Glitnir í Noregi lánar þarlendum til íbúðakaupa með 3.75% vöxtum -óverðtryggt

Ég viðraði í pistli í í síðustu viku gígatískan gróða bankanna. Það má koma með ýmsar skyringar á gróðanum, gengismunur hlutabréfakaup - og sölu og guð má vita hvað. En það þarf ekkert að segja mér að þeir hagnist ekki svo um munar á okkur þrælunum sem neydd erum til að skipta við þá.

Lánin sem okkur er gert að taka erumeð 4.5-5% vöxtum og  hvert sinn sem greitt er af því hækkar það. Öngvar fréttir það; við þekkjum það öll sem erum með húsnæðislán hjá okurbönkunum sem eru svo vinsamlegir að lána okkur peninga svo við getum eignast þak yfir göfuðið; sem við reyndar eigum ekkert í þegar upp er staðið; höldum það bara.

Því spyr ég; get ég flogið út til Noregs, talað við bankastjóra í Glitni - Norge og óskað eftir sömu kjörum og þeir bjóða þar. 3.75% óverðtryggt, til að kaupa íbúð hérna heima? "Gjörið þið svo vel, hér er ég með veðbókarvottorð íbúðar á Kvisthaga sem metin er á 30. milljónir, mig vantar 2.7. millj. ísl á sömu kjörum og Norðmenn fá hjá ykkur."

Hvað ætti að vera því til fyrirstöðu? Ef þeir geta lánað Norðmönnum 90% lán með veði í þeirra eignum og þessum kjörum, hví ættu þeir ekki að geta lánað okkur hér líka með veði í íbúðum á Íslandi? Auðvitað borga ég af láninu mínu í norskum krónum! Ekki spurning að þrátt fyrir að gegnið hækki verulega og íslenska krónan lækki get eg ekki tapað á því; þvert á móti grætt, því það þarf að vera meira en lítil hækkun á norsku krónunni til að þetta borgi sig ekki þegar til lengri tíma er litið.

Hví eru bankarnir svona tregir til? Getur verið að gróðinn verði ekki eins svakalega mikill eða hver er raunveruleg ástæða? Við vitum að bankarnir fá þessa peninga sem þeir lána okkur á spottprís. Því hærri upphæðir sem lánuð eru sauðsvörtum almúganum hér heima, þvi meiri vaxtamunur og þar af leiðandi hærri upphæðir og meiri gróði

Þið sérfræðingar, endilega skýrið þetta; er þetta hægt, eða er þetta ekki hægt? Er ástæðan kannski sú að bankarnir hér vilji blóðmjólka okkur; þeir hljóta að missa spón úr sínum aski ef húskaupendur færu í stórum stíl utan til að taka þar hagstæð lán, því ekki tökum við okurlánin þeirra hérna heima á meðan.

Á einver viðhlýtandi skýrngu á hvers vegna þetta er ekki bara einfalt mál að hringja út eða hreinlega fara, nú eða jafnvel tala við Glitnisbankann minn hér og óska eftir svona láni? Það ætti ekki að vera flókið. Hvað með samkeppni á milli þessa banka okkar; á virkilega ekki að fara oní þessi mál, eða eigum við endalaust að láta taka okkur ósmurt í ......ð.? 

Hafliði minn, lestu þetta nú endilega og segðu mér hvað ætti að vera til fyrirstöðu!

Sló á það í huganum að 30. miiljón króna lán með 5% vöxtumí 40 ár gerir í kringum 130. þús meðal greiðslubyrði á mán. og þá á efir að bæta við verðbólgunni. Tæki ég sama lán hjá Glitni í Noregi yrði afborgun á mán vel innan við 90. þús á mán og lánið myndi lækka við fyrstu við fyrstu afborgun. Já og halda áfram að lækka í hvert sinn sem ég greiddi af láninu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Þið sérfræðingar, Andres, Pétur, Hafliði. Óli KR og fleiri og fleiri hljótið að vita eittvað um þatta, já og þú líka Eiríkur Bergmann, sérfræðgur í Evróðumálum. Verið nú svo elskulegi að upplýsa mig um þetta.

Get ég farið í minn Glitnisbanka hér og óskað eftir svona láni eða þarf ég að fara utnan til þess? Glitnir útibú í Noregi hlytur að láta það sama ganga yfir kúnna hér og þar, eða er það ekki?

Forvitna blaðakonan, 10.2.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband