mér því nýja útgáfu áritaða af skáldinu sjálfu sem þá var orðin fjörgamall og ég held helst að hann hafi ritað ekki löngu fyrir andlátið. Það var Duna sem gerði systur minni þann greiða.

Bókina þykir mér mjög vænt um; ekki endilega vegna áritunarinnar heldur vegna væntumþykju  sem ég þykist skynja að baki gjafarinnar.

Þegar Háskólaútgáfan gaf út fyrir nokkrum árum bók byggða á dagbókum skáldsins frá Þröm í samanburði við Heimsljós Laxness var ég snögg að ná mér í hana og lesa upp til agna.

Í bókinni sem höfundurinn, Sigurður Gylfi  Magnússon gefur titilinn: Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er birt sýnishorn úr persónulegum gögnum Magnúsar Magnússonar - dagbók hans, sjálfsævisögu og bréfum. Magnús var eins og menn vita fyrirmynd Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Mest kom mér á óvart að Kraftbirtingarhljómur gudómsins; þau mögnuðu orð sem lýsa hugarástandi Ljósvíksins eru ekki frá Halldóri Laxness komin, heldur hefur Magnús þau sjálfur um upplifun sína og er að finna í dagbók hans. 

Í gegnum árin hafði ég ýmislegt heyrt um vinnubrögð skáldsins og þeir sem ekki höfðu á honum miklar mætur spöruðu ekki lýsingarorðin þegar þeir með fyrirlitningu sögðu að hann væri ekki neitt skáld. Bækur hans byggðust aðeins á óljósum og ljósum heimildum sem aðrir ættu. Hann hefði ferðast hafði um landið og fengið dagbækur og ýmis gögn frá fólki um horfna ættingja þeirra eða vini. Og því væru sögur hans ekki hans eigin hugarfóstur.

Hvað sem því líður þá er það skáldið sem fært hefur í stíl og það er það sem skiptir máli.

Ég varð því meira hissa en að ég yrði fyrir vonbrigðum við lestur Kraftbirtingahljóm guðdómsins. Því svo var að sjá og raunar sýnt fram á með rökum og samanburði á efni beggja, Halldórs og Magnúsar að Laxnes hafi nýtti sér heimildir ótæpilega við samningu Heimsljóss.

Heilu síðurnar eða jafnvel kaflarnir úr dagbókum Magnúsar Hjaltasonar rata inn á síður Heimsljóss. Lesendur geta á engan hátt áttað sig á öðru en um sé ræða stílbrögð skáldsins. Engin merki eru um að efnið sé úr annars manns penna.

Fyrir mig var þessi lesning mjög fróðleg og ég hafði mikla ánægju af að kynnast frumheimildunum að Heimljósi.

En ég áttaði mig einnig á að Magnús sjálfur var einstakur maður sem hefði getað náð langt ef hann hefði ekki fæðst á kolröngum tíma. Líf hans var ömurlegt svo ekki sé fastar að orði kveðið og hann átti alla tíð á brattann að sækja. Hann bæði fæddist snauður af heimsins veraldlegu gæðum og hvarf á vit almættisins.

Ég hefði gjarnan viljað að Magnús hefði af því spurnir hve mikið hann raunverulega lagði að mörkum fyrir komandi kynslóðir með ritun dagbóka sinna. Vona sannarlega að hann hafi fylgst með þeirri ánægju sem bara ég:aðeins ég ef haft af lestri Heimsljóss sem hann á svo ótrúlega mikið í sjálfur.

Magnús Hjaltason Magnússon hefur síðan verið mér mikið umhugsunarefni. Hann ólst upp og lifði í sama umhverfi og ég fæddist í vestur á fjörðum en frásögn hans gefur  ótrúlega innsýn í hugsunarhátt og líf fólks í kringum aldamótin síðustu. Sem raunar er minn uppáhaldstími í sögunni en mig þyrstir óstjórnlega að vita sem mest um hugsunarhátt og líf fólks á því tímaskeiði. Hvers vegna hef ég ekki hugmynd um.

Þegar fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel og ég skrýðist hlýjustu afurðum dýra jarðar, þá er mér oftar en ekki hugsað til Magnúsar sem illa klæddur og háfsklólaus, gekk yfir heiðar og fjöll til að freista þess að ná í matarbita fyrir svanga munna heimafyrir.

Halldór Laxness er mitt uppáhaldsskáld eftir sem áður og aðdáun mín á honum  er söm. En eigi að síður er ekki hægt a varast að spyrja sig þeirra spurninga að hvaða niðurstöðu Hæstiréttur Íslands hefði komist ef eftirlifandi afkomendur Magnúsar hefðu stefnd Laxness fyrir ritstuld þegar Heimsljós kom út.

Eftir því sem ég veit best átti Magnús aðeins einn afkomanda, dóttur sem ég kynntist síðar. Hún nú látin en hét Ásdís og á afkomendur en hún var orðin fullorðin þegar fundum okkar bar fyrst saman. Hvort þeir gætu eitthvað gert nú veit ég ekki en Landsbókasafn Íslands eignaðist eftir daga Magnúsar það sem hann hafði ritað og er það varðveitt þar.

Ekki veit ég fyrir fullvíst hvernig reglum á fyrri hluta síðustu aldar var háttað um aðgang að efni Landsbókasafns. Hvort að hver sem er hafi haft óheftan aðgang að gögnum sem þar eru varðveitt en svo mikið veit ég að enginn gengur þaðan út með frumgögn og þegar Halldór Laxness ritaði Heimsljós voru engar ljósritunarvélar til. Hann hefði ekki getað skrifað bókina án dagbóka Magnúsar.

Enn Laxnes lagði ávalt mikla vinnu í sín verk og því líklega setið löngum stundum á safninu við endurritun efnis.

Dómur Hæstaréttar nú yfir Hannesi Hólmsteini er gjörsamlega út í hött; í það minnsta viðurlögin við meintum ritstuldi og stingur gjörsamlega í stúf við vinnubrögð skáldsins sjálfs. Spurning hvort pólitískar skoðanir afkomenda Laxness hafi eitthvað með það gera að út í málaferli var farið.

Í mínum huga er náðargáfa eins og skáldskapur langt yfir stjórnmál hafin. Því miður virðast menn láta stjórnast af pólitískum skoðunum fremur en að almennri skynsemi og dýrkun við Mammon. Vona að listrænir afkomendur Laxness lofi okkur í versta falli að njóta þess sem aurarnir hans Hannesar gefa þeim.


Maður getur ekki einu sinni dáið - bankinn á mann með húð og hári!

Fyrir tíu árum tók einn ættingja minna þriggja milljón króna lán í Landsbanka Íslands. Á þessum tíu árum er hann búinn að greiða um það bil fjórar milljónir til baka. Lánið stendur hins vegar í: 3.524.994.- en fimmtán ár eru enn eftir af greiðslutímanum.

Afborgun af nafnverði er tæpar sjö þúsund krónur á mánuði en mánaðarlega greiðir hann um 33.000 og hefur gert undanfarin tíu ár enda um lán með annuitets afborgun að ræða. Yfir 25. þúsund er því beinn kostnaður sem bankinn hirðir. Dæmið lítur svona út:

Afborgun af nafnverði kr.             6.956.-

Afborgun verðbóta                      3.595.- 

Vextir                                         13.615.-      

Verðbætur V/ vaxta                      7.748.-

Tilkynninga - og greiðslugjald          595.-

Samtals:                                    32.873.- 

 

Upphafleg fjárhæð                2.900.000-

Uppreiknuð                           4.550.329.-

Eftirstöðvar nafnv.                2.253.493.-

Áfallnar                                 1.278.457.-

____________________________________ 

Eftirstöðvar                         3.524.994.- 

 

Vextir á þessu láni þóttu mjög hagstæðir eða 7,25%: þrátt fyrir tiltölulega lága vexti miðað við það sem hér gerist, þá á greiðandinn eftir að greiða yfir fimm milljónir af láninu en það kostar sem sagt tæpar níu milljónir að fá að láni 2.900.000.

Dóttursonur okkar hjóna verður átta ára í sumar. Þegar hann fæddist opnuðum við bankareikning á hans nafni og þangað inn hefur lungað af þeim peningum sem honum hafa áskotnast þessi átta ár farið. Yfirlit frá bankanum kemur árlega og þar má sjá hvað bankinn greiðir drengnum fyrir lánið. Og það eru ekki háar fjárhæðir. Er að furða þó bankarnir græði!

Ég veit vel að það verður að vera vaxtamunur á milli inn og útlána; ég veit líka að segja má að fyrir þessar 2.9 milljónir hefði verið hægt að kaupa eitthvað sem kannski hefði margfaldast í verði. Það er ekki spurningin heldur sannar dæmin hér að ofan að bankarnir okra óhugnanlega á landsmönnum: og við látum það viðgangast að vera tekin ósmur.... í rass... af bönkunum án þess að æmta né skræmta.

Þeir halda manni í helgreipum sínum og þeir sem hugsanlega vildu að hreyfa sig á milli landa standa pikkfastir. Bankinn á bílana á heimilinu, húsnæðið og í sumum tilfellum ( þökk sé kreditkortunum ) innanstokksmuni, klæðnað og mat sem menn láta ofan í sig.  

Hvernig eiga menn að komast burtu frá gengistengdum lánum. Bilverðið er langt undir því sem hvílir á flestum nýrri bílum landsmanna. Því eru þeir sem hafa látið bankana hafa sig að fífli og keypt í kapp við mann og annan á eyðslufylleríi undangengina ára í átthugafjötrum og geta ekkert gert nema haldið áfram að vinna og borga.

Í fyllist svo miklum óhug við þær staðreyndir sem blasa við manni þessa dagana. Maður getur ekki einu sinni dáið frá þessu öllu því það bitnar aðeins á þeim sem næst manni standa. Bankinn gefur engum neitt; hann nær í sitt í gegnum Intrum og kröfuvaktina sem eltir menn heimsálfa á milli.

En lærdómurinn sem menn geta dregið af eyðslufyllerí undangengina ára, er vonandi þess eðlis að fólk sjái að það er hægt að lifa án hlutana sem nú eru að kaffæra hvern mann á eigin heimilum. 


Stefanía sigraði - en engin mynd af sigurvegarananum en átta myndir af hinum

 

Las frétt í mbl. í morgun við eldhúsborðið heima og aftarlega blasti við mér fyrirsögnin: Stefanía Svavarsdóttir sigraði í Söngvakeppni Samfés.

Það kom mér svo sem ekki á óvart að þessi hæfileikaríka frænka mín færi með sigur þarna eins og í svo mörgu öðru sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er aðeins sextán ára og á tvíburasysturina Steinunni. Þær hafa alist upp í Mosó og létu sér ekki um muna að vera hæstar yfir skólann sinn. Þær eiga sér ótal áhugamál sem þær hafa nóg að gera við að sinna og auk þess vinna þær með skólanum á kvöldin og um helgar. Virðist ekki koma niður á námsárangrinum 

Ég byrjaði á að skoða myndir sem fylgdu fréttinni en þær voru átta og allar í stæra lagi. En sú sem fyrirsögnin vísaði til var þar hvergi að finna. Sama var með frétt á mbl.is Þar var ein mynd af haug af krökkum sem fylgdust spennt með, en engin Stefanía.

Á þeim ritstjórnum sem ég hef unnið hjá hefði ekki komið til greina að skila frá sér frétt án þess að mynd af aðalumfjöllunarefninu fylgdi með. En kannski eru á því skýringar; í myndum ljósmyndaranna fundust bara ekki myndir að sigurvegaranum. En hvað gera blaðamenn þá. Þeir fara í símann og útvega mynd. Tímaþröng; allt komið á dead-line. Kaupi það ekki því það tekur ekki nema nokkrar mínútur að senda í tölvupósti mynd frá foreldrum eða örðum ættingjum en það vill nú svo til að innan fjölskyldunnar eru að minnsta kosti tveir afkastamiklir ljósmyndarar.

Ragnheiður systir mín á þessar stelpur; eða svo gott sem. Svavar sonur hennar átti þær ungur. Þær eiga ekki langt að sækja sönghæfilekana en amma þeirra í móðurætt er systir Ingibjargar  sem gerði garðinn frægan á árum áður með hljómsveitinni BG og Ingibjörg og allir yfir fertugt ættu að muna eftir. Í föðurættinni eru einnig laglegir söngvar; nokkrir sem hugsanlega hefðu náð að koma sér á framfæri ef nægur áhugi hefði verið fyrir hendi. Einn þeirra tók sig til fyrir nokkrum árum og gerði það got Idolinu. Davíð Smári sem hefur ekki sagt sitt síðasta er sonur Maríu systur okkar Ragnheiðar. Hann undirbýr nú tónleika með Eyva sjálfum og fleiri góðum listamönnum: gott ef þeir eru ekki um næstu helgi.

Og svo er ég sem sjálf er vita laglaus meira en viss um að ég eigi einn fagran söngfugl í felum. Fuglinn sá hefur ekki enn sungið að ráði nema fyrir okkur sem næst standa; mér segir svo hugur að sá tími muni koma að fleiri fái að njóta.

En víst er að það verður gaman að fylgjast með Steinunni í framtíðinni; hún er rétt að byrja og söng lag sitt með ótrúlegu öryggi í Kastljósinu í kvöld. Óska ykkur öllum til hamingju með stelpuskottið, Ragnheiður Vald, mamman, Gunni stjúpi, Svavar og Sonja stjúpa: þið megið vera stolt af þessum elskum. Hef þegar lýst aðdáun minni á sonardætrum þínum Ranka mín; Nú varð Stefaníann sem átti athyglina, næst kemur Steikann. Skilaðu hamingjuóskum til Jóa líka.


mbl.is Stefanía vann söngkeppnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færslan tók sprettinn á undan sjáfri mér

Hér inni stóð un stund pistill sem aðeins var að hálfu lokið eða jafnvel átti ég enn lengra í land við að snurfusa hann. Umræddur pistill var í raun aðeins hugleiðingar um hvað blaðamenn þyrftu að hafa til brunns að bera ef farið væri að kröfum um að á fjölmiðlum störfuðu aðeins þeir bestu.

Inn í skrifin fléttaði ég pistli sem stendur inn á orðrómi mannlífs.is og velti síðan vöngum. Ég vil taka það skýrt fram að ætlun mín var ekki neinn að særa, heldur bera blak af góðri kunningjakonu sem ég stafaði með um skeið á Fréttablaðinu og kann afskaplega vel við.

Ég set sjaldnast inn pistla um leið og ég skrifa þá, heldur læt ég nóttina líða og lít þá yfir skrif mín aftur. Oft er ég ánægðari með þau að morgni. En stundum verð ég afskaplega fegin að að ég skuli halda þessa reglu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband