Reynir kominn þangað sem hann hefur alltaf ætlað sér

Í mínum huga hefur það aðeins verið tímaspursmál hvenær sme færi. Það getur ekkert annað legið fyrir en það var ljóst frá fyrsta blaði að DV myndi ekki gera sig. Sem hefur komið á daginn og lesturinn á DV í sögulegu lágmarki.

Og tveir skipstjórar við völd á DV. Ekki líst mér á tvo í brúnni sem báðir vilja ráða og engar refjar. Ég er ekki farin að sjá að þeir vinni saman þeir tveir sme og Reynir og veðja fremur á að sme verði ekki lengi. Veðja líka á að hann verði áhrifalaus þann tíma sem hann á eftir að sitja sem málamyndaritstjóri og Reynir stjórni.

En ég veit að Reynir hefur lengi gengið með ritstjóra DV í maganum; hann ætlaði sér alltaf þangað eða á viðlíka blað. Og nú hefur draumurinn ræst.

Ekki efa ég að blaðið verði læsilegra og skemmtilegra við þessa breytingu. Það kom sme illa í koll þegar hann í upphafi gaf út svo sterkar yfirlýsingar um að blaðið ætti ekki að líkjast gamla DV af ótta við slök viðbrögð og illt umtal. Illu heilli hefur hann staðið við það og ekki skipt um skoðun. Tók yfirlýsingu sína byggða á ótta og skorti á kjarki svo alvarlega að hann reyndi ekki einu sinni að taka upp taktinn þar sem hann var skemmtilegastur. Gamla DV var alltaf skemmtilegt en blaðið undir stjórn sme vantar allan húmor og gleði. Fólk vill nefnilega líka lesa skemmtileg blöð. Og blöð sem rembast svo við að vera leiðinleg eins og DV undir stjórn sme hefur aldrei átt von.

Ótti hans við að líkjast gamla blaðinu er greinilega mikil fyrst hann gat ekki einu sinni hugsað sér að taka það besta úr því gamla, heldur forðast það eins og heitan eldinn.

Reyni óska ég til hamingju með að vera loks kominn á réttan stað. Hann eins og nokkrir aðrir sem við Reynir þekkjum bæði eia hvergi að vera nema í fréttum; daglegum fréttum og það má sannarlega vænta góðs af störfum Reynis og áhafnar á DV. En sme, hvað verður um hann? Maður skilur nú fyrr en skellur í tönnum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband