27.2.2007 | 16:39
Hafliði hefur svar við öllu
Einhverntíma í byrjun mánaðarins skrifaði ég pistil um vexti í Glitnisbanka í Noregi og kallaði eftir skýringum hjá vinu mínum Hafliða fjármálaspekúlant Fréttablaðsins.
Líklega les Hafliði ekki bloggið mitt enda fátt um fína drætt hér undanfarnar vikur. En einhvern pata hefur hann haft af þessum skrifum mínum því hann svaraði mér inn á gestabókinni þar sem of seint var að kommenta. En hér er svar Hafliða:
Sæl Begga sá ekki bloggið um vextina og ákallið til mín fyrr en heimild til athugasemda var útrunnin. Stærsta ástæðan fyrir þessum mun á vöxtum heitir íslenska krónan. Grunnvextir hennar eru mun hærri en á þeirri norsku. Til skamms tima miklu hærri og til lengri tíma þá treysta menn ekki myntinni betur en svo að hún ber álag, þrátt fyrir verðtrygginguna. Annars er ekkert sem bannar manni að taka óverðtryggt lán í norskum krónum og þá fær maður svipaða vexti og norðmenn, en tekur á sig gengisáhættu, af því að maður er með launin sín í íslenskum krónum sem gætu tekið upp á því að rýrna. kveðja Hafliði
Því er spurningin; hvort er meiri áhætta að taka lán í norskum krónum með 3.75% vöxtum, engri verðtryggingu en hættu á að íslenska krónan lækki. Eða lán hér með 5% vöxtum, verðtryggingu og engri vissu fyrir að launin mín hækki til jafns við verðbólguna?
Ekki get ég ímyndað mér að gengismunurinn verði nokkru sinni eins dýr og hinn kosturinn. Og svo hlýtur að vera hægt að breyta láninu í íslenskar krónur ef maður sér allt stefna í voða.
Hafliða þakka ég fyrir að svara mér en ég sakna þess að hafa hann ekki nærri mér. Sú var tíðin að ég þurfti ekki annaði annað en snúa hausnum til hægri ef mig vantaði svör við hinum ýmsu spurningum, hvort sem þær vörðuðu heimilisbókhaldið eða þýðingu á orði og allt þar á milli. Hafliði hafði alltaf svar á reiðum höndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Athugasemdir
Sæl aftur Begga mín. Þeir voru oft fínir dagarnir á gamla róðrarbátnum í Þverholti og á Suðurgötu. Þakka hlý orð. Sniðugast er sennilega að taka myntkörfulán, en ekki á meðan að krónan er jafn sterk og hún er í dag. Það hafa reyndar margir spekingarnir farið flatt á að spá fyrir um þróun gjaldmiðla, en ég myndi veðja á að hagstæður tími til að fara yfir í erlent lán gæti verið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Ég ferðast ekki mikið um bloggheima; mest af þessu er eins og flóðbylgja óritstýrðra lesendabréfa í cybergeimnum. Hef víst nóg annað að gera. Kíki þó stöku sinnum á gamla kunningja til að vita hvort þeim heilsist ekki sæmilega.
kveðja
Hafliði Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.