Ekki er allt sem sýnist - sannleikurinn um hvers vegna ungi píanósnillingurinn brast í grát

 

Í færslu fyrr í vikunni sagði ég frá brúðkaupi sem ég sat í boði bróður míns, Ásgeirs, kenndum við Goldfinger. Þar var margt um manninn og hæfileikaríkir gestir stigu á svið og skemmtu gestum. Þeirra á meðal var lítill píanósnilliningur sem kom sá og sigraði enda einstaklega fær á hljómborðið og lék erfiðustu verk sem kröfðust einstakrar tækni og fingrafimi á nótnaborðinu, með glæsibrag.

Nokkrir fjölmiðlar hafa tekið upp þessa frásögn og vitnað í síðu mína af því tilefni og umsjónarmenn Íslands í dag sáu auk þess ástæðu til að spjalla við þær mæðgur. Það gerði Sölvikollegi minn með miklum sóma. Hann sýndi viðtalið nánast ókippt sem er nánast einsdæmi. Mér fannst það raunar orka tvímælis, einkum og sér í lagi fyrir þær sakir að  femínistakórinn myndi reka upp rammakvein og segja: "Sjáið bara, er þetta ekki einmitt það sem við erum alltaf að tala um!  Við höfum alltaf sagt að þessar stúlkur dansi hér nauðbeygðar og þyki svo skelfilegt að þurfa að gera það að þær gráta með ekkasogum þegar minnst er á þennan viðbjóðslega dans? Svo ekki sé talað um blessað barnið  sem skammast sín svo mikið fyrir starf móðurinnar að hún getur ekki talað um það án þess að bresta í grát?"

Þetta var nú vatn á millu harmakveinakór femínistana. Jú mikið víst, litla stúlkan brast í grát í miðju viðtali þegar talið barst að móður hennar sem er læknir og starfaði í Úkraníu og ber úr býtum innan við tvöhundruðdollara á mánuði. Obbi femínistakórsins og vafalaust fleiri skoðanasystur og bræður áyktuðu sem svo að ekki væri vafi á að rekja mætti grátinn til þess að móðirin dansar á næturklúbbi á Íslandi fussum svei! Hvað annað? 

En margur heldur mig sig mátulega dyggann....; Og, jú, hvað annað; auðvitað grét hún vegna þeirrar staðreyndar að móðir hennar er nauðbeygð til að starfa við þá skelfilegu iðju að dansa á næsturklúbbi. Það passaði svo undur vel við málflutning femínistakórsins að annað gat hreint ekki verið!!!

Eða hvað? Það er hreint ekki allt sem sýnist. Þeir sem hugsa skammt hafa nefnilega hvorki getu né visku til að hugsa hlutina nema út frá sjálfum sér. Sjóndeildarhringurinn nær ekki lengra en svo og fyrst að femínistakórinn grætur og heldur fram að allar stúlkur sem hingað komi og dansi, séu annað hvort vændiskonur eða þær séu undir hælnum á mansalsbófum sem selji þær til Íslands til að dansa. Eða jafnvel eitthvað enn verra; líklega hreinar gærur eða jafnvel saklausar ungar stúlkur sem seldar hafa verið mansali

En þeir sem hugsa aðeins lengra vita að  dæmið er svo er ekki svona einfalt. Það vill svo til að ég veit upp á hár, frá fyrstu hendi hvers vegna litla slúlkan grét. Og það var ekki af skömm, svo mikið er víst. Mergurinn málsins er nefnlega sá að stúlkan brást í grát þegar Sölvi minntist á það við móðurina að hún legði allt í sölurnar til að geta kostað nám dótturinnar og þyrfti að vera langdvölum fjarri barni sínu og ættingum til að sá draumur geti ræst.

Stúlkan féll ekki í grát vegna þess að hún skammst sín fyrir starf móðurinnar. Þvert á móti. Gráturinn spratt fram þegar Sölvi sneri sér að þeirri litlu og spurði hvort ekki væri erfitt að vera svona lengi í burtu frá mömmu. Hve langur tími liði á milli þess sem þær mæðgur hittust. Og þá beygði hún af blessunin. Hún er háð móður sinni og líður fyrir að vera heima hjá ætingjum þegar mamma hennar fer burtu til að afla peninga til menntunnar hennar. Þetta hef ég fengið staðfest og sannreynt eftir að hafa rætt við þær mæðgur og Sölva fréttamann á Stöð 2.

Allt lagðist á eitt fyriri þetta viðtal sem kom þeim allfarið í opna skjöldu. Um hádegi óskaði Sölvi eftir viðtali við mæðgurnar en þær fengu ekki nema nokkurra mínútna umhugsunarfrest því innan klukkustundar þurftu þær á vera mættar í upptöku í Skaftahlíð. Þær voru bæði mjög spenntar og feimnar og voru tregar til að mæta með svo skömmum fyrirvara. Fyrir þrábeiðni gáfu þær eftir en þær voru báðar yfirstressaðar í upptökunni og þegar barnið fór að tala um langar fjarvistir frá móðurinni, hve mikið hún legði á sig fyrir tónlistarnám hennar og þá staðreyn að hún væri loksins komin til hennar á Íslandi bognaði sú stutta. Og því segi ég og skrifa; hún grét af taupaspennu, þakklæti til móðurinnar sem er tilbúin að leggja land undir fót og dasa víða á næturklúbbum til að kosta nám dótturinna. En grátur hennar kom skömm ekkert við eins og látið er að liggja í einu dagblaðana í gær.

Oft sjást þær ekki nema nokkra daga á fleiri mánaða fresti en stúlkan er aðalega í skóla í heimalandinu auk þess sem hún fer og tekur þátt í keppnum ungra píanóleikara víða um lönd enda talain mjög efnileg og hefur í að minnsta kosti þrígang verið í eftu þremur sætunum.

Hún sagði eftir að hafa jafnað sig og var komin heim að hana hafi einmitt langað mest að segja hve stolt hún væri að móður sinni að leggja fyrir sig dansinn. Það væru sko ekki allar mömmur sem hefðu bein, vilja og kjark til að dansa á næturklúbbi í þágu afkvæma sinna. Líklega var hægur vandi að misskilja grát hennar og það kaus stór hluti þjóðarinnar að gera. Það hentar betur og þá er hægt að benda og segja: ...sagði ég ekki, þetta erum við alltaf að berjast fyrir; hugsa sér þær gráta vegna vinnu móðurinnar; skefilegt að heyra....

Nú eru þær mæðgur sameinaðar á ný, Geiri bauð pínósnillingnum unga til landsins en það hefur tekið fleiri mánuði að fá það í gegn. Hér stundar hún nám í píanóleik og það kostar ekki fáa aura að borga einkatímana sem hún fer í. Mig minnir að þær hafi upplýst að þriggja klukkustunda tími hjá kennara hennar kosti í kringum 25. þúsund krónur í hvert sinn.

Hvernig á læknir frá Úkraníu með innan við 12 þúsund íslenskar. á mánuði að geta fjármagnað nám dótturinnar auk þess að kosta hana hingað og þangað um Evrópu í keppni. Hennar eini kostur var að flytja til Vesturlanda og verða sér út um vel borgaða vinnu. Hún segir enda að hún líti ekki á starf sitt öðruvísi en hverja aðra vinnu.

Hún hefur gaman af að dansa en karlmenn, hve mikið sem þá langar, geta ekki undir nokkrum kringumstæðum fengið hana til að leggja lag sitt við þá utan vinnutíma. Hún er nefnilega bara venjuleg kona sem eldar heima, horfir á sjónvarp, fer á skíði, bíó, heimsóknir til kvenna eða út að hlaupa. Nú eða bara að vera með elskulegri dóttur sinni frítímanaum, slaka á heima með handavinnu í höndunum eða horfir á sjónvarp. Þessi úkraníska kona er nefnilega ósköp venjuleg móðir, rétt eins og við flestar.

Og svona rétt í lokin; á hinum ýmsu spjallsíðum og bloggfærslum tjáðu áhagendur femínistakórsins sig um þetta mál og þeim fannst út í hött að konur þyrftu að dansa súludans til að geta kostað tómstundir barna sinna. Og svo fussuðu þær og sveiuðu. En þið kæru manneskjur sem fussuðu sem mest, Sjáið þið aðra leið fyrir þessa konu til að mennta barnið sitt eins draumin sem hún elur í brjósti sér? Endilega látið mig þá vita, ég skal koma því til hennar hvar hún geti fengið laun sem hafa eitthvað að segja í núverandi laun á Goldfinger,. Eða leigja sér íbúð, kaupa bíl og allt sem hver Íslendingur þarf að eignast svo hann komist af...? Endilega látið þig mig vita.

Og til upplýsinga, þá vinnur bróðir minn hörðum höndum að því að fá dvalarleyfi fyrir litlu stúlkuna hér áfram svo hún geti búið hjá mömmu sinni hér á landi á meðan og stundað sitt nám. En það er ekki tekið út með sældinni að standa í Útlendingastofnun og kerfinu sem við höfum byggt upp í kringum okkur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAð er nefnilega svo afar langt frá hgua okkar nútíma Íslendingum, að setja sig í spor þeirra, sem eru þakklát fyrir FÓRNIR sem felast í FJARVERU frá þeim sem menn unna helst.

Það er svosem ágætt, þar sem það gefur til kynna, að hér líði alflestum svona þokkalega í það minnsta og áhyggjurnar eru lítilmótlegar, miðað við þá semþurfa að fórna miklu.  Sumir fórna hæfileikum, vegna þess, að geta til útvegunar aura er ekki næg hinir fórna nærveru og missa þannig af tímanum, þegar sambandið ætti að þróast og dafna.

Takk fyrir ádrepuna

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 13.7.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það er hættulegt að dæma fólk út frá starfsheiti eða starfssemi svona fyrirfram, sjálfur þekki ég ljót dæmi um einelti og hreina mannvonsku hjá stofnun þar sem vægast sagt er farið illa með fólk. Þessa "heilögu" stofnun ætla ég ekki að nefna á nafn (kannski seinna) en er í miklum metum hjá þjóðinni, ritstjórum og yfirstéttinni.

Benedikt Halldórsson, 15.7.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband