16.6.2007 | 16:20
Svartur litur á bílum augljóslega hæstmóðins í ár
Ég brá mér á milli bæja hér eystra fyrr í dag. Svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir það að dóttursonurinn var með og til að stytta honum stundirnar skiptum við liði og eignuðum okkur liti á bílunum sem komu á móti okkur.
Svarti liturinn var öruggur sigurvegari og í það minnsta þriðjungi fleiri svartir bílar í akstri en bílar í öðrum litum. Drengurinn taldi gula og þrátt fyrir augljósan skort á gulum bílum sigraði hann með yfirburðum því engar athugasemdir voru gerðar við að traktorar og önnur landbúnaðartæki væru talin með. Jafnvel olíutankar við bæi voru taldir. Og svo voru amma og afi náttúrulega ekki að gera neinar athugasemdir þó 23 yrðu að 33 á augabragði.
Keppnisandinn var mikill og ég mæli með slíkum bílaleik þegar óþreyjufull börn eru innanborðs.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.