Ísland er banananalýðveldi í dýravernd - lög og reglur hér eins og svörtustu Afríku

Íslendingar státa sig af, þegar þurfa þykir hve framarlega þeir standi í umhverfismálum. Röfla um Kyotobókun fram og aftur og láta líta út sem við séum þjóð meðal þjóða og hér sé menningarstig hátt og þjóðin vel upplýst.

En dýravernd er hluti umhverfisins og stjórnmálamenn gleyma því alveg enda er það of mjúkt og ekki nema fyrir taugaveiklaðar kellingar að fjalla um slæma meðferð á dýrum.

Ég hef fyrst og síðast einbeitt mér að gæludýramalum, einkum hundavernd og rétti þeim til handa og eigendum þeirra. En ég hef líka gagnrýnt hvernig farið er að því að murka lífið úr hvölum á kvalafullan og langdreginn hátt. Sama á við  ömurlegan flutning á lambfé á haustin um landið þvert og endilangt í sparnaðarskyni þar sem lömbin eru flutt í sláturhús vatnslaus og allslaus, látin bíða í flutningabílum í myrkri og vosbúð og síðan tekið eitt af öðru og slátrað dauðstressað og hrætt með vitin full af blóðlykt. 

Síðan étum við þetta sama kjöt sem gæti verið enn gæðameira ef dýrin  væru aflífuð á mannúðarfullan hátt og dýrið afslappað.  

En ég kippi mér ekki upp við það að vera álitin skrýtin eða neð þráhyggju og hreinlega obbsest á þessum málum og ætla mér að berjast fyrir bættri dýramenningu og rétti þessa málleysingja áfram. Begga og dýrin" síðan mín í DV forðum daga var lesin spjalda á milli af fleirum en menn áttuðu sig á. það fann ég gjörla hvarvetna í samfélaginu og af viðbrögðum fólks þegar hún birtist ekki daginn sem hún átti að birtast á og eins eftir að ég hætti og þar með síðan með. 

Nú síðast eins og blogg mitt ber með sér varð ég sjálf illilega fyrir því hvernig að þessum málum er háttað hér þegar Askur minn varð fyrir bíl. Ég hef síðan verið að skoða hvernig dauða hans bar að og talað við alla sem að því máli komu og líkunum á hvort hægt hefði verið að bjarga lífi hans ef lög um dýravernd hér væru ekki eins og inn í svörtustu Afríku eða jafnvel í Asíu þar sem lög um dýravernd eru ekki einu sinni til.

En hvort er betra að byggja á vondum lögum eða engum? Svei mér þá, ég held að vond lög séu verri ef eitthvað er, því ef þau væru enginn væri þá að minnsta kosti hægt að setja reglur sem ekki er hægt nú að neinu viti þar sem lögin eru þannig að þau standast ekki reglugerðir. 

Um miðaðan síðasta áratug var bætt inn í stjórnarskrá Íslendinga það sem kallast , jafnræðisregla um leið og upplýsingalögin urðu stjórnarskrárvarin.

Jafnræðisreglan á að tryggja þegnum þessa lands það sem í orðinu fellst. það á sumsé ekki að mismuna þegnum með tilliti til þeirra laga sem gilda í landinu. Bæði þessi ákvæði voru til mikilla bóta og hefur oftar en ekki reynt á upplýsingalögin þegar kerfið ströglast við að fela slæm og ólögleg vinnubrögð í skjóli leyndar. Nú fá fjölmiðlar afhent gögn sem hægt er að birta og hafa flett ofan af margri spillingunni.

Jafnræðisreglan hefur ekki hlotið eins mikla umfjöllun enda held ég að menn átti sig alls ekki á hvað hún þýðir og láti því ekki reyna á hana. Telja menn til dæmis að það geti staðist lög um eignarétt hverjum og hvort þú býður að vera í íbúð þinni sem þú ert skýrt og skorinnlaust eigandi af, en lög um eignarétt eru mjög ströng hér á landi?

Er einhver sanngirni í því að húsfélag í blokk með átta íbúðum geti í skjóli laga um fjölbýlishús kosið um það hvort lítilli kisu eða smáhundi sem borin eru í töskuvarnað að búa hjá eigendum sínum og skuli brottræk verin með sjö atkvæðum gegn einu? 

Móðir mín sem býr í fjölbýlishúsi og hefur um árabil gætt lítils hunds systur minnar stöku sinnum vegna vinnu hennar,  var meinað að fá hann í heimsókn vegna þess að eiginkona formanns húsfélags var með ofnæmi fyrir köttum. En eins og menn vita er ofnæmi þess eðlis að hafi menn ofnæmi þá er það sjaldnast fyrir einhverju einu, það fylgja fleiri hvatar sem ofnæminu veldur. Hvað með frjókornaofnæmi? Eigum við að steypa yfir allan gróður og höggva öll tré vegna þeirra fáu einstaklinga sem hafa ofnæmi? 

Engum manni myndi detta það í hug. En þegar gæludýr eiga í hlut er sjálfsagt að níðast bæði á eigendum þeirra og þeim sjálfum. Halda menn að þessar reglur standist jafnræðisregluna? Því skal ég seint trúa og ætla mér að láta á það reyna. Er erindi þess eðlis á leið til umboðsmanns Alþingis.

Þetta blogg er aðeins undanfari næsta bloggs um söguna af dauða Asks og rökin sem ég hef fyrir því að Askurinn minn hafi verið lifandi allt frá því slysið varð sem hann lifði af og áfram í lögreglubíl sérsveitar ríkislögreglustjóra. Ég mun færa fyrir því rök að honum hefði mátt bjarga ef hann hefði komist strax undir læknishendur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð grein, takk fyrir hana og haltu áfram. Það er fáránlegt hvernig komið er fram við gæludýraeigendur og dýr hér á landi. Hvað gerir þetta fólk með ofnæmið þegar það fer í strætisvagna í Evrópu, á veitingastaði og aðra staði þar sem víðast hvar má vera með hunda? Æpir það, kallar það á lögreglu?

Ragnheiður Elín Clausen (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 16:40

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála. Gott framtak hjá þér. Það þarf einhvern eins og þig til að tala fyrir hönd þeirra mállausu. Held áfram að lesa bloggin þín.

Sidda (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband