Færsluflokkur: Fjölmiðlar og fólk

Varð einhver vitni að dauða Asks míns á horni Vitastígs og Grettisgötu

askur_2.jpgdscf0749.jpg010.jpg

Askurinn minn; ljúfurinn minn kæri varð fyrir bíl á horni Grettisgötu og Vitastígs á milli 19-20 fyrir viku síðan.

Hann sem alltaf hlýddi og fór aldrei neitt án okkar lét ekki litla frænda sinn bjóða sér nema einu sinni að fá sér ferskt loft þetta kvöld þegar þriggja ára gamalt barnið opnaði dyrnar.

 Askur mánuði áður en hann dó. Á litlu myndinni er Smári dóttursonur minn í garðinum að leik við Ask og Freyju mömmu hans en þau voru mjög náin.

Við höfum fregnir af því að hann hafi þá rekið augun í hund handan götunnar og fylgt honum eftir. Hann gleymdi öllu öðru og hljóp niður Vitastíginn; uggði ekki að sér og litli líkaminn þoldi ekki höggið og því fór sem fór.

Ég hef verið að reyna að afla mér upplýsinga um þetta atvik og sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri að slysið væri skráð hjá þeim en lögreglan í Reykjavík hafi eigi að síður ekki komið að málinu.

Og haldið ykkur nú; það er ríkislögreglustjóri sem sendir sérsveitina - víkingasveitina sína á vettvang ef dýr lendir í slysi. Jú, þeir eru vopnaðir skammbyssum og eiga að meta hvort aflífa eigi dýr á staðnum!

Sumsé ala 1950. Nei, þeir eiga ekki að kalla til dýralækni sem er með fimm ára menntun að baki og þar af leiðandi sérfræðingur í að meta hvort bjarga megi dýri frá dauða með því að gera aðgerð sem oftar en ekki getur og hefur heppnast; það er að segja hafi sérsveitin ekki verið fyrri til að senda kúlu í höfuð særð dýrs.

Hvers vegna dýralæknar láta bjóða sér að menn án fagkunnáttu gangi í verk þeirra er mér hulin ráðgáta. Auk þess er misjafn sauður í mörgu fé og þetta eru hipp og kúl kallar sem finnst einn hundræfill kannski ekki þess veiði að reyna að bjarga honum.

Þegar Askurinn minn fór voru dætur mínar á hlaupum um hverfið að leita hans. Þær hittu konu sem sögðu þeim að skömmu áður hefði verið ekið á hund. Önnur hringdi samstundis í lögreglu (sem hún hafði þá þegar verið búin að gera og spyrjast fyrir um hvort slys hefði orðið og ekið yfir dýr og þeir ekki kannast við neitt.)

Þá voru menn Halla á leið í með hundinn sem sannað er að ekki dó samstundis upp í Elliðaárdal???? Hvað vakti fyrir þeim veit ég ekki en mér dettur i hug Víðidalur eða dýraspítalinn þar.

UM leið og dóttir mín fékk staðfest að þeir væru með hundinn í bílnum kallaði hún í dýralækni sem var á vakt á stofu Dagfinns 500 metrum fjær. Það datt sérsveitamönnunum ekki í hug.

Sérasveitarmenn Haraldar, þjálfaðir í að meta ástandsslasaðs dýrs komu skjótt og hittu dóttur mína fyrir á slysstað. Lá þá litlim Askurinn minn  aftur í sætinu og var ekki að sjá að þeir bæru minnstu virðingu fyrir dauðanum né eigandanum sem þótti trauðla minna vænt um Ask en barnið sitt.

Hún tók hann í fangið og kallaði nafnið hans og opnaði hann þá annað augað. Honum blæddi trúlega út í aftursætinu í bíl töffaranna; án þess að ég geti um það fullyrt. Óskhyggja dótturinnar hefur kannski verið svo mikil að henni hefur sýnst augað opnast og hann heyra í henni eða ímyndað sér. En ljóst var að hann hafði verið á lífi ekki löngu áður en dýrlæknirinn skoðaði hann þar sem hægt var að greina á lit gómsins hve löngu áður hann komst í hennar hendur Askur varð allur.

Það er okkur mikils virði að vita hvernig þetta bar að og því biðla ég til íbúa í grenndinni sem kynnu að hafa orðið vitni að atburðinum að hafa samband við mig. Eins ef ökumaðurinn sem varð fyrir þessu óláni fréttir af þessu bloggi mínu að hringja í mig.

Það sem sló mig hvað mest er að þegar dóttir mín féll saman og harmurinn tók af henni öll völd yfir missi hundsins Hún grét og grét í taugaáfalli, kallaði nafn hans stöðugt. Lagðist með lífvana líkama Asks í fanginu á gangstéttina, þá kvöddu menn Haraldar ríkislögreglustjóra og áminntu hana um að drífa sig heim. Þeir buðust ekki til að aka henni eða reyna að hugga hana, fara með henni til dýralæknis eða eitt né neitt. Bara fóru og hún lá á gangstéttinni harmi sleginn og gat sig ekki hrært fyrr en dýralæknirinn kom.

Fjarri lagi er að ég áfellist ökumann bílsins. Það þaef ekki að aka nema 30 kilómetra hraða á klukkustund til að deyða svona lítið dýr. Þetta var slys og á því báru dætur mínar sem voru með Ask ábyrgð. Það var þeirra að gæta hans eins og sjáaldur auga síns enda er það rússnesk rúlletta að missa ungan rakka sem finnur lykt langar leiðir út úr húsi.

Við höfum tekið dauða hans afar nærri okkur og dóttir mín kenndi sjálfri sér um. Hún hefur átt skelfilega erfitt og það hefur tekið virkilega á að horfa upp á vanlíðan hennar og sorg.

Það mun hjálpa okkur heilmikið að fá svörun frá sjónarvottum og því það slær kannski á mesta sársaukann.

Askur var af tegundinni Cavlier King Charles Spaniel, 15 mánaða efnilegur rakki. Ég sýndi hann í vor og þá var hann í þriðja sæti í sínum flokki, þótti heldur grannur en fékk excellent og frábæra dóma.

Síminn minn er 8219504 og ég væri meira en þakklát fyrir allar upplýsingar hve litlar þær væru.

Í kvöld er nákvæmlega vika liðin síðan slysið varð. 


Opið bréf Geira á Goldfinger til þeirra sem hrópað hafa á torgum!

Ásgeir bróðir minn sendi mér þetta bréf sem hann skrifaði til varnar dansinum og sjálfum sér. Birti það hér í framhaldi færslu hér á undan:

 

 

Til varnar dansinum - málatilbúnaður hrakinn 

Þá er loksins komin niðurstaða í meiðyrðamál sem ég höfðaði gegn óprúttnum “blaðamönnum” sem slógu upp fréttum um það að ég stæði fyrir mansali.  Málatilbúnaður þessa fólks hefur verið með ólíkindum og svo virðist sem einhverjir aðilar úti í bæ geti farið að fjalla um fólk á meiðandi hátt í blöðum og tímaritum án nokkurrar ábyrgðar.  Í grein sem birtist í tímaritinu Ísafold í fyrra var ég bendlaður við mansal án þess að nokkrar sannanir væru því til staðfestingar í blaðinu.  Fjallað var um mansal og alls kyns glæpastarfssemi því tengdu og látið að því liggja að ég væri á mála hjá einhverjum glæpaklíkum og misyndisfólki. 

Síðan hefur verið hamrað á þessum fullyrðingum af alls kyns fólki sem gleypir þetta hrátt og hafa þessir svokölluðu femínistar verið þar fremstar í flokki og sopið hveljur fyrir alþjóð og hrópað á torgum eins og hér sé um stórasannleik sé að ræða.  Nú er komin niðurstaða sem ég vona að slái á þessar upphrópanir og níðskrif um mig og mína starfsemi.   Ég hef hins vegar velt því fyrir mér, hvað ýmsum blaðamönnum og sjálfskipuðum siðferðisskríbentum gengur til að rakka niður mína persónu og mína starfsemi.   Þar má sjálfsagt finna ýmsar skýringar, en oftar en ekki er um að ræða fólk sem hefur einhverja þörf á að komast í sviðsljósið sem e.k. siðferðispostular, og hefur sjálfsagt á tilfinningunni að það sé að “fletta ofan af” einhverri hræðilegri spillingu og jafnvel glæpastarfsemi.  Þannig hefur nú verið um blessaðan ritstjóra DV og nú síðast í umræddu dómsmáli, son hans, Jón Trausta.  Hann hefur sjálfsagt viljað feta í fótspor föður síns við að reyna að “fletta ofan af” einhverri spillingu eða einhverju þaðan af verra, og hugsað með sér: Ég get nú líka.  Síðan er ég valinn sem skotmark og ekkert slegið af.  Jafnvel eru dregnir inn í umfjöllunina allsendis óviðkomandi menn sem svo vill til að ég hef þurft að hafa samskipti við eða hafa komið við á staðnum hjá mér, og persóna þeirra svert með alls kyns ásökunum sem ekki eiga sér neina stoð í veruleikanum.  Ég tel mig hafa nokkuð þykkan skráp í umfjöllun fjölmiðla og hef fram að þessu setið þegjandi undir öllu þessu blaðri, en vona nú að þetta fari að taka enda, sérstaklega eftir að dómur féll mér í hag í þessu meiðyrðamáli.  Það er alveg skýrt þar að orðum fylgir ábyrgð og menn skuli axla þá ábyrgð, sérstaklega þeir sem skrifa í fjölmiðla. Ég vil aðeins víkja að þessu orði mansal, en það er sú ávirðing sem ég er bendlaður við, sérstaklega af þessum svokölluðu fennístum, en mansal hefur oftast verið skilgreint sem einhvers konar þrælahald þar sem óprúttnir hagnast með sviksamlegum hætti á öðru fólki og neyð þess.

Það er hins vegar fásinna að dómurinn hafi ekki skilið rétt orðið mansal og dæmt út frá einhverjum öðrum forsendum en íslensk tunga segir til um.  Það er andskoti hart ef einhver hópur fólks þykist geta farið að skilgreina hugtök upp á nýtt ef það fellur ekki að smekk þeirra eða skoðun og vill að dómarar taki eingöngu tillit til þeirra einkasjónarmiða og dæmi samkvæmt því.  Ef það er það sem koma skal þarf greinilega að endurskoða allt réttarfar á Íslandi.  Ég held hins vegar að dómarinn í mínu máli hafi skýrt og greinilega haft að leiðarljósi það sem kallað er alþjóðleg skilgreining á mansali þegar hann kvað upp sinn dóm og þess vegna geti femínistar ekki verið að blása málið út með einhverri einkaskilgreiningu sinni sem eru bara fáránlegar. 

Svo virðist sem femínistar geri þetta eingöngu til að halda sjálfum sér áfram í sviðsljósi umræðunnar þó málið liggi alveg ljóst fyrir þeim sem þekkja til. Þess klausu rakst ég á, á vef Háskólans þar sem segir: “Þrælahald nútímans birtist í mörgum óhugnanlegum myndum. Fólk vinnur nauðungarvinnu í verksmiðjum, í landbúnaði, byggingariðnaði og við heimilisstörf. Bændaánauð tíðkast enn, fólk verður ánauðugt vegna skulda og kynlífsþrælkun stúlkna og kvenna er útbreitt vandamál. Mansal færist í aukana og þrælahald er jafnframt algengt á átakasvæðum þar sem börnum er rænt og þau neydd til hermennsku og/eða gerð að kynlífsþrælum”.

Er það eitthvað af þessu sem hér er sagt frá, sem tengist mér eða minni starfsemi?  Eru þessir blaðaskríbentar að halda því fram að ég haldi stúlkum þeim sem hjá mér vinna í ánauð og kynlífsþrælkun. Það hefur alltaf legið kristaltært fyrir hvernig stúlkurnar hafa komið til landsins og að þær sækjast sjálfar í á fá vinnu hér.  Oftar en ekki er það í gegn um tölvupóst sem ég fæ frá þeim að þær biðja um vinnu sem dansmeyjar og komast færri að en vilja.  Svo er gefið í skyn að ég haldi úti einhvers konar kynlífsþjónustu meðal þessara stúlkna, þó ekkert sé til sem rökstyður það.  

Í því sambandi mætti spyrja, hvers vegna í ósköpunum ætti ég að geta krafið stúlkurnar sem hjá mér vinna, um að þjóna viðskiptavinum kynferðislega í rými sem er u.þ.b. tveir fermetrar, þar sem er einn stóll og létt tjöld dregin fyrir?  Ég er hræddur um að allt slíkt væri afar þunnur þrettándi fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum.  Kannski eru aðstæður sem þessar eitthvað sem þessar femínistadömur myndu sætta sig við til ástarleikja.  Þá eru kröfurnar ekki miklar.  

Ég vil bara taka fram að ég sæki um atvinnuleyfi fyrir allar þær stúlkur sem hjá mér vinna, greiði alla skatta og öll gjöld sem varða starfsemina og allt er uppi á borðinu.  Það hefur hver sem er getað skoðað mitt bókhald og skattayfirvöld hafa aldrei séð ástæðu til að finna að neinu hjá mér.  Segir þetta ekki all nokkuð? Þegar ég setti þessa starfsemi í gang hjá mér á sínum tíma var hugsun mín sú að fólk gæti komið þarna saman yfir léttri tónlist þar sem dansatriði léttklæddra stúlkna yrði í forgrunni, en ég hef ávallt verið unnandi kvenlegrar fegurðar.  Þetta átti að vera menningarlegra en þetta venjulega kráarlíf þar sem taumlaus drykkja er oft meginmarkmið þeirra sem þá staði sækja.  Þegar stúlkurnar eru ráðnar er ein krafan sú að þær eigi gott með að tjá sig og vera vel hæfar í mannlegum samskiptum.  Þannig eiga þær að geta gengið á milli viðskiptavina og spjallað við þá um heima og geima ef þeim sýnist svo. 

Þar er þó engin þvingun í gangi, þeim er alveg frjálst að tala við hvern sem er inni á staðnum um það sem þær eða þeir vilja hverju sinni.  Reynsla mín eftir áralangt starf í veitingahúsarekstri er sú að sumir karlmenn eiga erfitt með að tjá vandamál sín fyrir öðrum og í sumum tilfellum er sjálfsmynd ekki nógu sterk vegna erfiðrar lífsreynslu, t.d. eftir skilnað og fleira.  Þessir menn koma oft á staðinn til mín og finnst gott að geta tjáð sig um sín vandamál eða áhugamál við stúlku úr fjarlægum heimshluta, og í framhaldi myndast vinátta og traust sem er aðeins milli þessara tveggja einstaklinga.  Þessir menn koma svo gjarnan aftur vegna góðrar reynslu og ánægjulegra samskipta sem þeir áttu við stúlkuna sem þeir ræddu við síðast og geta áfram létt af hjarta sínu.  

Af skrifum femínista er að skilja að þessi mannlegu samskipti eigi ekki upp á pallborðið hjá þeim og vilja gjarnan setja reglur um þessi samskipti, svo fáránlegt sem það nú er.  Mér hefur virst femínistar óskaplega sjálfhverfur hópur sem vantar meiri heildarsýn yfir hin mannlegu samskipti.  Samskipti kynjanna er flókið fyrirbrigði sem ekki er hægt að klippa og skera eftir einhverri reikniformúlu.  Mín skoðun er sú að karlmenn eigi ávallt að sýna konum fyllstu virðingu og ég líð það ekki á mínum stað að eitthvað annað viðgangist.  Það gæti hins vegar ekki gengið að ég hefði í vinnu hjá mér fiminísta konur með drottningarkomplexa þar sem karlmaðurinn þyrfti að fara einhverja óra-fjallabaksleið til að ná talsambandi.   Slík samskipti eru órar femínista og er tímaskekkja því konur eiga allt eins að geta haft frumkvæði í samskiptum kynjanna eins og karlmaðurinn. 

Hvað dans stúlknanna varðar, þá lít ég á hann sem list og ég hygg að fleiri gerið það sem koma inn á staðinn til mín.  Að vera sífellt að tengja þessari tegund danslistar við klám og saurugan hugsunarhátt þeirra sem á horfa og njóta, er bara vandamál þeirra sem þannig eru þenkjandi og sjá skrattann í hverju horni.  Ég væri þess vegna tilbúinn að bjóða listgagnrýnanda að sitja á staðnum hjá mér eina kvöldstund og virða fyrir sér þessa tegund danslistar og birta síðan dóm sinn í blaði sínu daginn eftir.   

Eins og ég sagði hér að framan, hef ég lagt metnað minn í að staðurinn hjá mér hafi fágað yfirbragð og hef þess vegna þurft að hafa hjá mér gott starfsfólk til að halda öllu í góðu standi.  Ég var svo óheppinn að ráða til mín dyravörð fyrir nokkru síðan, sem ég bar traust til og hélt að stæði undir trausti mínu.  Því miður kom í ljós að hann reyndist ekki starfi sínu vaxinn og brást trúnaði mínum algjörlega. 

Hefur mér í því sambandi stundum verið hugsað til samlíkingarinnar um fjósamanninn sem stal nytinni úr kúnum hjá húsbónda sínum og nýlega hefur verið fjallað um á öðrum vettvangi.  Eftir að ég sagði manni þessum upp taldi ég mig lausan allra mála vegna hans.  En hvað gerist þá?  Þessi sami maður sem ég hafði borið á höndum mér í allan þann tíma sem hann var hjá mér, fór nú að bera út um mig óhróður og gróusögur sem ekki áttu sér stoð í veruleikanum. 

Það sem mér þótti verst var að hann var tíður gestur hjá lögreglu þar sem hann hélt uppi óhróðrinum og það sem verra var, lögregla virtist taka mark á manninum og hefur verið með mig undir smásjá nú um langt skeið.  Allar rannsóknir um ætluð brot og ávirðingar sem reynt hefur verið að klína á mig hafa samt sem áður misst marks og hitt þá sjálfa fyrir sem reitt hafa til höggs.  Mér hefur fundist einkennilegt að lögregluyfirvöld hafa tekið þennan mann trúanlegan sem er fullur af beiskju og reiði í minn garð. Menn ættu að sjá það strax í hendi sér ef misjafnar hvatir liggja að baki ásökunum sem hafa sýnt sig að vera fleipur. 

Svo einkennilegt sem það nú er fór þessi fyrrum starfsmaður minn í samkeppni á þessum vettvangi og fór að reka eigin næturklúbb án tilskilinna leyfa og með dansara sem hafa ekki einu sinni atvinnuleyfi.  Þá þarf allt í einu engar rannsóknir og skoðun á því hvort öll leyfi séu til staðar og farið eftir reglum.  Hvað veldur þessari mismunun yfirvalda?  Og hvar eru feminístar? 

Nú er mál að linni og er ég feginn að öllu þessum málatilbúnaði skuli hafa verið hnekkt með dómi.  Ég vona að ég þurfi ekki að verja hendur mínar vegna ásakana sem ekki er fótur fyrir af fólki sem mér er allsendis óviðkomandi.  Við þá hatursmenn mína (og konur) vil ég aðeins segja þetta: Hættið að fjandskapast út í mig og mína starfsemi.  Hatrið étur ykkur innanfrá.                                                                                      

Ásgeir Þór Davíðsson,.  


Barist hefur verið í áratug gegn hvolpaframleiðslu á Dalsmynni - og fréttamenn hafa lagt sitt að mörkum

Það er hinn mesti misskilningur að enginn hafi gert annað en tuða út í horni og æsa sig upp úr öllu valdi gegn Dalsmynni.

Ég skal  með ánægju upplýsa að frá árinu 2000 skrifaði ég reglulega um Dalsmynni og í hvert sinn sem tilefni gafst til að segja fréttir sem tengdust staðnum kannaði ég vitaskuld málið og skrifaði fréttir ef þar var eitthvað sem átti erindi til fólks. ÉG veit ekki annað en kollegar mínir á örðum fjölmiðlum hafi margir hverjir sagt fréttir af því sem fréttnæmt var þaðan.

Um staðinn var fjallað þegar svo bar undir en því miður gagnrýnislaust; þ.e. Aldrei eyddu aðrir fréttamenn en Jóhanna Sigþórsdóttir sem þá var á DV púðri í að skoða mál og afla gagna. Jóhanna lét ekki mata sig eða var með sjálfskipaða ritstjóra út í bæ sem hringdu í hvert sinn og vildu að hún skrifaði um það sem þeim hentaði enda fagleg og góð blaðakona.

Ég reyndi að hafa svipaðan hátt á og lét ekki mata mig  með því að opna túlann áður en skeiðinni var stundið upp í mig.

Ég fjallaði um staðreyndir og skrifaði til að mynda um alvarlegar sýkingar sem upp komu. leyfisveitingar, og sviptingar. Reglur sem settar voru og yfir höfuð allt sem ég taldi almenningi koma við - einkum hundaeigendum.

Ég lít svo að það sé skylda hvers fréttamann að komast að sannleikanum eða eins nálægt honum og nokkur kostur er. einnig Ég lagð mig fram við að skrifað um Dalsmynni og hunda og hundaeigendur almennt. Þá hafði ég það að leiðarljósi að komast að því sanna í málinu. Oft tókst það en oft  tókst það ekki. En ég lagði mig fram; svo mikið veit ég.

Ég kynnti mér vel hvað þar væri að gerast  í heiminum um það sem hundaeigendur kalla Puppy mills en það eru skelfilegir staðir sem hvergi í hinum siðaða heimi er leyfð, heldur er rekið í felum og er alveg trakin neðanjarðarstarfsemii og hvarvetna bönnuð; nema a ÍSLANDI; já takið eftir á Íslandi er hundaframleiðsla og slæm meðferð gæludýra leyfð með lögum eða réttara sagt skort á lögum

Ég óskaði eftir opinberum gögnum til birtingar og ræddi oftar en ég hef tölu á við Gunnar Örn héraðsdýralækni og plagarafrúna í Dalsmynni auk dætranna.

Ég skrifaði opnugrein í Fréttablaðið á sínum tíma rökstudda með gögnum frá opinberum stofnunum, umælum embættismanna og þeirra sem barist höfðu hvað harðast fyrir að eitthvað yrði gert. Ég ræddi ég við Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra.

Margar langar umræður hef ég átt við yfirdýralækni, skrifstofustjóra og aðra ráðmenn bæði í umhverfisráðuneytinu og landbúnaðarráðuneytinu . Þess utan hef ég sem hundaræktandi og dýrelsk manneskjarætt við þingmenn beint undir fjögur augu auk tölvubréfa sem hafa farið á milli.

Marga fleiri get nefnt eins og allir þeir sem ég hef talað við s.s. hjá Umhverfisstofnun og skrifað fréttir eftir ummælum þeirra.

Stóra spurningin er því; er rétt að málum staðið? Mín skoðun er nei. Það þarf að vinna markvist að þessu máli og gera það faglega. Og það þarf samstöðu og síðan og ekki síst heilindi til að vinna til sigurs.

Skilja má á athugasemd sem birtist  á þessari síðu að engin gerði neitt annað en tala. Það er augljóslega skrifað af fákunnáttu og því skal ég nefna nokkur dæmi máli mínu til stuðning.

Ég hef rætt við formann Dýraverndarráðs Íslands, og aðra sem koma að þeim málum. Um allt þetta skrifaði ég fréttir á sínum tíma en ég hef verið í fríi frá fréttamennsku síðustu tvö ár og því heyrist ekki mikið frá mér.Ég reyni þó að láta ekki mitt eftir liggja og inn á heimsíðu mína sifjar.is hef ég skrifað fleiri en eina grein um Dalsmynnisníðingana.

Næsta verk hjá mér verður að tala við Þórunni Sveinbjarnardóttur núverandi umhverfisráðherra, annaðhvort persónulega og prívat eða í opnu bréfi í fjölmiðlum.

Á þetta bendi ég vegna þess að það eru svo margir nýir hundaeigendur sem ekki þekkja söguna vita ekki hve margir hafa lagt hönd á plóg við að uppræta þá dýraníðslu sem frúin og dæturnar  stunda í skjóli lyga svika og pretta í Dalsmynni.

Einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir því að eitthvað yrði gert til að stöðva ósóman hefur verið; Magnea Hilmarsdóttir með papillon ræktun sína og  ekki síður Aðalheiður M. Karlsdóttir sem búsett er í Þýskalandi með Tópasar ræktun þar sem hún ræktar papillon hunda verið ein aðalsprautan í gagnrýninni á Dalsmynni enda reyndur ræktandi sem man tímana tvenna. Hún kostaði sjálf  (að mestu að minnsta kosti, auk þess sem einhverjir lögðu fram frjáls framlög)  og setti upp síðu; www.stopp þar sem upplýsingum um þetta skelfilega dýraalgeri, Dalsmynni  ásamt Magneu og fleiri áhugasömum hundaræktendum og dýravinum sem vildu allt gera til að stöðva dýraníðsluna þar.

Það þarf því enginn að velkjast í vafa um að það hefur sannarlega verið unnið í málinu. En það er ýmislegt hægt að gera enn. Öll umfjöllun hvaðan sem hún kemur skilar sér. Ég myndi glöð gerast upplýsingafulltrúi félagskapar sem hefði það að markmiði að stöðva hvolpaframleiðslu ef einhver  eða einhverjir nægilega miklir hugsjónamenn tækju sig til og stofnuðu slíkan þrýstihóp.

Sjálf hef ég fylgst með þessu síðan ég eignaðist minn fyrsta hund árið 1999 og þekki þetta mál mjög vel því sem blaðamaður kynnti ég mér það vel og barðist harðri baráttu inn á ritstjórn Fréttablaðsins á sínum tíma til að fá að skrifa um þessi mál; þau þóttu bara svo mjúk og þáverandi fréttastjóri taldi dýrafréttir vera kellingamál.

Á DV hafði ég hins vegar frjálsar hendur og skrifaði þar vikulega um dýr. Ég lét einskis ófreistað ef tilefni gafst til að nefna dýraplageríið á Dalsmynni.

Og ég hef ekki sagt mitt síðasta orð. Því get ég lofað.


Fátt er svo með öllu illt að... - lífið heldur áfram og gleðin opnar rifu á glugga

 

Fátt er svo með öllu illt að ekki sé hægt að gleðjast oggulítið mitt í sorginni. Á sumarsýningu HRFÍ um síðustu helgi áttu afkvæmi Gnár minnar góðan dag; voru bæði í þremur efstu sætum tegundirnar.

 ýmislegt 2007002

 

Sifjar Erpur lúrir hjá sönnum aðdáanda, syninum á heimili þeirra tveggja.

Á deildarsíðu Cavaliereigenda eru skráð helstu úrslit í í keppni á milli þessara dásamlega fallegu hunda. Þar má  meðal annars sjá eftirfarandi:

Opinn flokkur :

1. sæti meistaraefni:

Nettu Rósar Billy, eig. Guðbrandur Magnússon, rækt. Halldóra Friðriksdóttir

 

2. sæti meistaraefni Sifjar Erpur, eig. Guðmundur Jónsson, rækt. Bergljót Davíðsdóttir.Wink

 

3.sæti Sperringgardens Catch Of The Day, eig. María Tómasdóttir, rækt. Leni Louise Nyby

 

4. sæti Óseyrar Beykir, eig. Guðlaugur Guðmundsson, rækt. Hugborg Sigurðardóttir.

 

Úrslit - bestu rakkar tegundar

  1. Meistarastig Nettu Rósar Billy
  2. Eldlilju Bubbi
  3. Sifjar Erpur:LoL

Sifjar Medúsa Eir er eins og Erpur undan Medúsa fyrirsætaGná minni. Þau eru úr sitt hvoru gotinu en allir hvolpar undan Gná hafa verið með fallegri  hvolpum. Gná er mín fallegasta tík og í miklu uppáhaldi há mér þar sem hún er fyrsta tíkin sem ég eignaðist undir eigin ræktunarnafni. Og ég syrgi það að fá ekki fleiri hvolpa undan henni. Auk þess sem hún er með einstaklega ljúft skap. Mérrþykir slæmt að eiga ekki kost á fleiri hvolpum undan henni en Gná mín hefur ekki heilsu til að ganga með fleiri.

En rétt eins og Erpur gerði Medúsa Eir það gott, nákvæmlega eins og hennar er vandi síða hún sótti sína fyrstu sýningu og varð þá valin annar besti hvolpur sýningar 6-9 mánaða. Nú ári síðar sigraði hún í sínum flokki og fékk meistaraefni; hélt áfram upp í opinn flokk og raðaði þar eldri og reyndari tíkum á eftir sér því hún var valin þriðja besta tík tegundar.Flottur árangur það en Medúsa Eir hefur verið með' á nánast öllum sýningum síðan hún var smáhvolakríli og og alla tíð raðað sér í efstu sætin. Ef allt gengur eftir á Medúsa Eir eftir að gera það gott.

 

Myndin hér að ofan er af Medúsu EiDSC01953r en Vilja Jörð er hér að neðan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Unghundaflokkur -tíkur

1.sæti meistaraefni :

Sifjar Medúsa Eir, eig. Steingerður Ingvarsdóttir, rækt. Bergljót Davíðsdóttir.Happy  

 

2..sæti Hnoðra Nala, eig. Arna Sif Kærnested, rækt. Þórdís Gunnarsdóttir   

3.sæti Hnoðra Nótt, eig. og rækt. Þórdís Gunnarsdóttir

4.sæti Eldlilju Daníela, eig. Sigríður Kjartansdóttir, rækt. Þórunn Aldís Pétursdóttir

Úrslit – bestu tíkur tegundar

  1. Leelyn Lillian
  2. Skutuls Karitas
  3. Sifjar Medúsa Eir W00t 
  4. Óseyrar Gríma   

Dömurnar lengst til hægri eru systurnar Medúsa Eir meistaraefni og Vilja Jörð sem ég er svo lánsöm að eiga en hún er í fóstri hjá góðri vinkonu. Systurnar eru mjög líkar en Medúsa  Eir er fyrri til og því nokkuð þroskaðri og þar með komin með meiri fyllingu í andlitið. 

Embla mín er hér að neðan til vinstri en ég kalla hana gjarnan fallegustu stelpuna á ballinu eins og forsætisráðherra vor og virðulegur landsfaðir orðaði svo eftirminnilega og klaufalega um árið. Á myndinni er hún ung; líklega sex til átta mánaða og afar efnileg. Hún hefur flest sem prýða má fallega tík nema hún er í stærri kantinum og er of háfætt. þó hefur hún svo marga augljósa kosti umfram ókosti að það er ekki nema sjálfsagt að rækta undan henni; ekki síst fyrir að Embla er heilsuhraust og afar geðgóð tík sem er kannski ekki annað en dæmigert fyrir tegundina. En samt; hún er enn ljúfari.

Embla UngÞessi úrslit glöddu mig mjög, en bæði eru þau Medúsa Eir og Erpur undan Gná minni sem því miður getur ekki eignast fleiri hvolpa. Sjálf á ég mjög fallega tík undan Gná, en hún heitir Vilja Jörð og er í fóstri hjá vinkonu minni.

 

 

Vilja Jörð hefur ekki verið sýnd eins mikið og Medúsa Eir en þær eru gotsystur og má vart á milli sjá hvor er fallegri. Vilja mín er þó smágerðari og ekki eins bráðþroska og Medúsa Eir. Ég hef því ekkert verið að flýta mér með hana því ég vil að hún sé almennilega þroskuð og nægur er tíminn. Hún hefur þó verið sýnd einu sinni og var þá í öðru sæti á eftir Medúsu Eir, ef ég man rétt.

En Vilja Jörð á framtíðina fyrir sér og bíðið bara; hún á eftir að gera það gott ef rétt er að staðið.

Embla er ekki enn farin að lóða en ég hélt í fyrri viku að hún væri að byrja. Það hefur ekki reynst rétt og ef ég hugsa það betur þá eru allt að átta mánuðir á milli lóðaríia hjá henni.. Ég hef augastað á Kjarna Galdri sem er í eigu bróður míns, Ásgeirs eða réttara sagt Jöru konu hans. Ég reyndi að para hann við Freyju mína en hann hafði ekki kjarkinn til að ganga alla leið, þó að hún stæði eins og stytta með rófuna langt til hliðar og biði.En það er aldrei að vita nema honum lítist á Emblu og því sjálfsagt að reyna enda Galdur fæddur til að para Emblu því hann hefur nákvæmlega það sem hana skortir.

Bæði Erpur minn og Medúsa Eir eru afar heppin með eigendur sem láta sér mjög svo annt um þau og eru dugleg vað sýna þau.

Steingerður Ingvarsdóttir í Mosfellsbæ er eigandi Medúsu minnar og Guðmundur Jónsson og Margrét eiginkona hans, sem nú búa í Hafnarfirði en eru bæði innfæddir Grundfirðingar og bjuggu þar til að byrja með þegar Erpur varð þeirra..

Ég óska þeim innilega til hamingju með árangurinn.


Gunnhildur fyrst kvenna aðalritstjóri á íslensku dagblaði

Gunnhildi óska ég innilega til hamingju og ég efast ekki um að hún muni valda stöðunni með sóma. Konur hafa fram að þessu ekki verið efstar á lista þegar til ritstjóraskipta kemur, nema þá helst á tímaritum. Dagblöðin hafa hins vegar verið afar karllæg þegar kemur að stjórnunarstöðum og þeir gjarnan settir í létt stjórnunarstörf þegar mesta fréttagreddan er fokin úr þeim.

Þeir fá þá gjarnan stöður sem eitthvað heita og eru í vinnunni svona til að sinna léttum verkum sem valda litlu sem engu stressi. Farnir heim klukkan 4 og skreppa frá þegar þeir þurfa. Veit ekki til þess að margar konur sem lengi hafa starfað í blaðamennsku og hafa ekki sömu orkuna og þær yngri til að sinna stressmiklum fréttaskrifum bjóðist slíkar stöður á góðum launum.

Margir ritstjórar gera sér ljóst hve mikill akkur er í að hafa reynslumikla blaðamenn í starfi en reynslan kemur ekki nema með árunum. Margar konur yfir fimmtugt eru afar vel tengdar, kunna vel til verka og geta hlaupið í hvað sem er og sinnt með sóma. Þær kunna fagið og vita hvernig best er að vinna.

Konur eru því ekki síður nauðsynlegar fyrir þekkingu sína og tengsl inn í stjórnmálaheiminn og þjóðfélagið almennt. Reynslumiklar konur sem aðeins eru farnar að grána eiga alls ekki að hverfa af ritstjórnum vegna of mikils álags, heldur ættu ritstjórar að sjá sóma sinn í að bjóða þeim streituminni störf þar sem reynsla þeirra og þekking kemur áfram að notum; í fréttaskrifum líka því það sparar ekki litla vinnu að fletta upp í heila reynsluboltanna í stað þess að þurfa að hringja hundrað sinnum til að fá sömu upplýsingar.

Því eiga konur til jafns á við karla fá að slaka aðeins frá stressinu. Þær nýtast eftir sem áður mjög vel. Yngra fólkið sem fullt er af metnað og greddu er gott í bland við hina eldri og alla hina á milli.

Þær konur sem sitja í ritstjórastólum á dagblaði eru eftir því sem ég best veit er aðeins Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu. Hins vegar var Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri á Þjóðviljanum fyrir margt löngu en ég man ekki hvort hún var aðalritstjóri eða annar tveggja ritstjóra. Er nær viss um að svo hafi verið.
Gunnhildur brýtur í öllu falli blað í sögu blaðamannastéttarinnar á Íslandi. Vonandi boðar það betri tíð með blóm í haga


Dáinn, horfinn harmafregn - samtímamenn að hverfa af sjónarsviðinu

Ég opna ekki svo Morgunblaðið á morgnanna að ég þekki ekki einhvern sem auglýst er að sé látinn eða hans eða hennar minnst í blaðinu.

Eftir því sem aldurinn færist yfir þá hverfa samtímamenn af sjónarsviðinu hver af öðrum. Þegar ég var tvítug þá var manneskja á milli þrítugs og fimmtugs á besta aldri; fólkið sem hélt um taumana í stjórnmálum og öllu félagslíf og stjórnaði landinu.

Þetta fólk hefur verið að hverfa hvert af öðru af sjónasviðinu undangengin ár. Nú síðustu árin er komið að eigin kynslóð; jafnaldrar og mínir, gamlir kunningjar og vinir eru farnir að týna tölunni. Nánast vikulega les ég um einhvern sem ég þekkti vel í eina tíð en hef kannski ekki haft samband við um lengri tíma enda þroskast frá hvort öðru vegna vinnu og áhugamála. Eigi að síður er manni hlýtt til þeirra sem maður hefur arkað með um götur lífsins þó um skamman tíma hafi verið að ræða .

Samfara fjölgar útförum þrátt fyrir að ég hafi ekki lagt það í vana minn að fylgja nema þeim allra nánustu og kærum vinum.

Nú í sömu vikunni  fóru tvær manneskjur sem ég þekkti mjög vel en á ólíkan máta; hvert úr sinni áttinni. Önnur var mér mjög tengd; greindist með krabbamein í lok árs. Síðan hefur allt verið gert sem hægt var en án árangurs. Ég hef ekki enn áttað mig á að hún sé farinn þrátt fyrir að frá upphafi væri ljóst að mín elskulega Unnur myndi fyrr en síðar þurfa að gefast upp. Ég sakna ég hennar sárt. Hin manneskjan  er skólabróðir Magnúsar úr viðskiptafræðinni, árinu yngri en hann ef ég man rétt. Ég  kynntist honum, í gegnum íþróttirnar í gamla daga og hef þekkt hann í yfir fjörutíu ár.

Örn Guðmundsson hét hann og féll frá án þess að hafa kennt sér nokkurs meins áður; féll niður án nokkurs fyrirboða og var allur tveimur dögum síðar. Í hálsi hans hafði stíflast æð sem lokaði fyrir blóðstreymi upp í heila. Hann hefði trúlega aldrei náð sér þótt hann hefði lifað af. Það hefði ekki verið í anda Össa Guðmunds að eiga allt undir örðum og geta ekki spilað fótbolta einsog hann gerði fram á síðasta dag. Útför hans fer fram á morgun og ég efa ekki að hún verði fjölmenn eins marga vini og félaga Össi átti.

Mér finnst þetta ógnvænlegt; minnir mig á að það fer að koma að mér sjálfri og mínum kærustu: hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég verði ekki langlíf.

Minningagreinarnar í Mogga eru nokkurs konar "stadus symbol". Sá sem skrifað er um af sem flestum; einkum þeim virtu og frægu í samfélaginu standa upp úr í augum hins almenna lesenda; þessi, hlýtur að hafa eitthvað til brunns að bera enda skrifa um hann landsþekktir menn..

Ég hef því haft vaðið fyrir neðan mig til að fá smá uppreisn æru eftir dauðann og gert samning við tvo vina minna í rithöfundarstétt að þeir skrifi um mig og ég um þá; eða þannig. Það ætti að lyfta manni aðeins upp úr meðalmennskunni - eftir að maður er dauður enda ekki seinna vænna.


Spjallvefur BÍ kominn í gagnið á ný - blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn af stað nú!

Vefurinn hefur legið niðri í að minnsta kosti tvö ár eða allt að því. Nú hefur hann loks verið tekinn í gagnið á ný og er nú lokaður öðrum en þeim sem sækja um að aðgang. Það er ekki einu sinni hægt að skoða umræður nema vera skráður notandi.

Ekki veit ég hverjir eru þess verðir að fá inngöngu en víst er að það eru fleiri en félagsmenn BÍ. Hver fer yfir beiðnir og samþykkir og hafnar eftir atviku og á hvaða forsendum, veit ég ekki en mér finnst í öllu falli gott að það skuli vera aðeins hömlur á þessu því þannig verður kannski hægt að ræða málefnalega og með kurteisi um það sem brennur á blaðamönnum að tjá sig um og skiptast á skoðunum um málefni stéttarinnar og almennt um fjölmiðlun eins og hún hefur þróast undanfarin ár. 

Ég fanga því að fá spjallvefinn aftur og skora á fjölmiðlamenn að vera duglega að tjá sig inn á spjallinu. Það er ekkert hallærislegt við það en það er ekki laust við að sumum finnist þeir setja niður með að taka þátt í umræðum á opnum spjallvefjum.

Það ætti enginn að setja það fyrir sig nú því press.is er aðeins fyrir útvalda... eða því sem næst þótt ég hafi raunar ekki hugmynd um það. En það er þess virði að láta á reyna.

Og koma svo fjölmiðlamenn allir sem einn og fóðrið þá forvitnu á nýjustu fréttum úr fjölmiðlaheiminum.


Hvatvís, fljótfær og sátt - en syndaaflausn er annað mál!

Jakob Bjarnar vinur minn og fyrrum vinnufélagi bendir mér réttilega á að hæpið sé að líta á dóma hér uppkveða af dómstólunum sem nokkurskonar syndaaflausn; með dómi héraðsdóm hafi ekki endilega sannast að ég hafi unnið frétt mína vel eða kastað til höndum. Á hann þar líkast við mál Bubba Morteins gegn Hér & nú sem Garðar minn góði vinur í séttinni tapaði fyrir dómi.

Og svo ekki sé talað um dóminn sem kveðinn var upp Jónínu Ben. í hag vegna augljósra einkafunda þeirra Styrmis þar sem minna var kannski talað en því meira tjáð með öðrum hætti á þeirra á milli og tölvupóstar þeirra, stolnir eða ekki báru vitni um og ég las orð frá orði á sínum tíma. Það leyndi sér ekki og var síður en svo farið með það í launkólfa hvað þeim fór á milli. Þrátt fyrir það þóttu dómstólum ástæða til að horfa fram hjá þeim staðreyndum sem orð þeirra á milli báru með sér og dæmdu henni í hag fyrir það eitt að DV sagði lesendum sínum sannleikann eins og hann kom lesendum þeirra umræddu tölvupósta fyrir sjónir og ekki gátu farið á milli mála um þeirra samskipti. Eða öllu heldur ástarfundi sem orð þeirra báru með sér. 

Jbg hefur margt til síns máls enda skarpur og vel gefinn maður. Líklega hefur heyrst heldur hátt í mér enda á hvatvísi mín ér lítil takmörk. En eigi að síður þá var mér mjög létt við þennan dóm sem ég vísaði í vegna þess ég var meira en ósátt við dóm siðanefndar.

Hafi nefndinni þótt ósmekklega að Magnúsi vegið var ekki við mig að sakast, heldur við einn viðmælenda minna í fréttinni við yfirmann póstberana sem þóttist alls ekki kannast við málið og sagði augljóslega ekki satt og rétt fráí samtali við mig. 

Mörgum blaðamanninum sem oftar en einu sinni hefur verið kærður til siðanefndar BÍ kann að þykja ég óþarflega hörundsár; blaðamenn taki hvort eð er ekki nokkurt mark á niðurstöðum þessarar nefndar. 

Mikið rétt; margir eru þeirrar skoðunar að hún sé ekki í takt við tímann en eigi að síður er veruleikinn sá að meðal annars við blaðamenn sjálfir höfum samþykkt hvernig hún er samansett  á lýðræðislegan hátt og ber okkur því að fara að þeim lögum sem við höfum sjálf tekið þátt í að móta.

Rétti vettvangurinn er að innan Blaðamannafélagsins fari fram umræður um þessi mál og þar verði tekin upp vinnubrögð í takt við breytta tíma og þróun í blaðamennsku.

Því ber mér eins og öðum blaðamönnum að  taka tillit til þess sem Siðanefnd lætur frá sér fara; hvort sem mínar skoðanir fara að hennar eða öfugt. Þess vegna sárnaði mér sérstaklega þessi úrskurður því að þó fjari fari að ég sé fullkomin, þá hef ég alla tíð haft það að leiðarljósi á mínum ferli að hafa það sem sannara reynist og vanda vinnubrögð mín í þeim efnum.

Að ávinna sér traust viðmælenda sinna tekst mönnum ekki á einni nóttu. Það tekur langan tíma að vinna sér inn það orðspor að vera traustsins verður. Sumir ná því aldrei en aðrir kæra sig kollótta. Ég hef hins vegar talið það mjög mikilvægt í fjölmiðlum að njóta traust enda léttir það manni störfin mjög og talið að mér hafi tekist það á yfir tuttugu ára ferli í þessum bransa. 

Hafi ég átt í einhverjum ágreiningi við viðmælendur mína í gegnum árin, hefur það verið fyrir hreinan misskilning eða ritsjórnarlegar ákvarðanir sem ég hef ekki eðli málsins samkvæmt alltaf haft eitthvað um að segja. Ég hygg að þeir sem hafa unnið á ritsjórnum blaðanna við hlið mér geti borið um það vitni að ég berst ævinlega fyrir því að ekki sé illa að fólki vegið eða að ósekju á síðum þeirra miðla sem ég hef starfað á. Hef frekar þótt heldur aumingjagóð og frekar gert mig seka um að ljúga með að þegja en hitt.

En sannleikurinn getur verið sár og þeir sem um er fjallað hafa oftar en ekki unnið fyrir því að um þá séu sagðar fréttir. Aðstandur hafa liðið fyrir gjörðir þeirra einstaklinga og það er hrein og klár skinhelgi að halda að allt sé í lagi með menn þar til þeir lenda á forsíðum dagblðanna fyrir afbrot sín eða aðrar gjörðir sem þeir hafa gert sér og öðrum til miska. Það er til lítils að stinga hausnum í sandinn eða að skjóta sendiboðann.

Í eðli sínu getur aldrei verið til hinn eini sannleikur, enda er hægt að segja frá á svo margan máta og sannleikurinn er einn í augum eins og annar í augum hins. Hinn eini og sanni sannleikur er afstætt hugtak í blaðamennsku; það er með hvaða augum sá sem vitnar frá sér og hvaða aðferð er beitt við að segja frá eins og allir sem til þekkja vita.

Því er það brýnt að forysta Blaðamannafélags Íslands efni til umræðu um þessi mál eða geri könnun á viðhorfum stéttarinnar til Siðanefndar. Á hún rétt á sér; eða hefur hún dagað upp sem nátttröll, nýtur hún engrar eða lítillar virðingar, eru úrskurðir hennar er einskis metnir? Eða eru það aðeins örfáir kvúrúlantar í hópi blaðamanna sem þannig líta á?

Þessum spurningum þarf að svara og það kostar vinnu og skoðanaskiptai manna á milli  til að fá úr því skorið. Okkar er að þrýsta á endurskoðunar á siðareglum blðamanna og ekki seinna vænna að skora á stjórn BÍ að vinna að því að Siðanefnd ( svo lengi sem hún á rétt á sér í einhverri mynd) starfi áfram með endurskoðum lögum um hlutverk hennar eða...? Kannski er ekki réttlátt að allir blaðamenn með vísan til þeirra fjölmiðla sem þeir starfa hjá fari að nákvæmlega sömu siðareglum.

Stöndum því saman blaðamenn um að knýja fram breytingar sem allir geta sætt sig við og leitumst við að virða úrskurði Siðanefndar rétt eins og hún naut fyrr á árum. Við þurfum sjálf að vinna að því að skoaðað verði með hvaða hætti við gerum breytingar í ljósi fjölmiðlaumhverfisins sem breyst hefur ótrúlega mikið á skömmum tíma. Sjálf berum við ábyrgðina.

 

 


Siðanefnd BÍ nátttröll sem er að daga uppi - áfellisdómur á starf nefndarinnar

Siðanefnd fellst ekki á það sjónarmið kærðu að tölvubréf kæranda til yfirmanns pósthússins í Keflavík hafi gefið tilefni til umræddrar fyrirsagnar. Af lestri tölvupóstsins er augljóst að hann setur fram hugmynd og segir: „mér var að detta í hug hvort einhverjir bréfberar hjá þér væru til í að punkta niður hjá sér hvar hunda væri að finna í þeirra hverfum.“ Og í lok tölvubréfsins spyr hann: „Hvernig líst þér á svona samvinnuverkefni?“. Ekki er með sanngirni hægt að álykta af þessum orðum að hann hafi beðið bréfbera að njósna fyrir sig, heldur einungis sett fram hugmynd um samvinnuverkefni við  yfirmann Íslandspósts í Keflavík.

Úr úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands nr. 8/2005-6

Mikið lifandi ósköp gladdi mig sýknudómur héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Þar með er ég hreinsuð af því mati Siðanefndar að ég hafi unnið frétt mína um að póstburðarfólk á Suðurnesjum njósnaði um íbúa bæjarins um leið og þeir færðu þeim póstinn sinn. Eftir birtingu fréttanna var ég kærð til Siðanefndar en hér í upphafi má sjá hvaða viðhorf nefndin sú hefur til þeirrar skyldu blaðamanna að flytja fréttir jafnvel  þó þær komi illa við einhvern. Með úrskurð Siðanefndar í vasanum ákvað Magnús aðganga alla leið og höfðaði mál á hendur þáverandi ritstjórum þeim Björgvini Guðmundssyni og Páli Baldvin sem komu með litlum fyrirvara að stjórn DV og höfðu þegar þessi frétt var skrifuð aðeins unnið örfáa daga á DV.

Ljóst er að Siðanefnd blaðamanna er ekki nema orðið eitt en langur vegur er frá úrskurði hennar annars vegar og dómstóla í landinu hins vegar. Það sýnir nýuppkveðinn dómur héraðsdóms sem er í engu í samræmi viðskoðanir og mat þeirra sem í Siðanefnd sitja. Siðanefnd úrskurðaði að ég hefðið brotið eina meginreglu siðanefndar sem kvæði svo á að blaðamenn ættu að vanda umfjöllun og framsetningu við fréttaskrif sín.

Mér fannst að starfheiðri mínum vegið í þessum úrskurði kollega minna og hef allar götur síðan átt erfitt með að sætta mig við niðurstöðurnar.

Sjálf vissi ég að ég hafði unnið að heilindum og fyrst og fremst vegna þess, þá þótti mér brotið á mér og réttlætiskennd minni var brugðið. Auk þess að með slíku viðhorfi kollega minna í Siðanefnd mátti skilja að ég væri óheiðarleg manneskja og ég gerð að viðsjárverðum blaðamanni sem ekki væri treystandi

Það var alveg sama hverjar fréttir okkar á DV voru á þessum tíma; þær voru marklausar í augum almennings; menn kærðu sig ekki um að heyra þær ef málstaður okkar gæti orðið betri við það. Sú neikvæða umræða um DV og flesta þá blaðamenn sem þar störfuðu hafði meiri áhrif á okkur blaðamennina en fólk gat gert sér í hugarlund. En það mál er ekki til umfjöllunar hér heldur þau vonbrigði sem ég varð fyrir þegar siðanefndin hafði úrskurðað í málinu. Á dauða mínum átti ég von en ekki að ég nefndin myndi úrskurða mér í óhag.

Nokkrar stéttir í landinu hafa innan sinna vébanda siðanefnd sem úrskurðar meðala annars um það hvort menn hafi gerst brotlegir í starfi gagnvart þeim sem þeim ber að þjóna. Þegar ég heyri fréttir þess efnis að menn hafi fengið vítur frá eigin starfsfélögum, þá flögrar upp í huga minn að viðkomandi hljóti nú að vera maður sem best væri að halda sig fjarri. Það er ósjáfrátt sem það gerist og allgjörlega án þess að ég hafi kynnt mér málið.

Það gætu allt eins verið ofsóknir gegn þessum eina manni sem starfsfélagar hans standa fyrir eða maðurinn er kannski langt á undan sinni samtíð og kollegar hans vita bara ekki betur? Hvað veit ég enda fylgdi það ekki fréttinni.

Einmitt vegna ófullkomnunar okkar mannanna barna lít ég það alvarlegum augum þegar mínir eigin kollegar úrskurða mér í óhag og segja óbeinum orðum í úrskurði sínum að ég hafi bæði verið löt og hyskin og látið hjá líða að tala við við fólk sem skipti máli. Ég hafi ekki verið starfi mínu vaxin samkvæmt úrskurði kollegana.

Blaðamenn sem fjallað er um fyrir siðanefnd sem úrskurðar að þeir hafi ekki unnið samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru kunna að fá á sig einhvers konar stimpil sem slæmir fagmenn meðal almennings. Á hinn bóginn er ekki mikil hætta á því að blaðamenn innan stéttarinnar líti svo á enda vita þeir betur. Siðanefnd Blaðamannafélagsins er ekki annað en nátttröll sem dagað hefur uppi. Á úrskurðum hennar er ekki takandi mark og þeir hafa ekkert gildi lengur. Enda taka fæstir fjölmiðlamenn lítið sem ekkert mark á úrskurði hennar Hvernig á líka annað að vera þar sem starfsreglur Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands er ekki í neinum takti við breytt fjölmiðlaumhverfi hér á landi síðustu ár.

En ég kalla ekki allt ömmu mína og ætti alls ekki að leyfa mér að vera sár yfir mjög svo óréttlátum úrskurði nefndarinnar þar sem augljóslega er horft til einnar hliðar. Ástæða þess að ég tók úrskurð nefndarinnar nærri mér var að ég var höfð fyrir rangri sök. Samviska mín var hrein og klár; ég vandaði mig við vinnu mína og hafði ekkert gert sem hægt væri að deila á mig. Það var því mitt lán eftir allt saman að þetta mál skyldi fara fyrir dóm. Og hvílíkur áfellisdómur yfir okkar margumræddu siðanefnd... Héraðsdómur var í einu og öllu ósammála Siðanefnd Blaðamannafélags íslands eins og lesa má hér.

Allt fór þetta mál af stað, þegar mér barst í janúar fyrir bráðum tveimur árum ábending um að póstútibústjórinn í Keflavík héldi ræðu yfir póstburðarfólki áður en það héldi út á morgnanna til útburðar. Yfir því var þrumað að muna eftir að telja hundana fyrir Magnús. Og skrásetja samviskusamlega hjá sér hvar í húsum sé að finna hunda og hve marga á hverjum stað.

Ég þekkti til Magnúsar og hafði talað við hann vegna vinnu minnar. Magnús er sómamaður og góður dýralæknir eftir því sem ég kemst næst. Ég hafði ekki nokkra ástæðu til að fara illa með Magnús eða gera hann tortryggilegan í augum lesenda minna; þvert á móti vildi ég komst i botn í þessu máli því ég leit á það sem alvarlegt mál ef stjórnsýslan væri farin að leita til fyrirtækja um að njósna um fólk. Póstinum væri ekki treystandi lengur. Mig langaði alls ekki að klekkja á einum né neinum enda er það ekki það sem blaðamaður hugsar um þegar honum berast  ábendingar um eitthvað sem skoða þurfi nánar.

Í mínum huga er það alvarlegt mál ef stóri bróðir er farin að hafa alla anga úti til að njósna um borgarana. Hundar í þetta sinn en hvað næst?

Skatturinn gæti beðið póstinn um að kanna hitt og þetta sem hann þyrfti að vita og hver og einn gæti beðið póstinn að safna upplýsingum um okkur hin án þess að við hefðum hinn minnsta grun um að verið væri að skoða lífshætti okkar!

Ef það er ekki fréttnæmt og á ekki erindi til fólks að hugsanlega gæti blaðburðarmaðurinn, pósturinn eða hver sem væri að villa á sér heimildir. Meðfram sínu starfi sem við þekkjum viðkomandi fyrir gæti hann jafnframt verið að vinna skýrslu um lífshætti okkar og venjur í þágu stjórnsýslunnar, tryggingafélagana og hinna ýmsu markaðsfyrirtækja sem hefðu hag af slíkum upplýsingum.

Beiðni Magnúsar um samstarf við póstútibústjórann er ekki annað  óskir um að njósnað sé um íbúa sveitarfélagsins. Og það er bæði fréttnæmt og alvarlegt mál að nokkrum embættismanni skuli detta í hug að vinna á þann hátt.

Því skoðaði ég þetta mál frá mörgum hliðum talaði við fjölda fólks og skrifaði tvær fréttir um hvað þarna væri í gangi. Ég vann fréttirnar eins vel og mér var unnt en þegar mér berast upplýsingar í gegnum  heimildarmann sem ekki getur eðavill tjáð sig opinberlega, vanda ég sérstaklega til vinnu minnar; einmitt þess vegna.

Þeir sem unnu hjá póstinum vildu ekki tjá sig í fjölmiðlum og pósthúsútibústjórinn í Keflavík sagði mér hreinlega ósatt þegar hún svaraði að ekki kannaðist hún við beiðni Magnúsar og vísaði öllum spurningum mínum á bug. Ekki fór á milli mála í mínum huga að konan sagði ósatt enda eins og áður sagði fullyrti Magnús að hafa sent henni viðkomandi bréf. Auk þess sem framburður heimildarmanna minna var samhljóma. Frá yfirmanni sínum, Önnu Maríu höfðu þau tekið við skipun um að vinna að hundatalningu og njósnum um lífshætti bæjarbúa í starfi sínu við póstburðinn.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sá hins vegar ekki nokkra ástæðu til að almenningur fengi að vita af þessu athæfi Póstsins. Mín skoðun og hinna á ritstjórn var hins vegar sú að okkur bæri skylda til að segja frá þegar stjórnsýslan aflaði upplýsinga um fólk án þeirra vitneskju. Heita það ekki njósnir en í íslenskri orðabók eru njósnir skilgreindar á eftirfarandi hátt: "að leita vitneskju með leynd“.  Fyrirsögnin sem notuð var endurspeglað nákvæmlega það sem fréttin fjallaði um og þann veruleikann sem bjó að baki.

Ég skil Magnús Guðjónsson vel; það er ekki þægilegt að í fjölmiðlum sé fjallað um fljótfærni okkar eða mistök í starfi. Nú er það ekki svo að ég hafi talið mikla vá fyrir höndum. E þetta snýst ekki um það, heldur er hlutverk blaðamanns að veita aðhald einkum og sér í lagi þegar stjórnsýslan á í hlut

Kjarni þessa máls er réttur almennings til að fá upplýsingar um störf og starfsaðferðir hins opinbera. Frétt mín hafði augljóst fréttagildi og það myndi fela í sér aðför að hlutverki fjölmiðla í lýðræðisþjóðfélagi ef tjáningarfrelsi blaðamanna yrði skert að því marki að ekki mætti fjalla um ráðagerðir stjórnvalda, sem í besta falli geti talist vera á mörkum þess að vera lögmætar.

Ég get ekkert annað en fundið til með Magnúsi núna. Hann vissi ekki betur en treysta mætti siðanefnd blaðamanna og með sigur að baki ákvað hann að fara allal eið og stefna okkur. Hugsunarskekkja vanþekking á störfum Siðanefndar varð honum að falli. Þeir gerðu sérekki ljóst að úrskurður Siðanefndar hafði ekkert með það að gera hvernig málið færi fyrir dómstólum. En ég á Magnúsi gjöf að gjalda fyrir að  halda áfram og fara með málið fyrir dómstóla gerði hann mér stóran greiða. Með því hreinsaði hann mig af þeim áburði sem á mig hafði verið borin í úrskurði Siðanefndar. 

Og hér er niðurlag úrskurðar Siðanefndar í máli Magnúsar gegn mér en Siðanefnd skipa eftirfarandi:

http://press.is/press.php

 „Framsetning DV í báðum þessum efnum, og sérstaklega forsíðufyrirsagnir 20. og 23. janúar, er því verulega ónákvæm og villandi og ekki í samræmi við 3. grein siðareglna BÍ þar sem kveðið er á um að blaðamaður vandi upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu.  

Úrskurður Ritstjórn DV telst hafa brotið gegn 3. grein  siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Brotið er ámælisvert.

Reykjavík 22. maí 2006

 

Hjörtur Gíslason,  Jóhannes Tómasson, Brynhildur Ólafsdóttir, Salvör Nordal,   Sigurveig Jónsdóttir

  • es. Bið menn að afsaka hve oft orð eru fest saman en bilið á tölvunni minni virkar svona illa; þarf að láta laga það um leið og opnar því þetta er óþolandi og seinlegt að skrifa svona..

Inngrip eigenda í umfjöllun fjölmiðla þeirra og ófríði ritstjórinn á DV

Fyrir tveimur vikum eða svo skrifaði ég pistil um afskipti Hreins Loftssonar stjórnarformanns Birtings af efni og efnistökum ritstjórna blaðanna sem Birtingur gefur út.

Pistilinn var hálfskrifaður og átti ekki að birtast fyrr en fullunninn. Ég þurfti að standa upp frá skriftum og vistaði það sem komið var á blað en studdi ranglega á "vista og birta ", en ætlaði vitaskuld að aðeins að festa þau skrif sem þegar voru komin á skjáinn.

Líklega hef ég komið innan við klukkustund síðar að tölvunni og áttaði mig þá á vitleysunni og snarlega tók ég færsluna út. Þessa stuttu stund náði Jónína Ben í skrif mín enda nær nef hennar lengra en flestra annarra þegar Bónusfeðga ber á góma. Þeir eru eins og flestir vita hennar stóra og mikla áhugamál.

Mér þótti leitt að hálfunnin skrif mín væru á flakki, því það sem Jónína náði að afrita var eins og fyrr sagði aðeins uppkast. Ætlun mín varð að laga til þennan pistil og setja hann inn eins og ég vildi hafa hann. En bæði hef ég verið upptekin við annað og ekki mátt vera að því að henda þessu inn auk þess sem ég átti í mestu vanda með að takmarka skrif mín. Mér lá svo mikið á hjarta.

Því hefur það komið mér í opna skjöldu hve margir hafa áhuga á að lesa þessi skrif því ófá tölvubréf hefur mér borist frá hinum og þessum, búsettum hérlendis og erlendis. Óska menn kurteislega eftir að fá að lesa pistilinn í heild sinni og spyrja hvað hafi orðið um hann.

Ég sé því ekki annað en ég verði að hyskja mér í að ljúka skrifum mínum, stytta og snyrta og setja þennan pistil síðan inn. Ætla að reyna að gera það á morgun.

Það var hins vegar skrýtið að fylgjast með því hvernig Jónína tók á málum. Þóttist ekki vita að bloggarinn ég væri fyrrverandi blaðamaður á DV sem hefði gert henni "skráveifu" (hennar orð, ekki mín) með skrifum um hana á sínum tíma þegar tölvupóstamálið kom upp.

Þar með opinberar hún að varasamt sé að taka mark á því sem hún skrifar því það er alls ekki sannleikanum samkvæmt að hún hafi ekki vitað um tengsl blaðamannsins og bloggarans. Hún vissi fullvel um þau, nema skammtímaminnið sé eitthvað að bresta hjá henni blessaðri.

Fram hjá mér hefur ekki farið reiði hennar í minn garð síðan ég skrifaði nærmyndina af henni; líklega þá bestu sem ég hef skrifað og þær voru ófáar greinarnar sem ég skrifaði um fólk meðan ég var á DV.

Auk þess er það barnalegt af Jónínu að vera að ergja sig út í blaðamenn fjölmiðla sem eru aðeins að vinna það sem fyrir þá er lagt, afla upplýsinga um það sem fólk vill lesa og segja fréttir af tilteknum málum. Hún á að vita að það liggur ekki neitt persónulegt þar að baki enda fyrr mætti nú vera vinnubrögð mín og annarra stéttarfélaga ef við leyfðum okkur að fjalla aðeins um þá sem okkur hugnaðist.

Þess utan hefur hún allgjörlega misskilið skrif mín því ég var alls ekki að hampa einum eða neinum í pistlinum góða sem ekki átti að birtast. Þvert á móti var ég að lýsa vonbrigðum mínum með að stjórnarformaður og tengiliður við eigendur skildi voga sér að gera athugasemdir við skrif og efnistök ritstjóra S&h, um vinnuveitenda þeirra beggja, Jón Ásgeir.

Lét ég þess getið að Jón Ásgeir kynni honum varla miklar þakkir fyrir þá misskildu hollustu við hann. Enda væru slík vinnubrögð aðeins til þess gerð að sýna fram á að kannski hefðu þeir sem talað hafa mest um afskipti eigenda af ritstjórn fjölmiðla, rétt fyrir sér eftir allt saman. 

En varðandi pistilinn sem kom og fór. Allt kemur þetta þegar ég hef tíma til að laga þennan pistil minn og þeir sem hafa skrifað mér tölvupóst og óskað eftir að ég sendi þeim þetta skrifelsi mitt, eru vinsamlega beðnir að sýna þolinmæði.

En af Jónínu Ben er ekki skafið og get ég ekki annað en metið hana fyrir hreinskilnina. Gaman væri að vita hve margir átta sig á um hvorn ritstjórann hún er að tala á bloggsíðu sinni í dag þar sem hún bloggar um ritstjóra DV. Ekki feimin við að segja frá raunum annars þeirra í gufubaði í Vesturbæjarlauginni og kallar hann; "þann ófríðari." Ég þekki báða og hef unnið með báðum skipperunum. Er því ekki í vafa um hvorn þeirra hún á við!

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband