Skelfilegir páskar

Þetta voru skelfilegir páskar en oftast hefur mér liðið vel þessa fimm daga. Kann því vel að vera heima og gera ekki neitt. En núna lá ég þá alla og í morgun var ég bæði máttlaus og aum. Ætlaði ekki að komast í vinnu en eftir að blóðið komst aðeins á hreyfingu hef ég náð smá krafti. Má alls ekki við því að vera lasin í dag þar sem mikið er að gera í vinnunni.

Veit í raun ekki hvað hefur verið að gerast þessa dagana og það var ekki fyrr en á páskadag að ég frétti hver vann þetta leiðinlega X-Facktor. Eins og það sé það sem skiptir máli í lífinu! Hef sjaldnast horft á það nema með öðru auganu en ætlaði að fylgjast með þessum síðasta þætti. Var sofnuð enda hef ég meira eða minna sofið frá því á fimmtudag. Ekki furða að ég sé máttlaus!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Velkomin á fætur og farð varlega með þig (það gerði ég ekki) því annars áttu á hættu að leggjast aftur helmingi lasnari og í lengri tíma.

Þú ert ekki ein um að hafa ekki séð þessa ómissandi þætti, gæti ekki nefnt nokkurn þáttakend þó ég ætti lífi mínu að bjarga. Ekki finnst mér ég vera neitt verri maður þrátt fyrir það....held að þetta sé "alveg must áhorf" hjá ákveðnum aldurshóp....þessum sem er hægt að selja hvað sem er hehe.

Sverrir Einarsson, 10.4.2007 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband