Legg hér með til að Birtíngur styrki mig til fatakaupa; ég mæti kl.08.30 og allir græði

Að vera feit og falleg; nokkuð til í því með konur á mínum aldri. Það væri líka hið besta mál ef ég stæði ekki fyrir framan fataskápana á morgnana korter eftir korter til að finna eitthvað sem hægt er að draga uppfyrir læri. Og ef með miklum tilfæringum það tækist er stóra vandamálið eftir; að hneppa um mig miðja.

Fínnt og ég fyllist mikilli gleði og held áfram við morgunverkin, svartur expressó, blöðin, hleypa hundunum út og gefa að borða. Og það stendur á endum; ég er um það bil að kafna... já þrátt fyrir að ég, hægt og rólega setjist við elhúsborðið án þess að braki í saumi.

Nei, það þýðir ekki; aftur fara nokkur kortér í að finna eitthvað annað sem sprettur örugglega ekki utan af mér þann daginn í vinnunni. Fyrir vikið er Reynir búin að hringja í tvígang og spyrja hvort ég sé ekki alveg að koma. "Jú, jú  Reynir minn ég er rétt um það vil að ganga úr um dyrnar," svara ég og trúi því sjálf að innan tveggja mínútna verði ég kominn út í bíl.

En það bregst sjaldan; ég drattast inn úr dyrunum í vinnunni klukkustund of seint. En öðlingurinn Reynir er ljúfur að vanda. Hann verður svo glaður að ég skuli loks vera mætt að hann gleymir að skamma mig.

Spurning hvort Birtíngur mynd ekki græða með því að styrkja mig til fatakaupa núm er 42-44 og vinna það til að ég mæti á réttum tíma. Þessari hugmynd er hér með komið á framfæri.

Eða....mæta í kolaportið til Bryndísar Schram og finna passleg föt á fimm hundruð kall. Las það einvherstaðr í gær eða morgun. Það er margt vitlausara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Blessuð vertu hann er örugglega búinn að bölsótast yfir því að þú sért ekki komin, og því ætti hann ekki svo að verða dauð feginn þegar þú drattast í vinnuna. Þó svo hann fari nú ekki að skammast þegar þú loksins ert mætt líka!!!

Sverrir Einarsson, 5.4.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Seint koma sumir .... en koma þó.

Annars mundi ég alveg þyggja styrk í ræktina

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 6.4.2007 kl. 00:25

3 identicon

Velkomin í klúbb 42 og stærra !!!  Þeir segja að þetta fylgi aldrinum, trúi því ekki og hamast í ræktinni á hverjum degi, gengur barasta ágætlega var alla vega í 44 + ! Sammála þér með húsið mitt það er á besta stað og veistu mér finnst ég hafa flutt til útlanda, þetta er algert æði !!

Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 23:12

4 identicon

BEGGA! Síðustu tvær færslur eru eins og ég hafi skrifað þær sjálf! Þetta er NÁKVÆMLEGA vandamálið sem ég glími við. Ég er orðin þessi 72 kíló (búin að bæta á mig átta kílóum á innan við ári) og allur fataskápurinn minn er ónothæfur. Ég er svo brjálæðislega geðvond yfir þessu öllu saman, hundskamma Svenna, hatast út í vinkonur mínar mjóu og vil ekki fara út því ég er alltaf í því sama og eina sem passar.

Ef þú finnur töfralausn láttu mig vita (mér finnst að fjölmiðlafólk í útvarpi og blöðum eigi skilið fatastyrk.)

Kv. Þórhildur Ólafs

Þórhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband