Færsluflokkur: Dægurmál
1.8.2008 | 05:21
Fjölgað um fjóra á heimilinu
Í fyrri viku fjölgaði um fjóra á heimilinu. Freyja mín skilaði frá sér sex yndislegum hvolpum en því miður voru þeir slappir og þurftu sérstaka aðgæslu. Ég hef líklega verið of örugg þar sem ég hef aldrei misst lifandi hvolp og uggði ekki að mér.
Nýfæddir hvolpar eru afar viðkvæmir fyrir trekk og kulda auk þess sem þeir verða að vera vel hressir til að geta sogið spena. Tvær fallegustu dömurnar mínar lifðu ekki af og og dóu í hönunum á mér. Sú fyrr á laugardagkvöld og sú síðari eftir ha´degi á sunnudag. Helgin var mjög hlý og á á mínu húsi eru fjöldi útgönguleiða. Það þarf ekki annað en gegnumtrekk til að slái að svona viðkvæmum krílum og kannski uggði ég ekki að mér eða....? maður veit ekki.
En þeir fjórir sem eftir lifa plumma sig vel og eru hressir. Ég þarf ekki að reka mig nema einu sinni á og þess vegna er gotsins gætt eins og um gimsteina væri að ræða.
Þeir eru núna vikugamlir, nákvæmlega því þeir litu dagsljósið að morgni föstudagsins 24. júlí. Ef einhver hefur áhuga á að vita meira um þessar dýrðarinnar dásemdir er hægt að hafa samband við mig í síma 8219504 og 5656042 eða skrifa mér á bergfridur@gmail.com.
Hef verið að reyna að setja inn myndir en eitthvað er að sem ekki er á mínu færi að laga. Inn á heimasíðu minni um hundana og ræktunina sifjar.is er hægt að lesa nánar um hundana mína og sjá eittthvað af myndum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2007 | 00:50
Ekki plagar minnimáttarkenndin og feimnin konurnar þær!
Ég fékk eftirfarandi bréf sent frá góðum vini og til að sýna þann dásamlega kjark sem fastagestir á vefnum barnaland.is búa yfir birti ég þetta hér. Elsku stúlkan sem ritaði bréf á sinni bjögðu ensku var ekki feimin þó ekki kynni hún mikið fyrir sér í tungumálinu. Hún bað vinkonurnar á vefnum um aðstoð og það plagaði hana ekki að opinbera kunnáttuleysi sitt fyrir hinum Þær eru sannarlega ekki haldnar minnimáttarkennd eða ótta við álit annarra dömurnar sem þar skiptast á skoðunum.
En hér á eftir fer bréf stúlkunnar sem hún ritaði á bjagaðri ensku og síðan þýðing yfir á íslensku á bréfi hennar eins og hún ritaði það:
16. ágúst 2007 klukkan 02:36
Ein barnalandskelling sem kann ekki mikið í ensku og ætlar að senda Fischer
Price framleiðendum bréf varðandi gölluð leikföng...:
okei takk æðislega
ég er geggjað slöpp í ensku sérstaklega að skrifa hana getiði sagt mér án
þess að drulla yfir mig hvort að það sé hægt að skilja eitthvað af þessu
bréfi hehe
Hello
i am from Iceland and I don not speak very good English but I am gun a tray
:)
I by a toy in Iceland from fisher price ,,little people,, and dora explorer
and this toy are maid in China 2002-2007.
One Dora explorer vas bay in Spain and made 2002 (the small one) and the
big one I think in Iceland but I am not sure made 2003.
Are something wrong this toy or?????
What can I do??
Can I talk to some body in Iceland so I can anther stand this better????
I hope you can anther stand what I am writing :)
And thank you
Respectfully,
xxxx
geri henni ekki að birta nafn hennar
En það þýddi ein/n þetta fyrir hana yfir á íslensku eins og að Fischer
Price fólkið myndi skilja þetta... Og hefði ekki verið dásamlegt að vera fluga á vegg þegar bréf hennar hefði verið lesið af því mæta fólki?
Halló,
Ég er frá Íslandi og ég er mafíuforingi sem talar ekki mjög góða ensku, en
ég er byssa á bakka.
Ég er hjá leikfangi á Íslandi frá Fisher Price, litla fólk og Dóra
landkönnuður og þetta leikfang er þjónustustúlka í Kína á árunum 2002-2007.
Ein Dóra landkönnuður var strönd á Spáni og náði 2002 (sú litla) og um þá
stóru hugsa ég á Íslandi en er ekki viss um að hafi náð 2003.
Eru eitthvað að þessu leikfangi eða?????
Get ég talað við eitthvað lík á Íslandi svo ég geti anther staðið þetta
betur?????
Ég vona að þú getir anther staðið það sem ég skrifa :)
Virðingarfyllst
xxxxxxxx
Fullyrt er að greina hafi mátt tengsl á milli hláturskastsins sem reið yfir barnaland um
nóttina og jarðskjálftans í Perú!!!
Þeir sem vilja skoða þetta nánar geta skoðað allan þráðinn hér að neðan.
http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx\?advid=7193759&advtype=52&page=1
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 13:16
Fíkilinn verður að fá sinn skammt
Það eru víst allir mínir dyggu lesendur að hverfa af blogginu mínu og við engan að sakast nema sjálfa mig. Allt snýst þetta auðvitað um að vera iðinn við kolann og viðra skoðanir sínar reglulega, vitna í önnur blogg, skrifa smásögur eða rífa kjaft.
Ég hef ekki verið í formi til skrifta að undanförnu enda heima í veikindafríi. Það er erfitt að vera ekki í vinnu þar sem hún er svo stór hluti af lífi manns. Nánustu samstarfsmenn verður hluti þess og þau nánu tengsl sem maður myndar við vinnufélagana eru rétt eins og við fjölskylduna. Síðustu sex ár hef ég unnið mikið og vinnan hefur verið mitt líf. Hvergi hefur mér liðið betur en einmitt þar og helst sem lengst hvern dag. Ég hef heldur ekki látið mitt eftir liggja og eins mikill fíkill og ég er þá hefur langur vinnudagur, spennan og félagarnir verið mitt dóp.
Í mínu lífi er víst lítið um milliveg; það er annað hvort eða. Ég var að tala við einhvern í síma um daginn sem var að tala um að einhver honum tengdur væri að vinna svo mikið. Það var hjúkrunarfræðingur á skurðstofu sem var á aukavakt. Hafði mætt átta þann morgun og það var svo mikið að gera á skurðstofunni að hún reiknaði með að vera fram á nótt. Og trúi því hver sem vill; um mig fór sæluhrollur, ja svona rétt eins og ein allsherjar víma og fann fyrir öfund. Mikið ógeðslega átti hún gott.
"Það átti nú við hana Vindu" að vera í slíku ati þar sem allt var á fullu adrenalínið og endorfínið á bullandi í heilanum. Ég kannaðist svo við tilfinninguna í fluginu forðum daga þegar mikið var að gera eins og pílagrímaflugi. Þá var aðeins tekin lögboðin hvíld og síðan farið aftur af stað. Samfelld víma í heilan mánuð eða tvo. Fyrstu árin á Fréttablaðinu voru ekki síðri þegar við unnum eins og þurftum; stundum fram að miðnætti eða lengur; heim að sofa nokkra tíma og mætt aftur eldsnemma um morgun.
Á DV, skemmtilegasta vinnustað sem ég hef verið á voru ófáir dagarnir þeim líkir; allt á fullu þar sem staðið var yfir manni á meðan lögð var lokahönd á viðtal eða frétt. Rifið úr höndum manns og komið í lestur og umbrot. Eða þegar eitthvað mikið var að gerast í fréttum og legið í símanum til að ná því sem maður þurfti í forsíðufrétt. Það var æðislegt kikk þegar það tókst. Jess, þetta er komið! Hvílík fullnægja!
En að vera vinnualki hittir mann í bakið; það eru takmörk fyrir öllu. Maður getur gengið á varagasinu í einhver ár, en svo kemur skellurinn og álagið segir til sín. Og það er sannarlega hægara í að komast í en úr að fara. En það er engin hætta; þegar ég sný til baka mun ég láta til mín taka. Og að ætla mér að fara varlega og vinna eins og manneskja er ekki inn í myndinni; það er annað hvort eða; ekki vegna þess að það væri mér ekki fyrir bestu heldur þekki ég það allt i kringum mig og jafnvel af eigin raun að fíkilinn getur aldrei neytt dóps í hófi. Hann verður að bergja flöskuna til botns og hugsar ekki eitt andartak um hvað er honum fyrir bestu; fíknin tekur völdin. Það er þó mitt lán, kannski í óláni að eiga sér vinnuna að fíkn.
Á meðan ræðst maður ekki á eitthvað sýnu verra eins og kókaín gras eða önnur þaðan af verri efni. Svo ég tali nú ekki um blessað helvítis brennivínið. Ef mér þætt víman sú eins góð, þyrfti ekki að spyrja hvað um mig hefði orðið. Vísast væri ég full alla daga. Og hjálpi mér þá; þá væri ekki mikið skrifað. Sætti mig því við af mörgu slæmu að vera bullandi vinnualki. Þannig held ég trúlega hinum öfgunum niðri.
Dægurmál | Breytt 12.5.2007 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)