Kaupmaðurinn sem selur lifandi hamstur fyrir frosk að gæða sér á, kominn á hausinn!

images hamsturSvo segir hann í Fréttablaðinu í dag og kvartar hann heil ósköp yfir framkvæmdum á vegum borgarinnar fyrir utan dyrnar hjá honum sem komið hafi í veg fyrir eðlileg viðskipti. Já, ég segi ekki annað að en menn uppskera eins og þeir sá. Ekki vorkenndi ég mannræflinum í það minnsta. Hefnist honum bara ekki?

En hann er vísast ekki eini dýrakapmaðurinn sem iðkar þessa andstyggilegu sölumennsku á lifandi dýrum eftir því sem ég kem næst. Og svo má spyrja hvaðan koma þessir stóru froskar; er leyfilegt að flytja þá inn eða er þeim smyglað eins og slöngunum?

Ég kalla eftir svörum frá dýralæknum; hvað finnst þeim um svona óþverrahátt. Varpaði þeirri spurningu líka í gær til forstjóra UST, Ellýjar Þorsteinsdóttur, eða er Davíð þar enn við völd? Hvort sem er, heyrir það undir stofnunina að sjá til með að farið sé með dýr á mannúðlegan hátt. Já og hvar er frú Sigríður Ásgeirs; finnst henni þetta í besta lagi eða hefur hún ekki heyrt neitt af þessu?

Gaman væri að fá viðbrögð frá lesendum en hvorki fleiri en færri en tæpleg sex hundruð manns hafa ratað hingað inn síðasta sólahring. Eru menn alveg skoðanalausir eða yppa þeir bara öxlum og finnst allt í lagið að fara svona að. Varla erum við aðeins innan við fimm sem fyllumst óhuggnaði og reiði, eða er ég bara svona móðursjúk og yfirmáta viðkvæm? Nei þaðþarf ekki að segja mér það.

 sem

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ítreka spurningu mína frá fyrra bloggi: Hvaða verslanir koma svona fram við dýr? Þær verslanir eigum við dýravinir að sniðganga og kaupa handa okkar dýrum annars staðar. Tryggvagötubúðin komin á hausinn, hvaða aðrar dýrabúðir selja litla sæta hamstra til átu fyrir froska?

kk anna kr.

Anna Kr (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Anna mín; ég svaraði spurningunni eins og ég gat í athugasemd undir fyrrstu færslu um þetta anstyggilega mál. Hún fer hér á eftir:

 

Ég veit að Dýraríkið hefur stundað þennan viðbjóð en get ekki fullyrt að þeir geri það enn. Fleiri dýrsbúðir hef ég heyrt nefndar en þori ekki að nefna neina nema vera viss. Þessi tiltekna búð sem pabbinn keypti froskinn og hamsturinn í heitir víst 101 dýra.... eða eitthvað viðlíka og er staðsett í Hafnarstræti.

Já, það þarf að koma þessu almennilega á framfæri en það er ljóst að dýralæknar og þeir innan stjórnsýslunar sem eiga að hafa eftirlit með því að dýr séu aflífuð á nmannúðlegan hátt lesa bara alls ekki bloggið mitt. Nú vinnur maður ekki lengur á fréttablaði og getur ekki skrifað um þetta frétt. Hvað með ykkur kollegar góðir sem vafrið hingað inn. Getið þið ekki kannað þetta?

Forvitna blaðakonan, 13.3.2007 kl. 01:08

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér finnst þetta ógeðslegt. Gilda ekki dýraverndunarlög um svona?

Svala Jónsdóttir, 13.3.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband