Allt veit Reynir

 

Reynir hringdi í mig í dag til að segja mér að það væri Baugur sem ætti með honum útgáfuna. Eins og ég vissi það ekki. En hann lagði óvenjulega mikla áherslu á að troða því inn í minn ljúfa koll að það væri Baugur en ekki Jón Ásgeir.

Og svo spjölluðum við um hunda, bækur, fjölmiðla og allt og ekkert eins og við erum vön. Síðan kom athugasemd um Hjálmar Blöndal. Og það fóru að renna á mig tvær grímur. Ekki gat hann verið búin að lesa þessar örfáu færslur frá mér hérna. Á blogginu sem ég setti af stað í bríari í gær...? "Bíddu minn kæri hvaðan kom þetta"?, spurði ég og hann hló bara. En jú, hann var búinn að lesa nýja bloggið mitt, svo að segja áður en ég sjálf skrifaði það. Hvar hann fann það veit ég ekki en Reynir var ógurlega leyndardómsfullur þegar ég gekk á hann með það. Sagði að ekkert færi fram hjá honum. Það visssi ég svo sem fyrir, en ekki að hann væri með augu og arma allsstaðar.

Reynir vildi ekki játa að Svanhildur Hólm yrði á fyrstu forsíðu Ísafoldar. Ég var hins vegar búin að fá það staðfest annarsstaðar. Hann gerði tilraun til að neita, en kjaftaði svo af sér þessi elska. Ég er á hinn bóginn hundsvekt yfir því, vegna þess að fyrir um það bil þremur vikum talaði ég lengi við Loga í þeim tilgangi að fá þau á Mannlíf. Ég vissi það ekki þá að Reynir kallinn hafði verið með vaðið fyrir neðan sig og þegar tryggt þau til sín.

Svona er þessi fjölmiðlaheimur; eins gott að vera snöggur og maður getur ekki annað en nagað sig í handabökin fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við. Ljóst að það er hörku slagur framundan. Eins gott að bretta upp ermarnar og fresta ekki til morguns því sem hægt er að gera í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband