Á hvaða tungumáli hugsa blaðamenn á visi.is?

Inn á vísir.is rakst ég á þessa fyrirsögn en oft hefur mér blöskrað en nú er ég bara steinhissa. Öll getum við gert mistök og það hefur oftar en ekki komið fyrir mig að skrifa leiðinda ambögur í texta mínum. En ég fullyrði að neðangreind fyrirsögn hefði aldrei komist alla leið í gegn á þeim fjölmiðlum sem ég hef unnið á.

Ég get mér þess til að það sé einhver einn á vísisvakt og sitji við og reyni að sýna dugnað sinn með því að dæla inn efni. En betur er heima setið en af stað farið ef þetta er afraksturinn. En kannski er fyrirsagnarritari orðin svona þreyttur að orðin snúast við í höfðinu á honum.

Ekki allir fangar fá dagleyfi

Mjög strangar reglur gilda um dagleyfi fanga og eru slík leyfi háð ýmsum skilyrðum. Ekki er sjálfgefið að fangar fái leyfið þrátt fyrir að þeir séu búnir að afplána þriðjung refsivistarinnar.

Almennt gildir að þegar fangi hefur afplánað þriðjung refsivistar getur hann sótt um svokölluð dagleyfi utan veggja fangelsa. Þó verða fangar í það minnsta að hafa setið inni í eitt ár og í fjögur ár ef viðkomandi fangi hefur verið dæmdur til langrar refsivistar. Í helgarblaði DV í dag er ítarleg grein um afbrotaferil Rúnars Bjarka Ríkharðssonar
...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband