11.12.2006 | 00:54
"Minningagreinar" Páls Ásgeirs um látna fjölmiðla
Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifar enn eina "minningargreinina" um fallna fjölmiðla í nýjasta hefti Ísafoldar. Páll Ásgeir er að mörgu leyti skemmtilegur penni og kann að orða hlutina. En þar með eru gæði þessara greina upptalin, því rangfærslurnar eru svo margar að ég furða mig á því hvernig hann gat látið þetta frá sér.
Ég get sagt þetta því það vill svo til að ég hef unnið á tveimur þeirra fjölmiðla sem hann skrifar um og þekki prýðilega til eins til viðbótar. Hann skrifaði grein í Mannlíf, á meðan Reynir ritstýrði því, um fall DV og vitnaði þar í nokkra fyrrverandi og þáverandi starfsmenn sem sumir að minnsta kosti, báru að ekki væri rétt eftir þeim haft, heldur bætt í og tekið út. Ég var í mitt í hringiðunni allan tímann sem DV kom út sem dagblað og veit giska vel hvað fram fór á ritstjórninni. Ég kannaðist ekki við helming þeirra fullyrðinga sem fram kom í þeirri grein.
Í Ísafold nú, er Fróði til umfjöllunar allt frá upphafi fram að eigendaskiptum og jafnvel eftir að Birtingur varð til. Ég get ekki tjáð mig um fyrri ár, því um þau veit ég lítið, en svo mikið veit ég að Páll Ásgeir veður í villu og svima í síðari hluta greinarinnar. Það stendur ekki steinn yfir steini í þeim hluta sem mér ætti að vera vel kunnugur og spurning hvort verra er allt sem hann lætur ósagt eða sagt.
Hann vitnar ekki í nokkurn mann og gaman væri að vita við hvern hann hefur talað við vinnslu þessarar greinar. Eða hlustaði hann bara á orðið á götunni og skrifaði síðan grein?
Meginflokkur: Fjölmiðlar og fólk | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:33 | Facebook
Athugasemdir
Begga mín kæra. Væri ekki rétt af þér að tilgreina hverjar rangfærslur PÁÁ eru í stað þess að fullyrða eins og þú gerir. Sjálf ertu fórnarlamb Ólínu Þorvarðardóttur sem lýst hefur opinberlega rangfærslum þínum og Mannlífs og þú veist hve auðvelt er að skjóta sendiboðann án ástæðu. Ekki verða eins og bloggari hins fallna forsætisráðherra og staðhæfa án þess að innistæða sé fyrir því. Þú ert alltof vönduð til þess þótt hliðarhoppin séu nokkur þegar kappið ber þig ofurliði. Og meðan ég man; það eru komnir hvolpar.
Reynir Traustason (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.