Færsluflokkur: Hundar

Hvolparnir orðnir fjögurra vikna og gerast nú fegurri með degi hverjum

Heimasíðan mín www.sifjar.is er í upplyftingu og endurvinnslu. Hún hefur ekki verið uppfærð síðan í haust vegna þess að ég hef ekki komist inn til þess. Ég nenni ekki að útskýra hvers vegna því ég er orðin svo þreytt á þeim hjá Vodafone.

En hvað sem því líður þá er loks komin skriður á málið og ég fundið nýja hýsingaaðila sem halda einnig utan um síðuna og aðstoða mig. En á meðan ég hef ekki sifjar.is þánota ég þessa.

Hvolparnir hennar Emblu minnar eru orðnir fjögurra vikna og farnir að murra eins og dúfur og takast aðeins á. Þó eru hreyfingarnar enn mokkuð hægar og þeir velta auðveldlega um koll í gönguferðum sínum utan hvolpakassans.

útrásar Valkyrjur Norðursins...hölluðu undan fæti... 048Hér er ungamamman með litl krílin sín. Myndin var tekin þann 7.apríl en þá voru hvolparnir um það bil tveggja vikna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband