21.8.2007 | 22:18
Ætla mætti að það hafi komið foreldrum gjörsamlega á óvart að skólar væru að hefjast
Umferðarþunginn í bænum kom mér í opna skjöldu þegar ég ók niður Miklubrautina í dag. Áður en ég kom að göngubrúnni yfir að Sogavegi var allt stopp. Umferðin mjakaðist varla áfram og það var ekki fyrr en ég nálgaðist Grensásveginn að ég sá hvað var um að vera. Teppan var að verslun Office one þar sem helmingur allra foreldra í Reykjavík var að kaupa skóladót fyrir morgundaginn.
Það mætti halda að obbinn af foreldrum borgarinnar hafi ekki haft hugmynd um hvenær börnin ættu að mæta í skólann og því hafi komið tilkynning í útvarpinu í morgun um að skólar hæfust daginn eftir. Ekki að mönnum hafi verið það ljóst allt frá því í vor að í kringum 20 ágúst hæfist kennsla í grunnskólum að nýju.
Nú er það svo að allir skólar eru með heimasíður og talsvert er síðan að inn á þær voru settir listar yfir hvað hvað hver árgangur ætti að hafa með í skólann. En Íslendinga eru engum líkir; fjöldinn allur vlelti því ekki fyrir sér fyrr en á síðustu stundu. Fáum datt í hug að fara í síðustu viku eða fyrr.
Dóttir mín sem mætti um leið og var opnað í Office one í morgun sagði að þar hafi ríkt allgjört öngþveiti um leið og verslunin opnaði. Svipað ástand var í flestum bókaverslunum bæjarins. Það er ekki ofsögum sagt að við erum engum lík þegar kemur að því að skipuleggja fram í tímann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2007 kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Ég fór einmitt að hugsa um það í síðustu viku að skólarnir væru að fara að byrja og fór að bíða eftir orðsendingu frá skólanum sem sonur minn gekk í. Ekki bíp. Vissi ekkert fyrr en einhver benti mér á að fara inn á heimasíðuna. Mér finnst nú að þeir megi senda fólki smá orðsendingu...
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 21.8.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.