Hvolpabarna vænst á næstu tveimur sólahringum

 

Gná mín, sem kyssir mig svona ástúðlega á myndinni hér á ofar síðunni og er hér á mynd með þau Erp, Emblu og Freyju úr síðasta goti, á vona á sér núna fyrir áramótin. Hún er á sextugasta degi í dag en tíkur ganga að jafnaði ekki með lengur en 63 daga. Þetta er hennar annað got en síðast átti hún á sextugasta eða sextugasta og fyrsta degi. Ég á því von á allt að sjö litlum hvolpabörnum nú á næstu tveimur sólahringum.

Það tekur á taugarnar að bíða eftir goti því það er eP1010063kkert gefið í þessum efnum. Got er áhætta fyrir tíkurnar og maður veit aldrei hve marga hvolpa maður fær á lífi. Og það tekur á að missa hvolpa skal ég segja ykkur. En ég hugsa ekki einu sinni út í þá skelfilegu sorg sem yfir mig legðist ef eitthvað kæmi fyrir Gná mína. Þeir vita hvað ég er að tala um sem þekkja mig. Þannig vonar maður það besta.

Ég fór með Gná í skoðun til dýralæknisins í dag og hún var ekki í vafa um að þetta kæmi hjá henni á næstu tveimur sólahringum. Hún fór líka röntgen til að ég geti verið nokkuð viss um hvers er að vænta. Ég vissi að þeir yrðu margir, gætu orðið fimm eða sex, en ég reiknaði ekki með sjö. Ég mun því tæplega líta upp næstu dagana því það er sko vinna að vera með sjö hvolpa got. Maður vakir nánast út í eitt því þarf ekki mikið út af að bregða ef maður ætlar að halda öllum á lífi.

En þetta skilja kannski þeir einir sem lifa og hrærast í þessu en hinir geta hreint ekki áttað sig á hvað er í gangi. Finnast hundar vera hundar og ekkert annað. Sem þeir vissulega eru, en þeir eru bara svo miklu meira en hundar. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að útskýra hve vænt mér þykir um hundana mína. Og má ekki til þess hugsa að eitthvað hendi þá. Því eru krossaðir fingur hér og ég reyni að trúa ekki á fyrirboða en ég skrifaði nafnið hennar Gná í tvígang án G hér í upphafi færslu. Úff... og það fór um mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

alltaf gaman af hvolpum

Ólafur fannberg, 28.12.2006 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband