Mannlíf eykur lesturinn um tæp 70%

medallestur_timarit

Það var meira en ánægjulegt að sjá árangur starfa sinna, þegar könnunin um lestur tímarita var birt í morgun. Í nýjustu könnun Capacent á lestri tímarita í nóvember eykst lestur á Mannlífi milli ára um tæp 70%. Lesturinn í október í fyrra var 14,8% en blaðið tók stórt stökk og og fjölgaði lesendum í 22,4% í nóvember í ár. Þar með er Mannlíf mest lesna tímarít á Íslandi um þessar mundir.

Auðvitað er ég sæl og glöð enda sýnir sig að Forvitna blaðakonan ég, Kristján Þorvaldsson, Guðmundur Arnarson og fleira gott fólk, erum á réttri leið. Aukning frá því í maí í vor frá því Reynir vinur minn Traustason yfirgaf skútuna og tók að undirbúa blað sitt Ísafold, er einnig umtalsverð en við sem stöndum að blaðinu tókum við því á miðju sumri. Þetta er ekki síður rós í hnappagat Mikka Torfa en hann kom einnig til starfa um svipað leyti.

Það er alltaf gaman að finna meðbyr og sannarlega hvetjandi að finna að fólk vill lesa það sem maður leggur sig allan fram um að skrifa. Til samanburðar er DV mitt gamla blað með 0,2% minni lestur en Mannlíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju.  Þið eruð með besta blaðið - lang besta.

Helga Gísla (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 17:07

2 identicon

Blessuð

Samkvæmt töflunni er Birta mest lesna tímaritið og síðan kemur Myndir mánaðarins. Engu að síður góð frammistaða.

Stefán Unnarsson (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 17:24

3 identicon

Birta og Myndir mánaðarins eru fríblöð og flokkast varla til tímarita, væri nær að kalla þetta pésa.  Flott hjá ykkur Mannlífsmönnum og til hamingju.

Dóri (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 18:50

4 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Vissulega en það miðar sig enginn við fríblöð eða auglýsingabæklinga sem bornir eru inn í hvert hús, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Fjandinn þakki það, þó að þessi blöð séu lesin, það væri nú annð hvort að fólk fletti þeim.

Við gerum nákvæmlega ekkert annað á könnunartíma en leggja okkur fram um að vera með gott blað. Það hefur greinilega fallið mönnum í geð.

Forvitna blaðakonan, 5.12.2006 kl. 19:40

5 identicon

"Bornir eru inn í hvert hús, hvort sem mönnum líkar betur eða verr." Omg, Begga. Er þetta konan sem ég var að starfa með á Fréttablaðinu á sínum tíma? Farin að hljóma eins og Bíbí. Naumast að afstaða fólks getur breyst eftir því hvar það þiggur sinn launatékka.

Annars krossbrá mér þegar ég las það sem Reynir skrifar á blad.is, fyrir ykkar hönd:

Nýjasta könnun Capasent varðandi lestur tímarita felur í sér slæm tíðindi fyrir skemmtiritið Séð og heyrt. Blaðið fellur úr rúmlega 35 prósentustiga lestri í maí 2006 undir ritstjórn Bjarna Brynjólfssonar og niður í 23 prósentustig nú. Þetta er eitt mesta fall sem sést hefur frá því mælingar á lestri tímarita hófust. Á sama tíma er Hér og nú með 16,8 prósentustiga lestur og dregur saman með skemmtiritunum. Nýtt líf tekur einnig djúpa dýfu og mælist með 16,3 prósentustig í stað 19,3 stig áður. Kristján Þorvaldsson, ritstjóri Mannlífs, má vel við una því tímarit hans hans heldur sínu og vel það frá seinustu könnun og mælist með 22,4 prósentustig í lestri sem er tæpu stigi undir sérstakri könnun sem gerð var á lestri blaðsins í fyrrahaust og tveimur prósentustigum undir bestu könnun blaðsins á seinustu tveimur árum. En hástökkvarinn í Fróðasamsteypunni er þó Bleikt og blátt, undir ritstjórn Guðmundar Arnarsonar, sem eykur lestur sinn´um 25 prósent ...

 Hélt að þið væruð bara grátandi með ekkasogum þarna uppi á Lynghálsi. En gott er nú að sjá að hverjum augum lítur hver silfrið. Og allir kátir!

Bestu kveðjur Begga mín,

Jakob

Jakob (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 22:10

6 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Það er ekki að spyrja að því Jakob minn að loks þegar heyrist frá þér, þá heyrist frá þér svo um munar. En ég er sama Beggan Jakob minn en með breyttum vinnuveitendum, breytast viðhorfin. Ekki neitt óeðlilegt við það; þannig virkar samkeppnin. En það breytir ekki því að mér þykir vænt um blöðin í Skaftahlíðinni og það fólk sem þar starfar. Mér þykir líka vænt um Reyni minn, þó ég sé í bullandi samkeppni við hann. Hann er vinur minn eftir sem áður og við tölum saman í síma um hunda og menn.

Við megum ekki persónugera þetta og falla í þann pytt að líta gamla vinnufélaga hornauga; alls ekki. Því þegar upp er staðið Jakob minn, þá vitum við aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Hver veit nema við eigum öll eftir að sitja hlið við hlið að nýju? Það er nú ekki lengra en tvö ár síðan við umrædd unnum af kappi í Skafahlíðinni og stóðum saman og hlógum sem ein manneskja í reykpásum.

Þetta með maímánuð og Séð og Heyrt; það er skýring á því. Þá var blaðinu dreift frítt.

Og að lokum minn kæri Jakob. Ef þú þekkir mig sem ég veit að þú gerir, þá gef ég sjálfri mér kredit fyrir þessari aukningu líka þó að Kristján sé ritstjóri. Við vinnum blaðið í samvinnu og erum reyndar þrjú því Guðmundur er með okkur. Þú veist vel hvernig kaupin gerast á eyrinni hans Mikka, ekki satt?

Gaman að heyra frá þér kallinn og klappaðu Tóta mínum þéttíngsfast á bakið. Og svo ekki sér talað um þina spússu.

Forvitna blaðakonan, 5.12.2006 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband