Færsluflokkur: Vefurinn

Ekki plagar minnimáttarkenndin og feimnin konurnar þær!

Ég fékk eftirfarandi bréf sent frá góðum vini og til að sýna þann dásamlega kjark sem fastagestir á vefnum barnaland.is búa yfir birti ég þetta hér. Elsku stúlkan sem ritaði bréf á sinni bjögðu ensku var ekki feimin þó ekki kynni hún mikið fyrir sér í tungumálinu. Hún bað vinkonurnar á vefnum um aðstoð og það plagaði hana ekki að opinbera kunnáttuleysi sitt fyrir hinum Þær eru sannarlega ekki haldnar minnimáttarkennd eða ótta við álit annarra dömurnar sem þar skiptast á skoðunum.

En hér á eftir fer bréf stúlkunnar sem hún ritaði á bjagaðri ensku og síðan þýðing yfir á íslensku á bréfi hennar eins og hún ritaði það: 

16. ágúst 2007 klukkan 02:36
Ein barnalandskelling sem kann ekki mikið í ensku og ætlar að senda Fischer
Price framleiðendum bréf varðandi gölluð leikföng...:

okei takk æðislega
ég er geggjað slöpp í ensku sérstaklega að skrifa hana getiði sagt mér án
þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu
bréfi hehe

Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray
:)
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer
and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the
big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????

I hope you can anther stand what I am writing :)
And thank you

Respectfully,

xxxx

geri henni ekki að birta nafn hennar



En það þýddi ein/n þetta fyrir hana yfir á íslensku eins og að Fischer
Price fólkið myndi skilja þetta... Og hefði ekki verið dásamlegt að vera fluga á vegg þegar bréf hennar hefði verið lesið af því mæta fólki?

Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en
ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra
landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá
stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta
betur?????

Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa :)

Virðingarfyllst
xxxxxxxx

Fullyrt er að greina hafi mátt tengsl á milli hláturskastsins sem reið yfir barnaland um
nóttina og jarðskjálftans í Perú!!!

Þeir sem vilja skoða þetta nánar geta skoðað allan þráðinn hér að neðan.

http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx\?advid=7193759&advtype=52&page=1



Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband