London er hryllilega dýr!

London er dýr! Er komin til baka eftir tveggja daga dvöl. Útkeyrð á sál og líkama. Það er varla að það sé fyrirhafnarinnar og peningana virði að fara þangað. Það tekur óratíma að komast í gegnum allt eftirlitið á flugvellinum. Og annan eins tíma að komast til og frá vellinum. Og Oxfordstreet á sunnudegi! Úff!

Við vorum á hóteli niður við Thames; rándýru með lélaga þjónustu. Ekta uppahótel þar sem kellingar eins og ég finna sig alls ekki. Má ég þá biðja um eitthvað lítið og notalegt. Síðan ég var að fljúga hef ég forðast svona hótel. Fékk mig fullsadda af þannig lífi. Við hjónin höldum okkur frekar við lítil hótel eða gistheimili þar sem þjónustan er persónuleg. Líki því ekki saman að búa þannig fremur en á stórum kassahótelum. Er fegin að fera komin heim og tíkurnar mínar voru ekki minna glaðar að sjá mig en ég þær. Þær misstu sig alveg í gleðinni og er ég vel sleikt og knúsuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að London sé dýrari en Reykjavík! Að vísu er eitthvað aðeins ódýrara að fara út að borða, en allt annað er svívirðilega dýrt. Og á Oxford Street fer ég ekki aftur í þessu lífi. Ojbarasta.
Svo ætlaði ég bara að segja þér af því sem ég las eftir einhvern lækni í blaði um daginn að það kann víst ekki góðri lukku að stýra að kyssa gæludýr á munninn. Þú getur endað æpandi á slysó með einhver ógeðsleg sníkjudýr innan í þér!

kk

Þórunn Hrefna

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 23:50

2 identicon

Þórunn, daginn sem Begga hættir að kyssa Gná sína verður dagurinn sem önnur hvor þeirra geispar golunni.....

Brynja Björk (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 15:02

3 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Rétt Brynja mín; þarna hitturðu naglann á höfuðið.

Þórunn Hrefna; Beynja veit hvað hún er að segja. Hún er nefnilega búin að stúdera hundana mína og allt að því panta hvolp undan Gná minni. En þessi læknir, er annaðhvort brjálaður hundahatri, heimskur eða hreinn og klár lygari. Trúðu ekki orði af því sem hann heldur fram. Mínar tíkur eru ekki eitraðri en, sjálf ég, nema síður sé. Og ég er við hestaheilsu nema dj... reykingarnar hafi þegar unnið sín þokkaverk á mínu fína skrokki. En þær munu drepa mig langt á undan mínum hjartans hundum. Enda hefur hann ekki heyrt doktorinn þau vísu orð sem eru enn í fullu gildi að "hundstungan græðir en kattatungan særir."

Já, ég veit að þú vilt mér bara vel mín kæra Þórunn Hrefna.

Forvitna blaðakonan, 11.10.2006 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband