Að forða sér með skottið á milli lappanna

 

Ég velti fyrir mér viðbrögðum Valdimars L. Friðrikssonar við stórtapi hans í prófkjöri Samfylkingarinnar. Hans svar er að segja sig úr flokknum. Það hlýtur að vera einhver önnur ástæða fyrir furðulegum viðbrögðum hans en að hann kunni ekki að tapa.

Mér hefur alltaf fundist tapsárir menn, litlir menn. Í mínum huga er það skortur á þroska að geta ekki sætt sig við tap. Nú þekki ég ekki þennan mann nokkuð skapaðan hlut, veit ekki hver uppruni hans er eða hvað hann hefur afrekað og hverju klúðrað. En svo mikið er víst að hann kynnir sig ekki þannig að hægt sé að bera virðingu fyrir honum.

Það er sárt að tapa. Ég þekki það sjálf og get vel sett mig í spor mannsins. Að upplifa sig lúser innan hópsins er alveg skelfilega erfitt. Efst er manni í huga að taka á sprett og forða sér á brott. Fæstir láta það eftir sér, heldur þrauka. Valdimar kýs að forða sér með skottið á milli lappanna. Því velti ég fyrir mér hvort úrsögn hans úr flokknum fyrri hann þeirri ábyrgð mæta í í vinnuna það sem eftir lifir vetrar? Þarf hann ekki að gera neinum skil á sínum mætingum og sinni vinnu? Getur hann bara farið í felur og þarf ekki lengur að horfast í augu við samþingmenn sína sem HANN telur að líti hann vorkunnaraugum og telji hann allgjöran lúser? 

              ---------------------------------------------------------

Viðbrögð Árna Johnsen eru svipuð við umræðunni um heiðarleika hans. Hann á erfitt með viðurkenna að hann hafi gert mistök. Ég held að viðbrögð hans stjórnist ekki af siðblindu, heldur af misskildu stolti og skömm. Ég get líka sett mig í spor hans en mikið óskaplega er það vanhugsað að koma fram eins og hann gerir. Maðurinn ræður greinilega ekki við tilfinningar sínar og lætur þær hlaupa með sig í gönur.

...segir forvitna blaðakonan sem er farin að sálgreina menn. En svona er að vera hokin af reynslu og þroska.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mæltu (kven)manna heilust.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.11.2006 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband