2.12.2006 | 00:13
Fjöldamet á tveimur dögum - punktur.
Vikan sem er að líða er er sú fjölsóttasta frá upphafi inn á síðuna mína; nema einhver mistök hafi átt sér stað. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar heimsóknir skiptu hundruðum einn daginn og ekkert lát var á þeim daginn eftir. Mér datt strax í hug að einhver ofurbloggari hafi tengt inn á síðuna mína eða hefði fjallaði um eitthvað sem snerti bloggið mitt.
En ég er engu nær og hef ekki frétt eða rekið mig á neitt sem skýrt getur allar þessar heimsóknir á tveimur dögum. EN þrátt fyrir tíðar heimsóknir virðast kommentum ekki ætla að fjölga hjá mér. Ósköp hvað menn eru misjafnlega duglegir við það. Meira að segja mínir bestu vinir og félagar sem segjast lesa bloggið mitt, sjá ekki ástæðu til að skiptast á skoðunum við mig.
Spyr ykkur því sem jafnan eru með sprungin kommentkerfi, hvað þarf til? Hvers vegna eru sumir að drukkna í kommentum á meðan aðrir virðast ekki hreyfa við neinum. Það er svo dapurt að vera að skrifa eitthvað sem maður vonast til að einhver þarna úti hafi skoðun á og síðan er ljóst að enginn, já, ENGINN hefur nokkurn áhuga á að taka undir með manni.
Svo upplifir maður bara að þetta sé allt svo ómerkilegt sem maður er að berja saman. Hvað veit maður? En ég tóri áfram og held áfram á meðan ég hef gaman af þessu og bíð í voninni.
Flokkur: Fjölmiðlar og fólk | Facebook
Athugasemdir
Maður getur nú eiginlega ekki annað en sett inn athugasemd við svona póst. Ekki það að athugasemdin sé sérstaklega efnislega - eða efnileg - bara... það er einhvern veginn ljótt að líta fram hjá þessu kalli sem felst í innlegginu þínu.
Í rauninni væri það, að setja ekki inn athugasemd, eins og að keyra framhjá særðum manni sem væri búinn að hjúfra sig saman í fósturstellingu í vegkanntinum. Það væri ansi dapurt - og skítlegt - að rúnta bara áfram. Þykjast ekki sjá neitt bara.
Svo hef ég líka reynt á eigin skinni hvað það er að vera athugasemdalaus. Yfirleitt sækist maður eftir því, raunar, að vera laus við athugasemdir. En í bloggheimum gilda bara aðrar reglur. Þar vill maður athugasemdir. Jafnvel leiðinda athugasemdir. Pot og frekju, þess vegna. Maður finnur alveg kökkinn í hálsinum þegar maður fær ekki eina einustu athugasemd dag eftir dag. Manni getur sárnað.
En þetta er sem sagt mín athugasemd. Ég ákvað að hafa hana langa - jafnvel þó svo að hún sé nú eiginlega innihaldslaus - svo þú gætir skemmt þér lengur við lesturinn. Svona er maður nú góður og hjartahlýr. Alltaf að hugsa um náungann. Jájá.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 2.12.2006 kl. 00:34
Maður getur nú eiginlega ekki annað en sett inn athugasemd við svona póst. Ekki það að athugasemdin sé sérstaklega efnislega - eða efnileg - bara... það er einhvern veginn ljótt að líta fram hjá þessu kalli sem felst í innlegginu þínu.
Í rauninni væri það, að setja ekki inn athugasemd, eins og að keyra framhjá særðum manni sem væri búinn að hjúfra sig saman í fósturstellingu í vegkanntinum. Það væri ansi dapurt - og skítlegt - að rúnta bara áfram. Þykjast ekki sjá neitt bara.
Svo hef ég líka reynt á eigin skinni hvað það er að vera athugasemdalaus. Yfirleitt sækist maður eftir því, raunar, að vera laus við athugasemdir. En í bloggheimum gilda bara aðrar reglur. Þar vill maður athugasemdir. Jafnvel leiðinda athugasemdir. Pot og frekju, þess vegna. Maður finnur alveg kökkinn í hálsinum þegar maður fær ekki eina einustu athugasemd dag eftir dag. Manni getur sárnað.
En þetta er sem sagt mín athugasemd. Ég ákvað að hafa hana langa - jafnvel þó svo að hún sé nú eiginlega innihaldslaus - svo þú gætir skemmt þér lengur við lesturinn. Svona er maður nú góður og hjartahlýr. Alltaf að hugsa um náungann. Jájá.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 2.12.2006 kl. 00:34
Það er búið að breyta uppsetningunni á mbl.is, sem ætti að skýra þessa aukningu.
hke (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 10:18
Þetta með athugasemdir... er ég þér 100% samála. En hvernig fær maður yfir 200 gesti á dag?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.12.2006 kl. 12:01
Ég hef verið að furða mig á þessu öllu saman með bloggið. Stundum hrúgast inn á teljarann og þá sér maður að einhverjir hafa kíkt en segja ekki nokkurn skapaðan hlut. Annars finnst mér bloggið vera eins og dagbók, maður setur inn einhverjar hugleiðingar og líður snöggtum betur á eftir, hvort sem er svarað eður ei. Ég er löngu hætt að leita að skýringum á þessu öllu saman, bara held mínu striki. En....ég les mjög oft bloggið þitt og finnst það fínt.
Endilega láttu gamminn geysa, það er nefnilega fínt að lesa um skoðanir annarra. Þá að minnsta kosti veit maður að það er fólk þarna úti. Bestu kveðjur.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 2.12.2006 kl. 12:37
1. Hvernig færðu svona margar heimsóknir? Ég veit þú veist það ekki því þú sagður það en mér er spurn. Annars er ég ekki viss um að það skipti máli. Það er gaman þegar maður fær yfir 100 heimsóknir á einum degi, en ég blogga samt ekki fyrir lesendur. Það koma auðvitað færslur sem maður skrifar fyrir fólk almennt, en yfirleitt eru þetta hugleiðingar sem gott er að koma frá sér. Samt, heimsóknir eru skemmtilegar og því fleiri því betra.
2. Athugasemdir. Ég verð að viðurkenna að ég er sökkari hvað það varðar. Ég elska athugasemdir annarra og kíki oft á eigin blogg þá daga sem ég hef ekki tíma til að setja inn færslu, bara til að gá hvort einhver hafi gert athugasemd (þó ég viðurkenni ekki að ég sé að blogga fyrir athyglina). Hinsvegar verð ég að viðurkenna að ég geri oft ekki athugasemd sjálfur, jafnvel þó mér finnist viðeigandi færsla athyglisverð eða skemmtileg. Ég viðurkenni því að ég þjáist af athugasemdahégoma þegar kemur að mínu bloggi en athugasemdaleti þegar kemur að öðrum. Þetta er samt að lagast þar sem bloggvinahópurinn er farinn að taka upp á að setja kvitt við færslur hafi viðkomandi lesið en hafi ekkert um málið að segja. Svo hef ég gert meira í að gera athugasemdir þar sem ég þykist hafa eitthvað til málanna að leggja.
3. Fyrirgefðu hvað þetta er löng athugasemd. Ég hef ekki tíma til að gera hana stutta.
Villi Asgeirsson, 2.12.2006 kl. 21:47
Ég rakst á þetta blogg á síðu Morgunblaðsins undir "Vinsæl blogg", þannig að..... þannig kom ég hingað. Það er kannski á fleirum slíkum listum, sem jú eykur aðsóknina.
kv. Halldóra.
Halldóra (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.