10.10.2006 | 20:46
Trúi ekki fyrr en ég tek á
Trúir einhver í fullri alvöru að matarverð muni lækka til framtíðar? Ekki ég! Svo gömul er ég í hettunni að ég þekki það af reynslu að svona lækkun skilar sér ekki til okkar. Ekki það, ég efast ekki um að í fyrstu þá fara færri krónur úr buddunni. En eftir svona einn tvo mánuði þegar umræðan um lækunina fjarar út, þá verða kaupmenn búnir að setja nýja verðmiða á sínar vörur.
Þannig hefur það verið með svipaðar aðgerðir svo lengi sem ég man. Og ég man nokkuð langt. Kaupmenn hafa verið fljótir að lækka undir svipuðum kringumstæðum. Þegar fjölmiðlar þagna og menn farnir að gleyma verður allt eins og áður var.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.