Birtíngur til London

 

Birtíngur eins og hann leggur sig er á leið til London um helgina (starfsmenn fyrirtækisins auðvitað). Menn fara í tveimur hópum en sá fyrri leggur í hann í fyrramálið og sá síðari á laugardagsmorgun. Ætlunin er að skemmta sér saman á árshátíð og hrissta saman hópinn um leið.

Ég sem er óskipulagðari en nokkur manneskja sem ég hef haft spurnir af ætti að vera gera allt annað en rita þessar línur hér því ég er ekki farin að svo mikið sem hugsa um það hverju ég ætla að skrýðast við það tilefni. Enn síður hef ég hugmynd hvernig ég ætla að lengja sólahringinn til að geta komið frá mér þeim verkum sem ég á ólokið áður en ég held af stað.

Hve oft sem ég lofa sjálfri mér því að vera nú tímanlega í því og draga ekki allt til síðustu stundar, breytist ekkert. Þetta er ljótur ávani sem veldur því að ég er alltaf yfirspennt og stressuð. Nokkrir dagar fara í að stressa mig upp áður en ég byrja. Þegar ég loks hef mig af stað er svo skammur tími til stefnu að ég sit í stresskasti við að klára. Ég þoli þetta ekki en geri mér þetta samt. Mér segir svo hugur að fleiri blaðamenn kannist við þessi vinnubrögð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband