3.2.2007 | 03:28
Barnaníðingar sjúkir fíklar eða skepnur haldnir hreinni mannvonsku!
Ég held að það sé engin spurning að barnaníðingar eru meira en lítið sjúkir menn. Í það minnsta hefur reynslan kennt mér að þeir sem leggjast á börn og svívirða þau eru margir hverjir mætustu menn, jafnvel virtir af samborgurum sínum, ljúfir og indælir menn í alla staði. Þannig hafa sumir þeirra að minnsta kosti reynst á meðan enginn veit neitt og áður en upp um þá hefur komist.
Ég man að minnsta kosti eftir tveimur góðborgurum sem dæmdir hafa verið fyir að misnota dætur sínar sem voru hvers manns hugljúfar. Þegar athhæfi þeirra vitnaðist, þá kom það öllum sem þá þekktu eða störfuðu með þeim, gjörsamlega í opna skjöldu. Annar þessara manna minnir mig að sé látinn en hinum er ekki vært landinu og býr utanlands.
Þess vegna hef ég oft spurt mig hvað fær ljúfustu menn til að fremja slíkt voðaverk að misnota börn kynferðislega. Í hugum manna eru fáir glæpir eins skelfilegir og dómar samfélagsins eru harðir. Og þá er spurningin hvort það er sjúkdómur eða fíkn að girnast börn. Starfs míns vegna hef ég rætt við barnaníðing sem augljóslega leið afskaplega illa þegar hann talaði um glæp sinn. Sektarkennd hans leyndi sér ekki, en þó held ég að skömm hans hafi kvalið hann einna mest. Ég hef líka talað við sérfræðinga sem fullyrða að barnaníðingar séu sjúkir og það sé hægt að lækna þá.
Ef það er sjúkdómur að girnast börn, er dómur samfélagsins þá ekki of harður. Er okkur ekki innrætt að vera góð við þá sen eru veikir? Alkahólismi er viðurkenndur sjúkdómur og undir áhrifum gera menn ýmislegt sem myndi ekki svo mikið sem hvarfla að mönnum að gera annars?
Það þarf enginn að velkjast í vafa um að ég hef megnustu óbeit á þeim skelfilega verknaði að níðast á börnum og það skyldi enginn misskilja mig svo að ég sé að mæla níðingshættinum bót. Þvert á mót. Á hinn bóginn held ég að við þurfum að spyrja okkur spurninga en ekki láta viðbjóðinn og hatrið villa okkur sýn.
Ég hef reynt að setja mig í spor barnaníðinga og gert tilraun til að horfa á hlutina með þeirrra augum. Ég til að mynda tel mig kynferðislega heilbrigða. Hvatir mínar beinast að fullorðnum karlmönnum. En hvað ef ég girntist unga drengi? Ég gæti sumsé ekki fullnægt kynhvöt minni örðuvísi. Ég gæti ekki hugsað um annað því kynhvötin, ekki satt, er ein frumhvata mannsins. Hve lengi gæti ég haldið aftur af mér, ég tala nú ekki um ef ég væri kynlífsfíkill í ofanálag.
Mér finnst þetta ekki abúsrt dæmi en það er kannski einfaldara að skilja þetta með því að hugsa sér kynferðislega heilbrigðan karlmann með mikla kynorku. Hann kaupir Husler, dánlódar myndum af netinu og hann dreymir um að ein þeirra sé komin í fang hans. Reyndar þarf hann ekki að láta sig dreyma. Hann fer einfaldelga út á lífið og finnur sér konu við hæfi, fer með henni heim og sefur hjá henni. Enda ekkert við það að athuga.
En hvað brýst um í kolli barnaníðingsins; hvað sér hann fyrir sér. Já og hverjir eru hans möguleikar til að fá brengluðum og sjúkum hvötum sínum eða fíkn fullnægt. Hann fer í það minnsta ekki á næsta skemmtistað eins og sá kynferðislega heilbrigði. Nei, annaðhvort engist hann af löngun til að fá kynhvöt sinni fullnægt; já gáið að því, hann fær þeim ekki fullnægt á það sem við köllum eðlilegan hátt. Eða hann stenst ekki löngunina; kynhvöt hans tekur af honum öll völd og físnum sínum fær hann eullgnægt nema að brjota af sér.
Ég velti þessu aðeins hér upp til umhugsunar. Ég trúi að okkur sé öllum holt að skoða þessa hluti frá fleiri sjónarhornum en okkar eigin. Jafnvel setja okkur í spor þessarra manna. Þetta er ekki eins einfalt og það sýnist. Ég hef enga trú á að nokkur maður kjósi að vera perri. Þvert á móti vilja allir vera heilbrigðir, stunda það sem kallast eðlilegt og gott kynlíf, vera lausir við óeðlilegar kenndir sem fær menn til að brjóta af sér, hljóta fordæmingu samfélagsins, missa jafnvel fjölskyldu sína og börn. Standa uppi einir og yfirgefnir fyrirlitnir og fordæmdui; meira að segja af eigin meðföngum.
Það fær mig enginn til að trúa að þetta sé val nokkurs manns. Hvað liggur þarna að baki og hvað er til ráða? Þrátt fyrir að allir rétthugsandi menn fyllist viðbjóði, réttlátri reiði og fordæmi gjörðir þessara manna, er það til lítils. Hatur og hefndarþorsti er engum til góðs, hvorki okkur hinum né fórnarlömbunum. Krafa um að lengja dómana, loka þessa menn inni, lengi lengi en ekki lausn.
En hvað svo þegar þeim er sleppt: Dettur einhverjum í hug að þeir hætti að vera perrar og muni aldrei níðast á börnum framar, bara ef þeir fá fimm ára dóm í stað tveggja. Ó nei, á meðan ekkert er að gert og litið á baraníðinga með sínar afbrigðilegu hvatir, rétt eins og ofbelsifulla afbotamenn sem brjótast inn með kúbeini eða lemja menn og annan, ganga þeir enn brotnari út og bíða fyrsta færis sem þeim gefst til að fremja brot sín. Eru þeir skepnur inn að beini eða eru þeir sjúkir fíklar? Ættu þeir þá ekki rétt á læknisþjónustu eins og aðrir sjúklingar eða meðferð eins og fíklar?
Byrjum á réttum enda; á mönnunum sjálfum. Ef hægt er að halda niðri meintum sjúkdómi, fíkn eða hvað það kanna að vera sem þeir eru haldnir, er von til þess að þeir haldi ekki áfram fyrri iðju. Þeir þurfa líka eftirfylgni, þeir eru rót vandans. Lengri dómar bæta ekkert. Það er engra hagur að loka þessa menn inn í fangelsum ár eftir ár þar sem þeir verða fyrir aðkasti og einelti og líf þeirra gert að kláru helvíti. Og gleymum ekki að flestir þessara manna, hafa sjálfir verið misnotaðir á unga aldri.
Í mínum huga er þetta ekki spurning. Umleið og ég gæti drepið þann barnaperra sem níddist á mínum börnum eða barnabörnum, finn ég ekki síður til með þeim. Út úr fangelsum á Íslandi koma fæstir betri menn að lokinni afplánun, enda sáralítið gert til að betrumbæta menn inn á þeim stofnunum. Flestir koma reyndar forhertari eftir gott nám í glæpamennsku og fína skólun þeirra reyndari.
Barnaníðingarnir fá enga slíka skólun, þeir eru lægstir af öllum lágum í fangelsinu. Jú, þeir frömdu hryllilegan glæp gagnvart ungum börnum sem aldrei ná sér til fulls. Þeir afplána og mega þola hræðilegt einelti og fyrirlitningu samfanga sinna. Sjúkir menn sem ég þori að fullyrða að hafa liðið alla æfina fyrir að bera þær kenndir í brjósti að girnast ungar stúlkur. Ég veit að margir hafa spurt sig milljón sinnum; hví er ég ekki eins og aðrir og girnist fullvaxta konur?
Þeir fá sáralitla lækningu eða meðferð. Kerfið okkar býður ekki upp á það. Þeir koma út jafn sjúkir eða jafnvel sjúkari eftir margra ára vist. Niðurlægðir með enn brotnari sjálfsmynd. Fíknin í börn ágerist ef eitthvað er, eða hvað skyldi þeirra sjúki hugur hugsa stöðugt um í fangelsinu Er hægt að ætlast til að fíkill hætti bara að vera fíkill og sjúklingur sjúklingur við það eitt að vera lokaður inni tímabundið?
Til að fyrirbyggja allan misskilning, þá byggjast skoðanir mínar ekki á vanþekkingu þa þessum málum. Af eigin raun þekki ég til enda sjálf fórnarlamb kynferisofbeldis í barnæsku. Ég hef þess vegna forsendu til velta þessu fyrir mér og ég hef ekki nokkra ástæðu til að mæla barnaníðingum bót. En múgsefjun, fordæming, heift og hatur í garð þessrra manna, hefur ekkert bætt. Þurfum við ekki að breyta áherslunum og uppræta þörfina með því stinga niður að rótinni. Á meðan við hödlum áfram að vinna gegn barnaniðingum á þann hátt sem við höfum gertt, fjölgar bórnarlömbunum. Maður kemur í manns stað og áfram rúllar boltinn. Lítum okkur nær og skoðum þessi mál frá öllum hliðum.
Hæstiréttur styttir dóm yfir kynferðisglæpamanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2007 kl. 01:01 | Facebook
Athugasemdir
Elsku Bergljót. Það að þú skulir vilja flokka barnaáníðslu undir sjúkdóm lýsir því hversu góð manneskja þú ert en því miður verð ég að hryggja þig með því að þetta er ekki sjúkdómur. Phaedophiles teljast reyndar sálsjúkir en þeir eru örfá prósenta þeirra sem misnota börn. Mig minnir 2% en þori ekki að fullyrða það. Kynferðisleg misnotkun er ofbeldisglæpur og líkt og annað ofbeldi val þeirra sem beita því. Viðmiklar rannsóknir á kynferðisbrotamönnum hafa sýnt að meirihluti þeirra hefur ekki mjög ríka hæfni til að finna til samlíðunar með öðrum en samt er það ekki nægilegt til að skýra verknaðinn sem þeir fremja. Margir hafa þeir líka mjög óþroskað tilfinningalíf en nota bene fullt af öðrum mönnum hefur þessa skapgerðarbresti en dettur alls ekki í hug að misnota börn. Ég hef trú á því að kynferðisbrotamenn líkt og þeir sem beita heimilisofbeldi geti haft gott af meðferð og jafnvel svo mjög að þeir hætti alveg sinni viðbjóðslegu iðju en hið sama gildir og marga aðra með margvíslega skapgerðarbresti. Við getum lært að stjórna reiðinni, látið af móðursýki og náð tökum á kvíða og ótta. Það gerir okkur ekki sjúk. Kær kveðja Steingerður S.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.2.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.