Burburrys aðeins fyrir ríka

 

burabb-11579062dk88be-tIngibjörg Sólrún upplýsti á þingi í dag að aðeins sextíu hjón í landinu greiddu meirihluta alls þess fjármagnstekjuskatts sem rennur í ríkissjóð. Bilið á milli þeirra ofsaríku og ríku er sem sagt að aukast. Svo ekki sé talað um þá gjá sem er á milli okkar almúgans og hinna sem ekki einu sinni teljast ríkir ef miðað er við þá ofsaríku. Við skiljum ekki þær tölur sem þessir menn höndla með daglega.  

En þetta bil er ekki aðeins að aukast hér. Í gamla daga þegar ég var fljúga var það ekki venjulegri flugfreyju ofviða að kaupa sér við og við dýra merkjavöru sem ekki fékkst hér á landi. Þá gat maður gengið um í Gucci skóm í Channel dragt með Burberrysfrakka utan um sig og með Dior tösku á öxlinni án þess að finna sérstaklega fyrir því. Ekki það; maður kippti þessum flíkum ekki af slánni og sagðist ætla fá eina svona dragt takk! Nei, alls ekki en maður gat eignast þessa hluti ef maður hélt aðeins í við sig annarsstaðar.

Ég sæi sjálfa mig núna fara með mánaðarhýruna og kaupa mér eitthvað í líkingu við það sem ég gat þá. Ég veit ekki hvað Burberrysfrakki kostar hér en rakst á verslun í USA á netinu sem bauð þá á útsölu á 1700 dollara. Eitthvað nálægt 120 þúsund. Hvað kostar hann þá fullu verði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband