Að ávinna sér trúverðugleika með gjörðum sínum og athöfnum

Ég held að það hafi ekki farið a mili mála í fyrri færslu um Byrgisstúlkuna og meinta ást hennar á forstöðumanninum, að skýrt var tekið fram að ást hennar á manninum hafi akkúrat ekkert með framkomu hans í hennar garð að gera Fjarri lagi var að ég tæki upp hanskann fyrir hann eða réttlætti gjörðir Guðmundar í Byrginu fyrir að notfæra sér ástand stúlkunar. 

Ég fordæmi misnotkun á stúlkunni í hvaða ástandi sem hún var í og mér finnst það fyrir neðan allar hellur að yfirmenn á meðferðarstöðvum skuli svo mikið sem voga sér að mynda náið samband við skjólstæðinga sína. 

En hinu getum við heldur ekki horft fram hjá að trúverðuleiki stúlkunnar er ekki sá sami og ætla mætti væri hún edrú og hefði ekki sjálf beitt ofbeldi um það leyti sem hún sagði sögu sína í fjölmiðlum og kom fram sem fórnarlamb. Það er staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr að stúlkan er í bullandi neyslu og hefur verið það lengi; Það rýrir trúverðugleika hennar og við því er ekkert að gera annða en taka orðum þeirra senm þannnig er ástt fyrir, með fyrirvara.

En að það réttlæti meinta misnotkun Guðmundar á Ólöfu eða öðrum stúlkum, er af og frá. Hnykki á þessu hér vegna þeirra athugasemda sem ég hef fengið um fyrri pistil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband