Mistök Fréttablaðsins og Hugrún

Ég er sammála Pétri Gunnarssyni um frétt Fréttablaðsins í morgun, þar sem rætt var við Dofra Hermannsson. Rak í rogastans þegar ég las þetta. En ég er ekki sammála honum um að Hugrún hafi vísvitandi unnið þessa frétt í annarlegum tilgangi eða misnotað aðstöðu sína í pólitískum tilgangi. Ég er heldur ekki sammála um að ábyrgðin sé hennar.

Ég þekki Hugrúnu ekki nema af góðu einu. Hún er dugleg fréttakona og heiðarleg. En hún hefur ekki langa reynslu, raunar mjög skamma, hefur aðeins verið í blaðamennsku í eitt og hálft ár. Því lít ég svo á að ábyrgðin sé fyrst og fremst fréttastjóranna eða vaktstjóranna sem eiga að leiðbeina fólki. Þeir eiga líka að fara yfir fréttir og senda þær til baka með athugasemdum ef þær eru ekki í lagi. 

Ef sá sem var á vakt hefði unnið vinnuna sína, hefði fréttin ekki farið svona í gegn. Nú nema fréttastjóri hafi óskað sérstaklega eftir vinnslu fréttarinnar á þennan hátt. Sé ekki fyrir mér að þau Trausti, Sigga eða Arndís vinni þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Begga, vissi ekki að ég ætti allar þessar spurningar hjá þér að neðan, kíki við 1-2svar í viku   ég verð að vísa þér á þingmennina sjálfa, með Írak, þeir eru fullorðið fólk, ég vann einu sinni fyrir þá en ekki lengur. Verð samt að segja að Guðni hefur t.d. alltaf verið sjálfum sér samkvæmur í þessu og það er rangt að sleggjan ein hafi gagnrýnt þetta. Ef þú ferð inn á mitt blogg undanfarna daga og eltir hlekkina sérðu það sem ég hef sagt um þetta mál frá haustinu 2004.

En með hana Hugrúnu þá held ég að það sé algjörlega óhugsandi að blaðamaður geti gert svona mistök í ógáti, þarna er verið að leiða hjá sér og sleppa staðreyndum sem skipta máli,  Auðvitað er ábyrgðin á endanum vaktstjóranna en ég sé fyrir mér að þeir hafi getað gert þau mistök að lesa þetta ekki, hitt er óhugsandi nema manneskjan sé svona gjörsamlega yfirgengilega vanhæf í starfi, sem þú vilt ekki meina að sé og ef hún hefur unnið við fréttir í ár hefur hún hvort sem er enga afsökun fyrir að þekkja ekki Dofra.  Vaktstjórarnir gerðu mistök og bera ábyrgð á birtingunni en þeirra mistök eru kæruleysi og vanrækslusyndir, traust á blaðamanninum. Ekki gott en á endanum afsakanlegt. Hitt lyktar langar leiðir, það sjá allir sem þekkja til á ritstjórn og þekkja til vinnubragða við vinnslu frétta. Ég hef verið í hlutverkum beggja og hefði viljað reka hana á staðnum þótt hún hefði ekki annað en skilað mér þessari ömurð til yfirlestrar.

kv,

Petur (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband