Orðið á götunni ekki með á nótunum

 

Orðið á götunni var lengi að kippa við sér og menn þar voru ekki með fréttina um Reyni og bakhjarlinn fyrr en í kvöld. Það var hins vegar Denni sem skúbbaði eins og svo oft áður. Hann veltir því fyrir sér i ánægjulegri kaldhæðni hvers vegna allir fjölmiðlar fóru jafnt af stað. Vissi enginn af hinum eða lásu allir bloggið hans? Orðið á götunni má svo sannarlega fara að leggja eyrun betur eftir því sem hvíslað er á götuhornum ef þeir ætla að standa undir nafni.

Því er til að svara að fyrir helgi voru umræður um þetta komnar á fullt skrið. Á sunnudag fékk ég það síðan endanlega staðfest að rétt væri að Baugur stæði á bak við Reyni. Þá loguðu allar símalínur í bransanum og menn kjöftuðu sig hása. En það skal ekki af Denna tekið að hann er skúbbari mikill. Því verður gaman að fylgjast með því hvort hann hefur hitt naglann á höfuðið og Svanhildur Hólm verði með ungann sinn á forsíðu Ísafoldar þegar það kemur út.

Ef ég þekki minn mann, Reyni rétt, þá hefur það klárlega flogið í gegnum huga hans að fá þá mætu konu á forsíðuna sína. Og honum er ekki alls varnað og aldrei að vita nema honum hafi tekist það. Kannski að þeim þyki það ekki eins leitt og þau láta, Bergman - Hólm hjónunum að baða sig í sviðsljósinu. En Reynir fær engu að síður prik fyrir ef sú verður niðurstaðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband