11.12.2006 | 07:06
Blaðið hennar Siggu Daggar
Mér finnst menn vilja misskilja Siggu Dögg þegar vitnað er til þess sem hún segir um nýja blaðið þeirra Valda sem þau eru með í burðarliðunum. Menn sem hér á blogginu hafa lagt út af þessum orðum vita alveg hvað hún er að fara þegar hún segir:
Í anda Pulitzer, verður stefna þessa nýja vikurits að eiga ekki neina vini. Auk þess mun blaðið aðeins hafa eina skoðun - að vera alltaf á móti.
Auðvitað er hún að tala um að blaðið eigi að vera gagnrýnið og ekki handbendill neinna afla. Þannig ættu allir fjölmiðlar að vera og ég get ekki annað en fagnað tilkomu þessa blaðs. Sigga Dögg er klár, metnaðarfull og kraftmikil ung kona sem ég trúi að eigi eftir að ná langt á þessu sviði. Það er snjall leikur hjá henni að fá Örnu sér við hlið því fáir eru betur tengdir inn í pólitíkina en Arna.
Arna er líka eldklár og metnaðarfull en hefur alls ekki notið sín á Mogganum. Ég veit að í henni býr langtum meira en hún hefur haft svigrúm til að sýna þar. Ég hef þekkt Örnu lengi og veit hvaða kostum hún er búin. Það verður meira en gaman að fylgjast með þessu blaði, einkum og sér í lagi þar sem konur verða í meirihluta á ritstjórninni.
Ég óska Siggu Dögg, Valda og væntanlegri ritstjórn til hamingju með þetta framtak og hlakka til að fylgjast með.
Meginflokkur: Fjölmiðlar og fólk | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:31 | Facebook
Athugasemdir
Takk Begga mín fyrir góð orð.
Valdi
Valdimar (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 07:52
kvitt
Ólafur fannberg, 11.12.2006 kl. 08:40
Það getur vel verið að þetta sé það sem Sigríður Dögg ætlaði að segja. En þetta er ekki það hún raunverulega sagði. Hún bætir því jú sérstaklega við að blaðið muni alltaf vera á móti. Niðurstaðan er því þessi: sé kenning þín rétt verður ekki annað sagt en Sigríður Dögg hafi hagað máli sínu pínulítið klaufalega. Spurning hvort hún eigi þá ekki eftir að skýra mál sitt betur, þannig að ekkert fari milli mála hvað hún átti við.
Davíð Logi Sigurðsson, 11.12.2006 kl. 14:25
Kvitt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.12.2006 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.