Heilsan lokaði á kosningasjónvarpið

Heilsan sá til þess að ég var sofnuð fyrir miðnætti. Það hefur aldrei gerst síðan ég komst til vits og ára enda hefur mér þótt kosningasjónvarp eitt það skemmtilegasta sem ég fylgist með. Það var eftir öðru; mest spennandi kosninganótt í fjölda ára. Og ég missti af öllu saman. Verst þótti mér að vakna um morguninn og fá fréttir af því að stjórnarómyndin héldi velli.

Ég hef verið að vinna í nokkrum kosningunum og var hugsað til þeirra daga. Hvað ég saknaði þess því fátt er meira spennandi en vinna á fjölmiðli þessa fyrstu daga eftir kosningar þegar allt er opið. En lífið er ekki alltaf eins og maður kýs; einum kafla lýkur og annar hefst. Eiríkur vinur minn Jónsson segir gjarnan að þegar einar dyr lokist að baki, opnist aðrar nýjar. Og að ganga inn um þær dyr þurfi síst af öllu að vera verra en loka hinum á eftir sér.

Ekki frá því að þetta sé rétt; ná heilsu og kanna þær dyr sem standa mér opnar. Hef þegar þurft að halla aftur nokkrum en vona að ég geti lokið þeim upp fyrr en síðar. Það stendur víst bara á mér því þeir sem innan dyra búa eru tilbúnir að opna upp á gátt. Hugsunin um það hjálpar mér að byggja upp heilsuna. Það skal takast; annað eins hef ég nú tekist á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það að horfa á kosningasjónvarpið fram eftir nóttu var eins og að horfa á spennandi bíómynd og missa af endanum. Ég sá þetta fyrir og lagði mig rúmlega eitt til þess að vakna þegar úrslitin loks birtust. Ég óska þér góðrar heilsu.

Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 17:14

2 identicon

Láttu þér batna Begga mín! :)

Arna

Arna Schram (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband