Hélt ég væri ekki lengur forvitin blaðakona heldur, spunameistari og héti, Denna Arnarr, Petra Gunna, Birna eða Sigmör

 

Nei, nei, ég er ekki alveg hætt að blogga, en ég starfa við það að skrifa annað en blogg og fæ greitt fyrir það. Það er því engin spurnin um forgang. Það er líka eins og allt hellist yfir mann sömu dagana. Síðustu daga hef ég sumsé setið við tölvuna, hér heima og í vinnunni og skrifað ... talað, spurt, fengið svör og skrifað enn þá meira.

Á meðan hryn ég niður í heimsóknum, ég sem var komin í sjötta sæti á lista vinsælustu bloggara á Mbl. Dansaði um á forsíðu Moggabloggs kyssti hundinn Gná sem aldrei fyrr. Voða hreykin og upp með mér. Fannst um tíma að ég væri bara nokkurs mikils virði... já, ég væri nú jafnvel ögn skemmtileg stundum og það væru nú kannski einvherjir aðrir en vinir og kollegar sem nenntu að lesa hratið sem upp úr mér hrykki.

Þegar heimsóknir fóru yfir tvö þúsund einn daginn fór ég meira að segja að finna fyrir dálítilli framsóknargæfu, innra með mér. Kannski blóðið hafi varið að renna til skyldunnar?  Því til sönnunar, vissi ég ekki af fyrr en ég var búin að hringja í umhverfisráðuneytið og tala með tungum tveimur við Jónínu Bjartmarz. Gerðist svo djörf að segja henni hvað væru forgangverkefni ráðuneytisins.

Þið sem ekki hafið hugmynd um hvað  það er skal upplýst að það þarf auðvitað að taka rækilega til endurskoðunar lög um dýravernd fá 1700 eða 1800...  Nei það eru kannski ýkjur en frá því snemma á síðustu öld alla vega.

Endaði á að bjóða ráðherranum liðsinni. Hún gæti hæglega tilnefnt mig í væntanlega nefnd. Og við gætum alveg rutt þessu frá fyrir lok vorþings. Háttvirtur ráðherra tók þessu vel og Nína, mín gamla skólasystir bað mig endilega að skrifa rökstuðning og tromma síðan í ráðuneytið með þá sem væru í forsvari þeirra sem ættu hagsmuna að gæta í þessu máli.

Það er því ekki skrýtið þegar ég fylgdist með öllum þessum heimsóknum að mér færi að líða eins og ég héti ekki lengur Bergjót og væri kölluð Begga, væri ekki forvitin blaðakona, heldur orðin spunameistari eða eitthvað enn merkilegra. Kannski héti ég bara, Denna Arnarr, Birna Birnudóttir, Guðmunda, Petrína eða Sigmögur. En það er með velgengnina eins og svo margt annað, hún getur snúist í hönum manns ef maður gáir ekki að sér.

Og á nokkrum dögum er ég komin í hóp aumustu bloggara. Við engan er að sakast nema sjálfa mig, nema vera skyldi Mannlíf og skrattakollinn hann Mikka sem hefur yfir mér forræði. Mannlíf er sem sagt að fara í prentun á miðvikudagsmornun og það var ekki um annað en ræða að hella sér í vinnu, ef maður ætlaði ekki að sitja yfir jólin við skriftir eða með uppsagnabréfið í höndunum. Hvort það hefði ekki verið betra að sjá tölurnar tikka á blogginu og fara upp, upp og upp?

Já, Mikki Torfa, sá kauði hefur ýmislegt á samviskunni, eins og þjóðin náttúrulega vissi hérna um árið.  En ég vissi auðvitað betur, hef vitað lengi og veit enn að samviska hans var ekki svo mikið sem gráföl. Núna hefur hann bætt í hana svörtu kóninn sá, með því að setja mig út af sakramentinu á Moggabloggi. Nú má ég þakka fyrir að fá fimm heimsóknir á dag ef ég verð virkilega dugleg og opna allar þrjár tölvurnar hérna heima, mína í vinnunni og tek um kverkarnar á Magnúsi áður en hann fer í vinnu eða neita að sofa hjá honum þegar hann kemur heim nema að hann opni líka bloggið mitt. 

Nema ég fari að skrifa eins og manneskja þannig að einhver nenni að lesa. Kannski er það heillavænlegast, en ekki fyrr en eftir allt þetta jóla - og áramótavesen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er aldrei að vita nema að framsóknargæfan komi til þín,  það er haft fyrir satt að ungar konur, að ekki sé talað um velskrifandi séu ofarlega á óskalista Framsóknaflokksins þessi jólin.

TómasHa, 23.12.2006 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband