Taumlaus foringjadýrkun í Framsókn

 

Þeir lesa augljóslega ekki bloggið mitt þeir Pétur og Denni, nema þeim finnist spurning mín svo arfa vitlaus að hún sé ekki svara verð. Ótrúlegt þykir mér að ég hafi orðað spurninguna svo illa að þeir hafi ekki áttað sig á hvað ég var að fara. Það var augljóst og ég hefði þess vegna getað spurt hreint út: Er það taumlaus foringjadýrkunin í Framsókn sem hefur komið veg fyrir að þingmenn og flokksmenn hafa setið með stein í hjarta allan þennan tíma og ekki sagt múkk vegna þessa máls.

Ég gat ekki skilið Hjálmar Árnason öðruvísi í Kastljósi í kvöld. "Maður stendur með formanni sínum," sagði hann. Í mínum huga er það ekki annað en flokkseinræði og ég spyr: Hvernig er að vinna innan flokks þar sem ekki má segja múkk og menn þurfa að bíða eftir línunni frá formanninum áður en þeir tjá sig um mál? Svo mikið veit ég, að ekki færi ég vel í þeim flokki. Það er kannski þess vegna sem ég hef aldrei starfað innan stjórnmálaflokks þrátt fyrir að hafa átt þess kost nokkrum sinnum í gegnum tíðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband