Meða hálfa flensu eða heila og geta ekki reist höfuð frá kodda?

Það er spurning hvort er betra að fá hálfa flensu eins og mér er gjarnt að fá eða heila og vita ekki af sér í viku. Svei mér þá...er ekki almennilega flensa skárri. Hef haft hálfa flensu núna síðan á sunnudag með tilheyrandi óþægindum og slappleika. Hitavellu; heitt og kalt til skiptis, svitakóf, nefrennsli og máttleysi.

Líðanin hefur verið ömurleg fyrst og fremst vegna þess að ég hef ekkert getað gert og svo vitaskuld vegna þess að samviskubitið hefur verið að drepa mig að vera ekki í vinnu; ekki meira veik en svo að ég gæti skrölt um og vafrað um húsið í sloppnum. Reyndi í morgun að koma mér í vinnu en ég var svo máttlaus og aumingjaleg að þegar ég loks var búin að klæða mig í vinnufötin var ég orðin  svo gegnumblaut af svita að ekki var um annað að ræða en fara aftur í sturtu og skipta um föt. Deginum ljósara að ég að ég yrði til lítils gagns í vinnunni.

Tók mig því til og fór í nokkra göngutúra í dag í góða veðrinu hundunum mínum til mikillar gleði til að freista þess að byggja upp smá þrek. Og viti menn þegar líða tók að daginn fann ég hvernig smá kraftur byggðist upp; svo mikill að ég gat sest við tölvuna og skrifað færslu.  Kraftur eða reiði, skiptir ekki máli en ég varð svo reið þegar ég heyrði söguna af froskinum og hamstrinum að ég rauk í tölvuna.

Nú er ég orðin svo hress að ég hlakka til að vakna í fyrramálið og mæta í mína vinnu á réttum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Mjöll Atladóttir

Eitt af því góða við að búa svona fjarri fólki er að pestar berast ekki svo glatt til okkar.

Birna Mjöll Atladóttir, 8.3.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband