10.10.2006 | 22:34
Ekkert slor í Kjöt & Kúnst
Matarverð kemur hins vegar ekki lengur eins mikið við mína buddu. Eftir að ég sleit naflastrenginn á milli mín og dætra minna og flutti burtu frá þeim, þá er létt matarkarfan hjá mér. Magnús borðar í vinnunni í hádeginu og ég líka. Hann sér um innkaupin og kemur tvisvar í viku við í Bónus og kaupir það helsta eins og mjólk, brauð og álegg. Tvisvar þrisvar í viku kaupum við tilbúinn mat í Kjöt & Kúnst hér í Hveragerði. Það er sko ekkert slor sem kokkurinn þar býður manni upp á. Besti matur sem ég bragða.
Í Kjöt & Kúnst er á boðstólum 5-6 réttað á hverjum degi. Og það er eðal matur, ekkert gamalt hráefni eða sparað þar til að draga úr gæðum. 1 flokks matur sem kostar fyrir okkur bæði 15-1800 í hver skipti. Um helgar förum við svo saman að versla og ég reyni að leika húsmóður og elda eins og manneskja. En það gæti ég svarið að ef Kjöt & Kúnst væri opið um helgar, þá myndi ég sannarlega einnig vera í fæði þar.
Þar er aðeins boðið upp á heimilismat; lambalkæri með ekta bearnessósu, svínahrygg með puru, hakkað buff með lauk og eggi, og það er ekkert brasað og hart í löðrandi í fitu. Nei, það er alvöru nautakjöt. Steiktur fiskur, fiskbollur og lærisneiðar með raspi. Meðlætið er ótrúlega gott, gulrætur mátulega soðnar og skornar í kúlur þar sem ekki svo mikið sem ögn af skrælningi fylgir með. Ævintýralega gott tómatasallat og í gær fékk ég heimalagað remúlaði með fiskinum - ekki ættað frá "Gunnars" enda bragðaðist það vel.
Vikan hjá okkur gerir því kannski 8-12 þúsund í mat og trúið mér, ég er ekki nísk í matrakaupum. Og því síður Magnús. Áður fór helmingurinn af öllu sem keypt var inn í ruslatunnuna þegar líða tók að næstu helgi. Fyrir utan sparnaðinn, þá er það náttúrulega yndislegt að þurfa ekki að elda á kvöldin; nema stundum. Svo ekki sé minnst á þægindin af því að geta bara sest niður og borðað betri mat en ég elda sjálf. Það skal tekið fram að maturinn í Kúnst líkist ekki þeim mat sem ég hef stundum gripið með mér heim úr Nóatúni eða matborðum úr viðlíka verslunum. Ó, nei.
Þeir þekkja það sumarbústaðaeigendu á Suðurlandi hve gott er að koma við í Hveragerði á leið í bústaðinn og kaupa mat í þessari eðalverslun eða matsölustað, því þar er einnig hægt að setjast niður og borða. Ég tek hins vegar matinn með heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.