Hvað hefði breyst með sme?

 

Bæði Pétur Gunnarsson og Denni tala um ritstjóraskipti á DV en hver á sinn máta. Denni spyr hvort nýir ritsjórar á DV kunni að segja satt? Það get ég fullvissað Denna um að sannleikurinn vefst ekki fyrir þeim sómamönnum. Ég þekki þá Frey Einarsson og Óskar Hrafn ekki af öðru en vera menn orða sinna. Þeir eru báðir eldklárir gæðadrengir og hafa verið að gera góða hluti með DV í sumar.

En allt er þetta dálítið skondið. Á meðan sme dundaði sér við að senda Andrési Magnússyni uppsagnarskeytið, var hann í hörku viðræðum við Ara hjá 365 miðlum, um að koma aftur og taka við DV. Ef ég þekki hann rétt hefur það kitlað hann en samkvæmt heimildum Péturs var það Sigurður Guðjónsson sem kom í veg fyrir það.

Sá sami Sigurður sem einnig á útgáfufélagið Birtíng, vissi líklega ekki að með því halda sem fastast í SME, var hann að öllum líkindum að koma í veg fyrir að Birtíngur fengi þá þungavigtarmenn og núverandi ritstjóra DV, Óskar Hrafn og Frey yfir til Birtings.

Sigurjón tók með sér tvo fréttastjóra og son sinn, Janus þegar hann fór á Blaðið. Hann hefði varla farið þaðan án þeirra. Ekki sé ég fyrir mér að það hefði gengið upp að Óskarr Hrafn og Freyr yrðu áfram í vinnu á DV með sme og hans fólki ef það hefði gengið eftir. Ekki er vafi á að þeirra hefði beðið starf hjá Mikka sem tekið hefði þeim meira en fagnandi enda réð hann þá báða til starfa á DV á sínum tíma og þekkir til verka þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband