Mig vantar hunda-aupair - má tala hvaða tungumál sem er!

Ég hef verið að svipast um eftir aupair; hundaaupair réttara sagt. Hef verið spyrjast fyrir um hvað sé greitt á viku eða mánuði og með fargjöld fyrir venjulegar auperur.

Hér í eina tíð var ég með aupair nokkru sinnum; tvær danskar og eina hollneska. Það var þvílíkur lúxus að geta farið í vinnu áhyggjulaus á hverjum degi og þurfa ekki að rjúka upp úr stólnum í miðri frétt fimm mínútum fyrir fimm og æða á leikskólann og sækja þreyttar stelpurnar sem stundum þurftu að koma með mér til baka í vinnuna og bíða á meðan ég kláraði.

Christina Folke AX var hjá mér í ár og auk þess að koma stelpunum í skólann, þá setti hún í þvottavél og gekk frá eftir okkur í eldhúsinu. Hún hafði reglu á hlutunum; tók efri hæðina í einu stökki og þá neðri í öðru stökki annan dag. En hún þvoði á hverjum degi. Eftir árið áttuðum við Magnús okkur á því að við höfðum gegnið í tvennum nærbuxum til skiptis allan tímann. Þær óhreinu að morgni voru nefnilega alltaf komnar efst í skúffuna að kvöldi.

Við kölluðum hana Stínu og hún var undurfljót að læra íslenskuna. Og ekki bara tungumálið heldur fékk hún ást á landinu. Síðan hefur hún verið í sambandi við okkur og margsinnis komið og dvalið um tíma á meðan hún hefur unnið að rannsóknum hér á Þjóðarbókhlöðu. Hún er nú doktor frá Oxford í sagnfræði og hennar doktorsritgerð fjallaði um Ísland á átjándu öld. Mig minnir að fyrsta ritgerðin; þ.e. BA hafi verið um innréttingarnar og Skúla Magnússon en man ekki hvað nákvæmlega doktorsritgerðin fjallaði. Gott ef Christina er bara ekki einn helsti sérfræðingur í íslenskri sögu í Höfn

En ég þarf ekki neina Stínu núna; bara góða stúlku sem hugsar um hundana fyrir mig og skellir í eina og eina vél og þó... jú kannski að gott væri að hún sæi bara um mitt tveggja manna heimili á daginn, annars myndi henni leiðast svo því hundarnir sofa og nenna ekki að láta klappa sér út í eitt.

Ef einhver lesenda minna þekkir hundvæna stúlku sem vill vera aupair með þrjá hunda á Íslandi; endilega látið mig vita. Og segið mér líka hvað er greitt að meðaltali fyrir aupair á mánuði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:21

2 identicon

Begga, býrðu í Hveragerði? Ég held það séu margar stúlkur og strákar sem myndu gjarnan vilja taka að sér að passa hunda. Koma nokkrum sinnum á dag, fara með þá í gönguferðir og - já, líka setja í eina og eina vél. Þú ættir bara að auglýsa í búðunum þarna. Fólk er að lenda í eilífu veseni með að fá pössun fyrir dýrin sín. Ég tók einu sinni að mér að flytja heim til fólks í viku til að passa hund og kött og hafði gaman af. Þetta fréttist og nú var verið að biðja mig um að passa aftur, en þar sem ég er komin í sambúð með fjórfætlingi get ég það ekki nú. Prófaðu að auglýsa, það er besta leiðin! kk Anna

Anna K (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband