2.10.2006 | 23:57
Reynir í Kasljósi
Loksins upplýsti Reynir forvitna fjölmiðlamenn um bakhjarllinn sinn í Kasljósi kvöldsins. Hann gat heldur ekki annað því kvissast hafði út að Jón Ásgeir væri maðurinn. Mínar heimildir herma að Hjálmar Blöndal, fyrrum samstarfsmaður Reynis á gmala DV sé potturinn og pannan í þessu. Það skýrir líka nafnið á félaginu, Hjálmur.
Ég skil hins vegar ekki hvað er á bak við þetta allt. Hvers vegna Jón Ásgeir er reiðubúin að kasta tugum milljónum í svona útgáfufyrirtæki. Það er deginum ljósara að erfitt er að halda svona rekstri réttum meginn við núllið og borin von að það takist fyrstu árin. Niðurstaðn er því að peningar skipti manninn engu máli. Hann eigi einfaldlega svo mikla peninga að hann geti leikið sér með nokkur hundruð milljónir - bara si svona.
Ekki það, ég óska svo sannarlega Reyni vini mínum alls hins besta og vona að honum gangi vel. En hans velgengni er tap Birtíngs því það er ekkert sem gefur til kynna að Ísafoldin hans verði viðbót á markaðnum. Hætt er hins vegar að allir tapi í svona slag, en það getur varla verið ætlunin.
Mér segir svo hugur að eitthvað sé í gangi hjá 365 miðlum. Þar verði hætt við alla útgáfu á tímaritum innan skamms. Annað væri órökrétt. Tja, nema Jón Ásgeir sé bara að leika sér með gullin sín.
Simmi talaði við Reyni og mátti svo sannarlega þjarma meira að honum. Hefði mátt spyrja hvers vegna þetta var leyndarmál allan þennan tíma. Hvers vegna að segja frá því nákvæmlega núna. Var eitthvað sem gaf tilefni til þess, eða var það ákvðið frá upphafi að tilkynna þetta 2 október? Því mátti bara ekki segja frá þessu strax?
Já, og hann hefði að ósekju mátt ganga harðar fram í því að fá svör við því hvaða tegund blaða þeir ætli að koma með í framhaldi Ísafoldar. Og meira og meira sem mig þyrstir í að vita. Nú er fjör því það rekur hver fréttin aðra í fjölmiðlaheiminum þessa dagana. Og ekki allt búið en. Sannarlega spennandi tímar fyrir fjölmiðlafíkla framundan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.