Fjölgað um fjóra á heimilinu

Í fyrri viku fjölgaði um fjóra á heimilinu. Freyja mín skilaði frá sér sex yndislegum hvolpum en því miður voru þeir slappir og þurftu sérstaka aðgæslu. Ég hef líklega verið of örugg þar sem ég hef aldrei misst lifandi hvolp og uggði ekki að mér.

Birta a bloggi

Nýfæddir hvolpar eru afar viðkvæmir fyrir trekk og kulda auk þess sem þeir verða að vera vel hressir til að geta sogið spena. Tvær fallegustu dömurnar mínar lifðu ekki af og og dóu í hönunum á mér. Sú fyrr á laugardagkvöld og sú síðari eftir ha´degi á sunnudag. Helgin var mjög hlý og á á mínu húsi eru fjöldi útgönguleiða. Það þarf ekki annað en gegnumtrekk til að slái að svona viðkvæmum krílum og kannski uggði ég ekki að mér eða....? maður veit ekki.

En þeir fjórir sem eftir lifa plumma sig vel og eru hressir. Ég þarf ekki að reka mig nema einu sinni á og þess vegna er gotsins gætt eins og um gimsteina væri að ræða.

Þeir eru núna vikugamlir, nákvæmlega því þeir litu dagsljósið að morgni föstudagsins 24. júlí. Ef einhver hefur áhuga á að vita meira um þessar dýrðarinnar dásemdir er hægt að hafa samband við mig í síma 8219504 og 5656042 eða skrifa mér á bergfridur@gmail.com.

Hef verið að reyna að setja inn myndir en eitthvað er að sem ekki er á mínu færi að laga. Inn á heimasíðu minni um hundana og ræktunina sifjar.is er hægt að lesa nánar um hundana mína og sjá eittthvað af myndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Til hamingju með nýju fjölskyldumeðlimina alla. Sorglegt samt með þessa tvo. Þú gerir bara betur næst.

Mikið vildi ég geta tekið eins og einn að mér hingað í blokkina en það er að ég held bara bannað með lögum, þarf að kynna mér þetta nánar með dýrahald og rétt minn til að hafa heimilisdýr.

Ef þú veist hvar ég á að verða mér úti um slíkar upplýsingar þá mátt þú gjarnan senda mér meil á svei@heimsnet.is

Kveðja frá einum sem býr ósanngjarnri blokk í breiðholtinu. 

Sverrir Einarsson, 1.8.2008 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband