Kemur á óvart að Trausti skuli ráðinn ritstjóri á Blaðið

 

Menn hafa lítið velt fyrir sér undanfarna daga hver væntanlegur ritstjóri Blaðsins yrði. Nú er það ljóst, Trausti Hafliðason tekur við skútunni af sme. Mér kemur það á óvart;nafn hans hafði ekki hvarflað að mér, en Trausti er klárlega vel að upphefðinni kominn.Vænn strákur og skemmtilegur. 

Spurningin er nú hverja hann tekur með sér eða hvort þeir sem fyrir eru haldi áfram og fylgi ekki sme. Ég sé það ekki fyrir mér að Binni sitji áfram sem fréttastjóri, hann vildi jú vera ritstjóri en þeir Trausti hafa í gegnum árin verið á svipuðu róli. Voru báðir vaktstjórar á Fb um svipað leyti, en síðan fylgdi Binni sme og Trausti var fréttastjóri á Fb. 

Það er meira en lítið gaman að fylgjast með hræringum á fjölmiðlamarkaðnum, eins dauði er annars brauð og eftir því sem blöðum fjölgar fá fleiri óbreyttir blaðamenn tækifæri til stjórnunarstarfa. Ég hef hins vegar ekki skilið það almennilega hvers vegna menn sækja svo stíft eftir stjórastöðum. Skil ekki hví þeir sem hafa hæfileikana geta bara ekki verið stjörnublaðamenn og ákveðið laun sín á þeim forsendum. En það eru kannski bara þeir sem ekki stíga upp metorðastigann, sem hafa þessa skoðun og afsaka sig með því að það sé bara ekkert gaman að vera ritstjóri.

Nota bene að mér undanskyldri. Ég hef frá upphafi færst undan því að taka að mér stjórastöðu á fjölmiðli þrátt fyirir að hafa átt þess kost. Kann betur við mig á gólfinu enda finnst mér skemmtilegast að skrifa og vera í hringiðu fréttanna. Finnst ekki eftirsóknarvert að raða fréttum inn á síður og standa í því argaþrasi sem fylgir því að vera i ábyrgðarstöðu. 

Það er svo annað mál hvort skynsamlegt er að vera þannig þenkjandi í raun. Reynslan sýnir að hætta er á að menn séu ekki metnir að verðleikum. Hef velt fyrir mér að undanförnu hvort þetta er rétt afstaða. Titilinn virðist hafa allt að segja burt séð frá hæfileikum. Kannski hljóta þeir sem kjósa ekki upphefðina, ekki virðinguna sem stjóranafnbótin gefur. Og því ekki metnir að sanngirni þegar allt kemur til alls.

En Trausta töffara óska ég velfarnaðar í starfi og get fullyrt að það er enginn svikinn af því að vinna við hans hlið eða undir hans stjórn. Um það get ég vitnað; fínn drengur Trausti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband