Miðlar lifandi vita sínu viti -- Birtíngur að flytja á gamlar slóðir

Miðlar lifandi sögðu frá því fyrir nokkrum dögum að Birtíngur væri á leið í Lynghálsin.

lg_st2Þeir virðast vita sínu viti, því Birtingur er einmitt að flytja í Lynghálsinn eftir nokkra daga. Þar verður fyrirtækið með neðstu hæðina og loksins þá verða allir blaðamenn í opnu rými. Nokkuð sem þau okkar fagna sem vön erum að vinna við þær aðstæður að vera í kallfæri við aðra vinnufélaga. Áttum erfitt með að sætta okkur við það vinnulag að hver væri í sínu horni. Fyrir utan hvað húsnæðið í Höfðabakkanum var óaðlaðandi og leiðinlegt. 

Flutningar gera það líka að verkum að hægt er endurskipuleggja vinnulag og nýting á mannskapnum ætti að verða betri. Starfsandinn er góður og eftir flutingana ætti samheldnin að verða enn þá meiri og vinnustaðurinn skemmtilegri. Það skiptir ekki svo litlu máli að vinna við góðar aðstæður og að starfsmönnum líði vel í vinnu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband