Brátt fer að verða "skemmtilega" fundarfrært að nýju á ritstjórn Birtíngs

Illugi Jökulsson minn gamli og góði vinnufélagi, ritstjóri með meiru er mættur til starfa.Það er vinalegt að sjá hans einstöku sænskættuðu bifreið lagt fyrir utan vinnustað minn að nýju. Rauði Volvoinn hans Illuga er ákaflega táknrænn fyrir manninn og það eru líklega komnir ár og dagar sem hann hefur ekið á þessum bíl.

Fyrst man ég eftir honum innar í götunni í húsi Þýsk Íslenska. Þar unnum við bæði hjá Genialoga Islandurum, miklu spútnikfyrirtæki sem fór lóðrétt á hausin eftir árið. Illugi var að skrifa Öldina síðustu, fyrir Jóhann Pál, en ég varð að vinna að bók um ættir manna og skrifa ítarefni um merkismenn og konur sem hægt var að finna heimildir um. Það er svo merkilegt með þessa eðalbifreið að þótt að milljón aðrir bílar séu á planinu, sér maður bara þessa einu bifreið. Það er bara ekki hægt að komast hjá því. Bifreiðin er Illugi holdi klædd, svei mér þá og ég held að alla mína ævi muni ég horfa á Illuga sjálfan þegar ég sé svona bifreið. Hann er hún og hún er hann, svo einfalt er það 

En leiðir okkar Illuga lágu saman á þeim mæta vinnustað.  Við vorum eigi að síður tæplega málkunnug eftir það ár, enda vann hann ekki á staðnum, kom aðeins uppeftir annað slagið. Illugi er heldur ekki sú manngerð sem tekur eftir einhverju sem hann þarf ekki að veita athygli.

Á DV var ekki hjá því komist að kynnast ritstjóra sínum. Það var heldur ekki hjá því komist á endanum en að festa á hann ást. Eins ólíkir þeir Mikael Torfason og hann eru, þá eiga þeir það sameiginlegt að miðaldra blaðakonur, lesist kona festir á þá ævilanga ást sem hvorki tíminn sjálfur ágreiningur né táradalur fær grandað. Og nú er hann kominn til að ritstýra að nýju - því miður bara allt öðru blaði og á allt öðrum forsendum en hér í eina tíð. Ég el þó þá von í brjósti að það fari að vera "skemmtilega" fundafært að nýju. Svo ekki sé talað um þegar fréttastjórinn fyrrverandi og ritsjórinn Reynir kórónar það og mætir á svæðið. Þá verður mér hugsað til stressandi krísufunda eftir hádegi á föstudögum á skrifstofu Illuga, sem voru engu líkir. En alltaf skemmtilegir. Hvernig átti annað eins að vera þegar fjórar manneskjur, eins ólíkar hverjum meðalljóni og hugsast gat, létu gamminn geysa og köstuðu á milli sín hugmyndum sem oftar en ekki varð úr forsíða sem tók öllum öðrum fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband