Milljón dollarar í budduna si svona!!

"Your email address won $1 Million USD in our computer generated lottery of internet users,you are advised to send your full name,age,occupation,address,tel & fax numbers to facilitate the release of your winnings prize."

- VINTAGE ONLINE SWEEPSTAKES

Ég þarf víst ekki að spyrja hvort ég sé orðin milljón dollurum ríkari, en hver er tilgangurinn með svona pósti? Þeir eru greinilega með netfangið hvar sem þeir hafa náð í það svo og ekki eru þeir að biðja upplýsingar þess vegna. Eða er ég kannski svo græn að ég skil þetta eitthvað vitlaust. Hef reyndar oft fengið svipaðan póst en aldrei svona konkred áður.

Þið snillingar bloggheima; vitið þið hvað vakir fyrir þessum mönnum en þessi póstur fór í gegn hjá mér? Vanalega er allur spampóstur stöðvaður og ég fæ tilkynningu um hann og á þá val um það hvort ég sendi hann heim til föðurhúsana eða opna.

Ausið nú úr viskubrunni ykkar kæru gestir mínir, forvitnin hefur ekki loðað við mig fyrir ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Því miður eru alltaf einhverjir sem falla fyrir svona póstsendingum og fyrir hvern einn sem fellur, eru þeir reiðubúnir að senda út aðra 100.000 pósta - eða jafnvel fleiri - og á meðan einn fellur, halda þeir áfram.

Elfur Logadóttir, 22.6.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband